Pingdom Check

Farangur

Hér færðu svörin við öllum helstu spurningum um innritaðan farangur og handfarangur.

Snjallmerki

Snjallmerki eða rafrænt töskumerki er pappírslaus, snjall lausn sem kemur í stað pappírs töskumerkis sem vanalega er notað til þess að merkja farangur við innritun. Það innifelur allar sömu upplýsingar og pappírsútgáfan en ber með sér þann kost að vera endurnýtanlegt og að hægt er að innrita töskurnar áður en á flugvöllinn er komið og skila þeim beint í drop-off.

Snjallmerkið sem stutt er af Icelandair er frá BAGTAG og er:

  • batteríslaust (BAGTAG Flex)
  • högghelt
  • vatns- og rykhelt
  • hita- og kuldaþolið

Fáðu allar nýjustu fréttirnar

Skráðu þig á póstlistann okkar til að heyra af öllu því nýjasta!

Athugið: Skráning á póstlistann er ekki trygging fyrir því að neinar tilteknar vörur muni standa þér til boða í framtíðinni.

Hvernig virkar það?

  1. Þú bókar flug
  2. Innritar þig í flugið þitt með vefinnritun eða í appinu.
  3. Halar niður BAGTAG appinu úr Google Play store eða App Store. Þú virkjar merkið með því að fylgja skrefunum sem lýst er í appinu.
  4. Innritar töskuna í appinu og færir upplýsingarnar í snjallmerkið úr appinu.
  5. Komið! Þú kemur töskunum til skila við drop-off borðið á vellinum og flýgur af stað.