Bættu smá lúxus við flugið þitt með Class Up. Athugaðu þjónustuna nánar hér.
Hér finnur þú nánari upplýsingar um hvernig Class Up virkar.
Athugið að möguleikinn á að bjóða í betri flugsæti skiptist niður á staka leggi eða flugleiðir. Uppfærslan á aðeins við einn legg ferðalagsins í hvert skipi og því er hægt að bjóða mismunandi upphæð í hvern fluglegg fyrir sig.
Ef flugið þitt býður upp á Class Up, færðu tölvupóst 10 dögum fyrir brottför með hlekk á síðuna þar sem þú býður í uppfærslu.
Þú getur líka kannað möguleikann á Class Up með því að kíkja á vef Icelandair og slá þar inn nafn og 6 stafa bókunarnúmer undir Bókunin mín.
Farþegar sem kaupa flugmiða með Vildarpunktum eiga sömu möguleika á uppfærslu með Class Up.
Vildarpunktar og Fríðindastig skrást miðað við upprunalega fargjaldið.
Class Up þjónustan er eingöngu í boði á vef Icelandair.
Á flugvellinum er aðeins hægt að kaupa hefðbundna uppfærslu, með fyrirvara um laus sæti á Saga Premium.
Aðeins er hægt að bjóða í Class Up á vefnum okkar. Það er hvorki hægt að bjóða í uppfærslu á flugvelli né með því að hringja í Icelandair.
Áður en tilboð er lagt fram er valið hvort bjóða eigi í uppfærsluna með greiðslukorti eða Vildarpunktum. Athugaðu að ekki er hægt að blanda saman punktum og peningum þegar boðið er í uppfærslu, velja þarf annan hvorn valkostinn.
Farþegar þurfa að gefa upp kreditkortanúmerið sitt þegar þeir bjóða í uppfærslu til að staðfesta kortið. Upphæðin sem boðin er í uppfærsluna er eingöngu gjaldfærð ef boðið er samþykkt. Velji viðskiptavinur að bjóða í uppfærslu með Vildarpunktum skráir hann sig svo inn með netfangi eða Sagakortsnúmeri og Saga Club lykilorði og staðfestir svo fjölda Vildarpunkta sem hann vill bjóða.
Hægt er að bjóða í uppfærslu allt að 26 klukkustundum fyrir brottför, svo lengi sem þjónustan er fáanleg.
Það kostar ekkert að bjóða með Class Up.
Athugið að Frakkland og Bretland leggja aukalega skatt á Saga Premium flugmiða. Þessi aukaskattur greiðist af farþega hverju sinni og reiknast sem hluti af boðinu í uppfærslu.
Hægt er að breyta boðinu eða hætta við það gegnum uppfærslukerfið, allt að 42 klukkustundum fyrir áætlaða brottför, svo lengi sem boðið hefur ekki verið samþykkt. Uppfærslukerfið er aðgengilegt um hlekkinn sem sendur er í tölvupóstinum með boðinu um að bjóða í Class Up.
Það eru margir þættir sem hafa áhrif á það hvort boði í Class Up er tekið. Þar á meðal eru þessir helstir:
Athugið að ef boðið er samþykkt er ekki hægt að breyta eða hætta við.
Farþegar sem bjóða í uppfærslu fá sendan tölvupóst minnst 26 klukkustundum fyrir áætlaða brottför, sem tilgreinir hvort boði þeirra í uppfærslu var tekið.
Sérstök tilkynning er send fyrir hvern fluglegg sem boðið var í.
Upphæðin sem boðin er á við stakan farþega, og stakan fluglegg.
Ef tiltekin bókun er fyrir fleiri en einn farþega, nær möguleikinn á uppfærslu til allra í þeirri bókun. Þar af leiðandi eiga hjón eða fjölskylda sem skráð er á sömu bókun sama möguleika á að hreppa uppfærsluna.
Farþeginn sem fyrstur er talinn upp í bókuninni fær sendan tölvupóstinn um möguleika á að bjóða í Class Up.
Ef einhverjir innan bókunarinnar vilja ekki bjóða í uppfærslu er hægt að skipta bókuninni. Athugið að það þarf að gerast minnst 42 tímum fyrir brottför.
Þegar staðfesting um uppfærslu hefur borist er ekki lengur mögulegt fyrir farþega að fá endurgreitt. Upphæðin sem boðin var í uppfærsluna er ekki hægt að nota í uppfærslu í öðru flugi síðar.
Uppfærsla fæst aðeins endurgreidd þegar:
Ef boðinu í betra sæti er tekið, getur þú valið um sæti á Saga Premium í gegnum Bókunin mín eða þegar netinnritun í flugið opnar. Einnig getur þú fengið sæti úthlutað af starfsmanni í Saga Premium afgreiðslunni á flugvellinum.