Pingdom Check

Njóttu þess að vafra erlendis

Icelandair eSIM gerir þér kleift að tengjast netinu allt ferðalagið án nokkurrar fyrirhafnar. Það getur verið bæði kostnaðarsamt og óútreiknanlegt að hafa kveikt á gagnareiki (e. data roaming) erlendis en eSIM þjónustan veitir auðvelda og hagstæða lausn á þessum vanda.

Hvers vegna ætti ég að fá mér eSIM?

Nú er hægt að vafra án vafa! Það borgar sig að fá sér Icelandair eSIM í símann.

Hagstætt verð

Háir símreikningar eftir ferðalagið tilheyra nú sögunni

Létt að setja upp

Það er einfalt að setja upp eSIM í símanum þínum

Vertu með á nótunum

Þú missir ekki af mikilvægum skilaboðum um flugið þitt með eSIM ferðapakka

Hvað er eSIM?

eSIM er rafrænt SIM kort sem getur létt ferðalöngum lífið með því að koma í veg fyrir óvænt útgjöld vegna gagnareikis erlendis.

eSIM er byggt inn í búnað snjallsímans og því má geyma upplýsingar eins og gagnamagn í símbúnaðinum sjálfum frekar en á fysísku SIM korti eins og venjan er. Gagnamagni verður því hlaðið beint inn á eSIM kortið og hægt er að vafra á netinu án trafala.

Við viljum benda á að einungis er hægt að festa kaup á gagnamagni. Icelandair eSIM getur ekki boðið viðskiptavinum nýtt símanúmer sem má nota til símhringinga.

Kostir þess að nota eSIM

Gagnareiki erlendis getur oft verið ófyrirsjáanlegt en margir kannast eflaust við það að vera sífellt að fylla á gagnamagn sem eyðist ofurhratt og borga fyrir það háar upphæðir. Einnig getur nettengingin sjálf verið misgóð á milli svæða og oftar en ekki tímafrekt að leita uppi og kaupa nýtt SIM kort þegar komið er á áfangastað.

Viðskiptavinir okkar geta nú keypt eSIM kort á hagstæðu verði gegnum nýjan samstarfsaðila okkar, eSIM Go. Í sameiningu bjóðum við upp á ferðapakka sem gera þér kleift að vera í netsambandi í rúmum 150 löndum, þar af öllum okkar áfangastöðum. Sum svæði bjóða upp á 5G nethraða.

Það er einfalt að setja upp eSIM pakkann þinn. Þú þarft einungis að skanna inn QR kóða sem þú færð sendan eftir að þú kaupir þinn fyrsta ferðapakka. Á örfáum mínútum verður hægt að setja upp gagnareiki erlendis, og fylla á eftir þörfum.

Kynntu þér úrval ferðapakka

Icelandair eSIM býður upp á nettengingu í 150 löndum. Gætu þessir ferðapakkar hentað þér?

Washington_2540x1693

Bandaríkin

Finndu hinn fullkomna ferðapakka

Large-ICE_90386_London_shutterstock_1194042721

Bretland

Finndu hinn fullkomna ferðapakka

Nuuk_Hordur_Asbjornsson_(19)

Grænland

Finndu hinn fullkomna ferðapakka

Copenhagen_Around_the_corner_2020_(15)

Danmörk

Finndu hinn fullkomna ferðapakka

berlin_almennt_4

Þýskaland

Finndu hinn fullkomna ferðapakka

Paris

Frakkland

Finndu hinn fullkomna ferðapakka

Hvernig kaupi ég og nota eSIM?

  1. eSIM ferðapakkar eru keyptir á Icelandair eSIM vefnum en það er líka hægt að skoða úrval pakka hér.
  2. Eftir fyrstu kaup berst þér QR kóði sem þú notar til að setja upp eSIM pakkann í símanum þínum. Hér má nálgast leiðbeiningar um uppsetningarferlið.
  3. Nú er komið að því að virkja ferðapakkann í símstillingunum með því að kveikja á gagnareiki/Data Roaming undir Mobile Data í símstillingum. Gildistími pakkans byrjar um leið og búið er að virkja eSIM pakkann.
  4. Það er auðvelt að fylgjast með stöðu gagnamagns og gildistíma inná eSIM aðganginum þínum en slíkan aðgang má stofna inná Icelandair eSIM vefnum eða með því að fylgja hlekknum sem þú fékkst sendan í tölvupósti.

Þú færð SMS tilkynningu þegar þú hefur virkjað pakkann, þegar 80% af gagnamagni hefur verið notað og þegar gagnamagnið hefur klárast. Það er einfalt að bæta við gagnamagni með því að skrá þig inn á Icelandair eSIM vefinn og fylla á pakkana sem eru í gildi.

Fylltu á gagnamagnið – hvar og hvenær sem er

Það er hægt að endurnýta og fylla á eSIM kortið allt að tólf mánuðum eftir að það var keypt. Þá er einnig hægt að kaupa eSIM ferðapakka fyrir vini og fjölskyldu og deila QR kóðunum með þeim.