Pingdom Check


Loftbrú

Lægri flug­fargjöld fyrir íbúa lands­byggð­arinnar.

Loftbrú veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allt áætlunarflug innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Loftbrú er fyrir alla með lögheimili fjarri borginni og á eyjum án vegasambands.

Full niðurgreiðsla er veitt af öllum almennum fargjöldum (Economy Light, Economy Standard og Economy Flex). Hver einstaklingur getur fengið 40% niðurgreiðslu fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir).

Allar nánari upplýsingar má finna á www.loftbru.is.

Loftbrú á vef Icelandair

Við höfum gert okkar allra besta til að gera ferlið sem auðveldast fyrir viðskiptavini okkar en biðjum notendur um að sækja sér kóða á vefnum www.loftbru.is og kynna sér vel skilmála Icelandair vegna Loftbrúar áður en flug er bókað.

Ef þú vilt nota Loftbrú til að gera bókun fyrir barn sem ferðast eitt, biðjum við þig vinsamlegast um að hafa samband við þjónustuver í síma 50 50 300.