Milano Malpensa Airport (MXP)
Um flugvöllinn
Heimilisfang flugvallar: 21010 Ferno, VA
Malpensa-flugvöllurinn í Mílanó er annar tveggja helstu alþjóðlegu flugvallanna á Ítalíu. Á flugvellinum er boðið upp á allskyns þjónustu, þar er m.a. pósthús, gjaldeyrisþjónusta, bankar, hraðbankar, læknisþjónusta, farsímaleiga, þráðlaus netþjónusta og viðskiptamiðstöð. Tvær flugstöðvar eru á Malpensa-flugvellinum, T1 fyrir áætlunarflug og T2 fyrir leiguflug og lágfargjaldaflugfélög.
Icelandair á Milano Malpensa Airport
Flugstöð (terminal): T1
Umboðsaðili: Aviapartner
Innritun opnar: 3 klst. fyrir brottför
Innritun lokar: 45 mínútum fyrir brottför
Hliðið lokar: 15 mínútum fyrir brottför
Hraðleið í gegnum öryggisleit: Í boði
Upplýsingar um betri stofu
Monteverdi Lounge, staðsett við Schengen innritunar svæðið á fyrstu hæð.
Opið alla daga frá 6:00AM-9:30PM (staðartíma).