Pingdom Check

John F. Kennedy International Airport (JFK)

Um flugvöllinn

Heimilisfang flugvallar: Queens, New York-fylki 11430
John F. Kennedy International Airport, sem er í borgarhlutanum Queens, er helsti alþjóðlegi flugvöllurinn í New York og einn þeirra stærstu í heimi. Árið 2004 fóru í kringum 38 milljón farþegar um Kennedy-flugvöll og varð völlurinn þar með einn af þeim flugvöllum í Bandaríkjunum sem hvað örast vaxa. Bygging flugvallarins hófst árið 1942 og bar völlurinn fyrst nafnið Idlewild-flugvöllur en flugvöllurinn var að hluta til byggður á golfvelli sem hét Idlewild.

Icelandair á John F. Kennedy International Airport

Flugstöð (terminal): T7
Umboðsaðili: Hallmark
Innritun opnar: 3,5 klst. fyrir brottför
Innritun lokar: 1 klst. fyrir brottför fyrir farþega með innritaðan farangur
Hliðið lokar: 15 mínútum fyrir brottför
Hraðleið í gegnum öryggisleit: Ekki í boði

Upplýsingar um betri stofu

The Terminal 7 Lounge. 

Opnunartímar

06:45 - 22:00.

Athugið að lágmarksaldur er 21 árs, nema í fylgd með forráðamanni sem er 21 árs eða eldri. Farþegar þurfa að fá skriflegt boðskort við innritunarborð til að fá inngöngu í betri stofuna.