Pingdom Check

Farangur

Hér færðu svörin við öllum helstu spurningum um innritaðan farangur og handfarangur.

Farangursþjónusta

Viltu spara tíma á brottfarardegi?

Ef þú ert að ferðast frá Keflavíkurflugvelli getur þú bókað farangursþjónustu sem sækir farangurinn þinn og skutlar honum út á völl.

Við mælum með farangursþjónustu frá BagDrop og BagBee.

Aðilar frá þessum farangursþjónustum innrita töskurnar fyrir þig og afhenda okkur þær.
Þú getur byrjað að njóta ferðalagsins á brottfarardegi og farið beint í öryggisleitina þegar þú kemur á flugvöllinn.

Hvernig virkar þetta?

  1. Bókaðu töskuinnritun eða geymslu: Þú velur BagDrop eða BagBee og þann tímaramma sem hentar í bókunarferlinu.
  2. Netinnritun: Þú getur innritað þig í flug á netinu 24 tímum fyrir brottför til allra áfangastaða. Notaðu Icelandair appið til að ljúka við innritun.
  3. Töskurnar sóttar: Fulltrúi frá farangursþjónustunni sækir farangurinn þinn innan þess tímaramma sem þú valdir, lætur þig fá farangursnúmerið, innritar töskurnar og sendir svo staðfestingu þegar taskan er afhent í Keflavík.
  4. Flutningur á farangri: Farangurinn þinn er fluttur með öruggum hætti á flugvöllinn, innritaður og afhentur fyrir þig.
  5. Brottfarardagur: Njóttu brottfarardagsins og farðu beint í öryggisleitina þegar þú kemur út á flugvöll. Töskurnar bíða þín svo á áfangastað.