Einn kosturinn við að bóka flug beint í gegnum okkur - á vefsíðunni eða í þjónustuverinu - er að þá geturðu valið það sæti sem þér hentar í flugvélinni.
Economy fargjöld
Sætisval í aftasta hluta farþegarýmisins er innifalinn í miðanum á Economy Standard, en öll þrjú farþegarýmin (fremsta rýmið, miðjan og aftasta rýmið) eru innifalin á Economy Flex.
Sætin í fremsta og mið hluta farþegarýmisins standa farþegum á báðum þessum fargjöldum til boða, en farþegar á Economy Standard verða að greiða fyrir þessi sæti.
Sætisval er ekki innifalið í miðanum á Economy Light, þér verður úthlutað sæti þér að kostnaðarlausu. En þú getur líka fengið sæti hvar sem er í farþegarýminu gegn gjaldi.
Saga fargjöld
Sætisval er innifalið í miðanum á Saga Premium og Saga Premium Flex.
Við áskiljum okkur rétt til að breyta sætaskipan hvenær sem er, ef starfsemin krefst þess eða af öryggisástæðum.
Verð miðast við staðsetningu sætisins og þá flugleið sem flogin er. Greitt er fyrir hvern fluglegg.
Áttu eftir að bóka flugið? Verð á sætisvali má finna í bókunarferlinu.
Áttu bókun hjá okkur? Þú finnur verð á sætavali með því að skrá þig inn á síðuna Bókunin mín.
Ef ekki er hægt að velja sæti við bókun þá þýðir það ekki að engin sæti séu laus í fluginu, heldur að þeim sætum sem eftir eru verði úthlutað á flugvellinum. Í langflestum tilfellum þýðir greitt flugfar að sæti um borð sé tryggt.
Athugaðu að það kann að vera að þú getir ekki valið sæti við bókun ef þú ferðast með fleiri en einu flugfélagi á sama miða. Í þessum tilfellum verður sæti úthlutað á flugvellinum.
Vefinnritun er í boði fyrir alla áfangastaði Icelandair og þú getur innritað þig á vef Icelandair til allra áfangastaða, innan 24 klst. fyrir brottför.
Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að virða sætisóskir þínar. Engu að síður, getum við ekki ábyrgst að farþegar fái þau sæti sem þeir óska eftir.
Farþegum stendur til boða að kaupa sæti með Meira fótarými.