Pingdom Check

Logan International Airport (BOS)

Um flugvöllinn

Heimilisfang flugvallar: Logan International Airport, 1 Harborside Drive, East Boston, MA 02128
Logan International Airport, sem er í austurhluta Boston, er einn af 20 fjölförnustu flugvöllum í Bandaríkjunum. Um 22 milljón farþegar fara um flugvöllinn árlega og flugfélögin eru yfir 40. Flogið er til ýmissa áfangastaða í Bandaríkjunum, Kanada, Suður-Ameríku og Evrópu. Flugvöllurinn, sem upphaflega var kallaður Boston-flugvöllur, var opnaður árið 1923 og var mest notaður af loftvarnarliði Massachusetts-fylkis og flugdeild Bandaríkjahers.

Icelandair á Logan International Airport

Flugstöð (terminal): International Terminal E
Umboðsaðili: Icelandair
Innritun opnar: 3.5 klst. fyrir brottför
Innritun lokar: 1 klst. fyrir brottför
Hliðið lokar: 15 mínútum fyrir brottför
Hraðleið í gegnum öryggisleit: Í boði

Upplýsingar um betri stofu

British Airways setustofan

Setustofan er staðsett á 4. hæð, aðgengi um stiga og lyftur hjá hliði E11 í Terminal E á brottfararsvæði. Vinsamlega athugið að lágmarksaldur er 21 ár, nema í fylgd með maka, foreldri eða forráðamanni sem er 21 árs eða eldri. Setustofan lokar kl. 21:00.