Pingdom Check

Niðurfærsla á farrými

Þekktu réttindi þín

Réttur til bóta

Ef þér var úthlutað sæti á einfaldara farrými (sem dæmi á Economy í stað Saga Premium), átt þú rétt á að fá greiddar bætur innan sjö daga. Upphæð bótanna fer eftir fyrirhugaðri leið, greiddu miðaverði fyrir hvern fluglegg og vegalengd flugleiðar.

  • Ef flugið er 1.500 km eða lengra eru bæturnar 30% af greiddu miðaverði fyrir fluglegginn
  • Ef flugið er á milli 1.500 og 3.500 km eða meira en 1.500 km innan EES svæðisins eru bæturnar 50% af greiddu miðaverði fyrir fluglegginn
  • Ef flugið er meira en 3.500 km eru bæturnar 75% af greiddu miðaverði fyrir fluglegginn.

Teljir þú að þú eigir rétt á bótum biðjum við þig vinsamlegast að senda okkur kröfu.

Upplýsingar um þær eftirlitsstofnanir sem falið er að hafa eftirlit með réttindum flugfarþega er hægt að nálgast á Europa.eu.