Auka taska er allur farangur til viðbótar við þá farangursheimild sem innifalin er í miðanum þínum, taska í yfirvigt eru allar töskur sem fara yfir þyngdartakmarkanir fyrir flugið hvort sem þær eru innifaldar í farangursheimild eða auka farangur. Upplýsingar um hljóðfæri, íþróttabúnað og annan sérfarangur er að finna hér að neðan.
Því fyrr sem þú bókar aukafarangur því betra! Besta verðið á aukafarangri fæst þegar hann er bókaður um leið og flugið á vef eða hjá sölufulltrúa Icelandair. Ef þú hefur þegar bókað en þarft að bæta við aukafarangri getur þú gert það í Bókunin mín á lægra verði en býðst á flugvellinum.
Þegar greitt er fyrir fram fyrir aukafarangur miðast verðið við upphaflegan brottfararstað flugmiðans. Til að tryggja þér besta verðið mælum við með að þú bókir flugið þitt í gegnum vef eða sölufulltrúa Icelandair og bætir aukafarangri við um leið. Ef þú þarft á aukafarangri að halda eftir að þú hefur bókað getur þú gert það í Bókunin mín á lægra verði en býðst á flugvellinum. Töflurnar hér að ofan sýna verð á flugvellinum.
Það fer eftir stærð og þyngd hljóðfærisins hvort má taka það með í handfarangri eða hvort þarf að innrita það.
Sérreglur gilda um suman farangur.