Bjóddu í betri sæti gegnum Class Up-þjónustuna okkar og fljúgðu vel á á Saga Premium.
Farþegar Icelandair eru klassafólk, svo mikið er víst. En hvað ef við gæfum ykkur kost á enn meiri klassa, og smá lúxus með?
Taktu skrefið frá Economy farrými til Saga Premium með Class Up þjónustu okkar. Það á að vera gaman að ferðast svo það er ekki eftir neinu að bíða: bjóddu og þú átt möguleika á uppfærslu. Gerðu okkur tilboð sem við getum (kannski) ekki hafnað.
Vinsamlegast athugið að Class Up er ekki í boði í innanlandsflugi og flugi til Grænlands.
Sagt er að peningar skapi ekki hamingjuna en þeir gætu komið þér upp á fyrsta farrými. Það er eitthvað!
Ef flugið þitt býður upp á Class Up þjónustu færðu sendan tölvupóst 10 dögum fyrir brottför. Í póstinum er að finna hlekk á síðu þar sem þér gefst kostur á að bjóða í uppfærslu frá Economy Standard eða Economy Flex yfir í Saga Premium. Þú getur einnig kannað hvort þú átt kost á Class Up með því að slá inn nafn og bókunarnúmer efst á þessari síðu.
Ef þú átt kost á Class Up, fer það fram í þremur einföldum skrefum.
Ef Class Up boði þínu var tekið: Til hamingju! Við hlökkum til að taka á móti þér á Saga Premium.
Ef ekki: Vonandi sjáum við þig fremst í vélinni næst. Og við vonum að þú njótir ferðarinnar hvar sem þú situr með okkur í fluginu.
Uppfærslur eru í boði á stakar flugleiðir.
Ef bókunin er fyrir fleiri en einn farþega, gildir möguleikinn á uppfærslu fyrir alla innan bókunarinnar. Boðið sem þú leggur inn gildir fyrir hvern farþega, fyrir tiltekna flugleið.
Saga Club félagar geta boðið í uppfærslu með Vildarpunktum.
Upphæðin sem þú býður er til viðbótar og felur ekki í sér upprunalegt verð á farmiðanum.
Það kostar ekkert að leggja inn boð. Ef boði þínu er tekið er upphæðin gjaldfærð - annars ekki.
Ef boðinu er tekið fæst uppfærsla milli farrýma ekki endurgreidd.
Saga Club félögum býðst tækifæri á að bjóða í uppfærslu með Vildarpunktum.
Það gæti ekki verið einfaldara. Þegar þú hefur fengið boð um að bjóða í uppfærslu og ert kominn á tilboðssíðuna skráir þú þig inn með netfangi eða Saga Club númerinu þínu og lykilorði fyrir Saga Club reikninginn þinn. Því næst leggur þú fram tilboð í uppfærsluna með Vildarpunktum, staðfestir upphæðina og býður svars. Að öðru leyti er ferlið nákvæmlega það sama og ef þú hefðir boðið í uppfærsluna með greiðslukorti og gilda allar sömu reglur og fyrirvarar.