Þú getur notað algengustu greiðsluaðferðir til að borga fyrir alla þjónustu okkar með auðveldum og öruggum hætti.
Mismunandi getur verið eftir löndum hvaða greiðsluaðferðir eru í boði. Því getur það tungumál/svæði sem þú velur á vefsíðunni haft áhrif á úrval greiðsluaðferða. Við sjáum til þess að greiðslan sé örugg, sama hvaða greiðslumáti er valinn.
Við tökum við eftirfarandi greiðslukortum:
Kreditkort
Debitkort
Auk kortanúmersins, gætirðu þurft að slá inn TAN-númer (e. transaction number) eða lykilorð.
Eftir að greiðslan hefur verið samþykkt, muntu sjá staðfestingu á miðakaupunum á vefsíðunni og e-miði verður sendur á netfangið þitt.
Meðlimir í Saga Club geta unnið sér inn Vildarpunkta sem síðan má nota til þess að borga fyrir flug eða aðra þjónustu, hvort sem þjónustan er pöntuð fyrirfram eða um borð í vélinni. Kannaðu hvað aðild að Saga Club býður upp á.
Loftbrú veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allt áætlunarflug innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Loftbrú er fyrir alla með lögheimili fjarri borginni og á eyjum án vegasambands. Nánari upplýsingar um Loftbrú.
Netgíró er greiðslukerfi sem fer í gegnum netið frekar en eiginlegt kort. Kortaupplýsingarnar þínar eru notaðar til þess að framkvæma greiðsluna. Þar að auki gerir Netgíró þér kleift að fresta greiðslu eða skipta henni upp í nokkra hluta.
Gjafabréf Icelandair gilda sem peningagreiðsla upp í öll flug Icelandair.
Sum lönd notast við TAN-númer (e. transaction number) eða lykilorð, sem hvort tveggja er sent í síma notenda, til að tryggja öryggi kortagreiðslna á netinu.
Greiðsla af þessari gerð heitir öðru nafni 3D Secure, og virkar fyrir öll kort sem Icelandair tekur á móti. Athugaðu að greiðslan er ekki samþykkt nema að rétt TAN-númer eða lykilorð sé slegið inn.
Frekari upplýsingar um 3D Secure má nálgast hjá bankanum sem gaf út kortið eða á eftirfarandi síðum: