Pingdom Check


Algengar spurningar um pakkaferðir

Farangursheimild, fæði, aukatöskur, breytingar eða nánari upplýsingar um bókun. Þú finnur svörin hér.

Hvernig bóka ég ferð hjá Icelandair VITA

Skrifstofa Icelandair VITA er opin alla virka daga frá kl. 09:00 - 16:00. Síminn er 570 4444 og einnig má senda póst á [email protected].

Á skrifstofunni geturðu fengið faglega ráðgjöf hjá starfsfólki okkar og gengið frá bókun og greiðslu ferða. Athugaðu að tekið er 3.600 kr. þjónustugjald á hvern farþega þegar gengið er frá bókun á skrifstofu eða í gegnum síma.