Ef upp hafa komið vandamál varðandi flutning á farangri, biðjum við þig vinsamlegast að skoða upplýsingarnar á þessari síðu.
Tilkynnt um farangursmál
Ef flutningur á farangrinum þínum hefur tafist, í kjölfar flugsins þíns, verður þú að tilkynna um týnda farangurinn þegar í stað á flugvellinum.
Þegar þú hefur tilkynnt um týndan farangur, lætur fulltrúi okkar á flugvellinum þig hafa afrit af PIR-skýrslu (Property Irregularity Report - nr. KEFFI12345). Þetta er sérstakt skjal um þinn farangur og það er mikilvægt að geyma það þar til þú hefur fengið farangurinn í hendur.
Ef þú, af einhverjum ástæðum, tilkynnir ekki um týndan farangur á flugvellinum, hefur þú 21 dag til þess að tilkynna um málið gegnum vefsíðu Icelandair.
Meðan þú bíður
Um leið og þú tilkynnir um týndan farangur, hefur Icelandair leit að honum. Við látum þig vita af þróun mála með skilaboðum í síma og tölvupóst, samkvæmt þeim upplýsingum sem þú gefur upp PIR-skýrslunni. Athugðu að þó að engin skilaboð berist, fullvissum við þig um að leit að farangrinum stendur yfir. Hér getur þú fylgst með framgangi málsins. Athugaðu að í flestum tilfellum kemst týndur farangur í hendur eiganda innan 24 klukkustunda frá því að tilkynnt er um málið.
Ef þig vantar nauðsynlegar hreinlætisvörur meðan á biðinni stendur, biðjum við þig vinsamlegast að halda til haga öllum kvittunum svo við getum endurgreitt þér.
Þegar við höfum uppi á farangrinum þínum, munum við hafa samband við þig varðandi það hvernig sé best að koma honum til skila. Ef þú hefur orðið fyrir fjártjóni vegna biðarinnar, þarft þú að senda skriflega kröfu eins fljótt og auðið er. Kröfuna má senda inn gegnum þar til gert kröfu-form. Við biðjum þig vinsamlegast að hafa númerið á málinu þínu með í kröfunni (það má finna í PIR-skýrslunni), sem og upprunalegar kvittanir fyrir öllum útgjöldum.
Á flugvellinum
Ef þú verður var/vör við skemmdir á farangrinum þínum, skaltu tilkynna um tjónið hjá farangursþjónustu Icelandair um leið og þú kemur á flugvöllinn. Þegar þú hefur tilkynnt um skemmdir á farangri, mun fulltrúi okkar á flugvellinum láta þig hafa PIR-skýrslu (Property Irregularity Report - nr. KEFFI12345). Þetta er skjal með sérstöku einkennisnúmeri sem er þá tengt málinu þínu um skemmdir á farangri. Við mælum með því að þú haldir númerinu til haga til þess að geta fylgt málinu eftir síðar.
Ekki lengur á flugvellinum?
Ef þú tekur eftir skemmdum á farangri þegar af flugvellinum er komið, þarftu að tilkynna Icelandair um skemmdirnar með því að senda kröfu til okkar. Við biðjum þig vinsamlegast að hafa upprunalegar kvittunum vegna kaupa á hinum skemmda farangri með í kröfunni, auka mynda af skemmdunum.
Athugaðu að kröfur vegna skemmds farangurs verður að senda inn gegnum vefsíðu Icelandair innan 7 daga frá því að þú tekur á móti farangrinum þínum.
Áður en við greiðum fyrir hvers kyns skemmdir, biðjum við þig vinsamlegast að fara með farangurinn þinn til viðurkennds viðgerðaraðila til þess að láta meta skemmdirnar og/eða gera við farangurinn. Þú getur svo sent okkur afrit af kvittun fyrir viðgerð/mat á farangri.
Töskuviðgerðin, Ármúla 34, 108 Reykjavík, er viðurkennd viðgerðarstofa.
Vinsamlegast athugið:
Um skaðabótaskyldu vegna seinkunar eða skemmda á farangri er fjallað í Montreal samningnum. Að því sögðu bendum við góðfúslega á að skaðbótaskylda Icelandair takmarkast við 1288 SDR. Við bendum þér jafnframt á að æskilegt gæti verið að bera tjón þitt undir þitt vátryggingafélag.
Frekari upplýsingar má finna í flutningsskilmálum Icelandair.