Það margborgar sig að semja við fyrirtækjaþjónustu Icelandair vegna viðskiptaferða. Ferðaráðgjafar okkar veita framúrskarandi þjónustu og þau fyrirtæki sem njóta þjónustunnar stuðla að hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og aukinni ánægju meðal starfsfólks. Áhugasöm eru beðin um að fylla út umsóknarformið hér að neðan en sért þú nú þegar í þjónustu skaltu skrá þig inn á fyrirtækjavefinn hér að ofan.
Gerð samnings
Óskað er eftir samningi með því að fylla út umsókn.
Ferðaráðgjafi annast ferðaáætlun
Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki og aðstoðar við skipulagningu ferðarinnar.
Auðvelt yfirlit á fyrirtækjavefnum
Fyrirtæki geta nálgast nákvæmt viðskiptayfirlit á fyrirtækjavefnum.
Lagt af stað!
Nú tekur sjálft ferðalagið við.
Við gerð samnings fá fyrirtæki tengilið, ferðaráðgjafa í Fyrirtækjaþjónustudeild, sem aðstoðar við ferðamál fyrirtækisins. Ferðaráðgjafinn nýtir reynslu sína til að finna bestu áætlunina og heldur utan um allar upplýsingar sem nauðsynlegt er að gefa upp við bókun.
Þetta fyrirkomulag tryggir flýti og hagræði fyrir viðskiptavininn. Kynni ferðaráðgjafa af viðskiptavini, sem og vitneskja um sérstakar óskir hans, gera okkur kleift að veita enn betri þjónustu.
Ef þetta hljómar eins og hagstæð lausn, bjóðum við ykkur að fylla út formið hér að neðan og sækja um aðild að fyrirtækjaþjónustunni.
Þau fyrirtæki sem eru í fyrirtækjaþjónustunni hafa aðgang að fyrirtækjavef Icelandair þar sem hægt er að skoða útgefna flugmiða, kvittanir, ferðalög starfsmanna og fleira.
Fyrirtækjaþjónusta Icelandair er opin virka daga frá kl: 8-16.
Þau sem vilja kynna sér starfsemina betur geta sent línu á [email protected] eða hringt í síma 50 50 757.