Hvernig festi ég snjallmerkið á töskuna?
BAGTAG Fix: Það eru tvær leiðir til þess að festa BAGTAG Fix merki á töskuna. Fyrri leiðin er með ólinni sem fylgir með snjallmerkinu (sjá myndband). Seinni leiðin er að festa snjallmerkið beint á töskuna (sjá myndband).
BAGTAG Flex: Vefðu BAGTAG ólinni um farangurinn og í gegnum raufina aftan á snjallmerkinu. Vertu viss um að snjallmerkið sé tryggilega fest á með því að herða ólina (sjá myndband).
Get ég notað snjallmerkið á margar töskur?
BAGTAG Flex snjallmerkið er hægt að nota á margar töskur með því að nota öryggispinnann sem fylgir með merkinu. Það er hægt að aflæsa tækinu og færa á milli taska.
Hvernig losa ég BAGTAG Flex af töskunni?
Þú aflæsir BAGTAG Flex með því að setja öryggispinnann í stæðið hægra megin á tækinu. Með því þrýsta pinnanum inn aflæsir þú snjallmerkinu og ólin losnar (sjá myndband).
Get ég deilt snjallmerkinu með öðrum?
Já, snjallmerkið er ekki bundið við einn notanda. Af öryggisástæðum er snjallmerkið læst í tvo tíma eftir komu úr fyrra flugi. Að tveimur tímum liðnum má nota snjallmerkið aftur.
Hvernig færi ég upplýsingar í snjallmerkið?
Töskumerkingin er færð í snjallmerkið í gegnum BAGTAG appið. Þú getur innritað töskuna í gegnum appið eftir að þú hefur lokið vefinnritun eða innritun í Icelandair appinu.
Hvar finn ég staðsetninguna á NFC á síma?
NFC flagan er staðsett á mismunandi stöðum eftir tækjum. Hér að neðan má sjá dæmi um hvar NFC flöguna er að finna í Apple og Android tækjum.

Hvernig get ég fjarlægt flugupplýsingarnar úr snjallmerkinu þegar ég er ekki að ferðast?
Þú getur hreinsað skjáinn á snjallmerkinu eftir ferðina eða ef þú ætlar þér ekki að nota það í komandi ferðalagi.
BAGTAG Fix: Ýttu á hnappinn á tækinu þrisvar í röð, þá hverfa flugupplýsingarnar og stilluskjár birtist. Með því að ýta aftur þrisvar á hnappinn birtast flugupplýsingarnar aftur.
BAGTAG Flex: Til að fjarlægja flugupplýsingarnar af BAGTAG Flex tækinu þarftu að velja tækið í BAGTAG appinu og velja "try out this tag". Skrunaðu niður þar til þú finnur "clear BAGTAG". Veldu þann kost og fylgdu skrefunum í BAGTAG appinu til þess að hreinsa skjáinn (það virkar eins og að uppfæra snjallmerkið).
Er mögulegt að uppfæra snjallmerki í innritun í gegnum tölvu?
Nei, það er aðeins hægt að uppfæra snjallmerki í gegnum BAGTAG appið í snjalltæki.