Pingdom Check


Læknisfræðileg mál á ferðalagi

Við gerum okkar besta til að veita þá þjónustu eða aðstoð sem þú þarft á að halda.

Það er okkur sönn ánægja að þjónusta farþega sem best. Ef þú þarft séraðstoð á þínu flugi, vinsamlegast hafðu samband við þjónustuverið í það minnsta tveimur virkum dögum fyrir brottför til að bæta upplýsingum við bókunina þína.

Icelandair er í samstarfi við MedAire, alþjóðlegt fyrirtæki á sviði öryggismála, sem hjálpar okkur að bregðast við læknisfræðilegum neyðartilvikum á meðan á flugi stendur. Áhafnir okkar hafa fengið víðtæka skyndihjálparþjálfun og MedAire býður upp á samskipti við lækna til að fá leiðbeiningar og stuðning á öllum tímum sólarhringsins, hvar sem er í heiminum. Nánari upplýsingar um samstarf okkar við MedAire.

Súrefnisþjöppur

Icelandair leyfir súrefnisþjöppur (e. Portable Oxygen Concentrator) um borð. Farþegar mega hafa eitt slíkt tæki meðferðis auk innifaldrar farangursheimildar.

Það þarf að bæta við upplýsingum í bókunina um gerð þess tækis sem farþegi hyggst taka með, að minnsta kosti tveimur virkum dögum fyrir brottför. Vinsamlegast hafið samband við þjónustuverið okkar til að bóka tækið.

Farþegi þarf að hafa læknisvottorð til þess að geta ferðast með tækið.

Ef súrefnisþjappan er rafhlöðuknúin, þarf að hafa í huga að auka litíum-rafhlöður verður að geyma í handfarangri (rafhlöður sem nota milli 100 og 160 vattstundir (Wh)). Rafhlöðurnar þarf að geyma í sérumbúðum (rafhlöðurnar þurfa að vera einangraðar hver frá annarri, t.d. í upprunalegum pakkningum) til að koma í veg fyrir skammhlaup, og þeim þarf að pakka vandlega niður. Hver farþegi má að hámarki taka með sér tvær rafhlöður sem nota milli 100 og 160 vattstundir.

Hafið í huga að það eru ekki rafmagnsinnstungur við öllu sæti á Economy-farrými og við getum ekki ábyrgst að þú getir sett tækið í samband.

Nánari upplýsingar um litíum rafhlöður, má finna á síðu okkar um takmarkanir á farangri.

CPAP svefnöndunartæki

Icelandair leyfir CPAP (e. Continuous positive airway pressure) svefnöndunartæki um borð. Farþegar mega hafa eitt slíkt tæki meðferðis auk innifaldrar farangursheimildar.

Það þarf að bæta við upplýsingum í bókunina um gerð þess tækis sem farþegi hyggst taka með, að minnsta kosti tveimur virkum dögum fyrir brottför. Vinsamlegast hafið samband við þjónustuverið okkar til að bóka tækið.

Ef CPAP-svefnöndunartækið er rafhlöðuknúið, þarf að hafa í huga að auka litíum-rafhlöður verður að geyma í handfarangri (rafhlöður sem nota milli 100 og 160 vattstundir (Wh)). Rafhlöðurnar þarf að geyma í sérumbúðum (rafhlöðurnar þurfa að vera einangraðar hver frá annarri, t.d. í upprunalegum pakkningum) til að koma í veg fyrir skammhlaup, og þeim þarf að pakka vandlega niður. Hver farþegi má að hámarki taka með sér tvær rafhlöður sem nota milli 100 og 160 vattstundir.

Hafið í huga að það eru ekki rafmagnsinnstungur við öllu sæti á Economy-farrými og við getum ekki ábyrgst að þú getir sett tækið í samband.

Nánari upplýsingar um litíum rafhlöður, má finna á síðu okkar um takmarkanir á farangri.

Ofnæmisstefna Icelandair

Máltíðir um borð í vélum Icelandair innihalda hvorki heilar jarðhnetur né jarðhnetuafurðir, t.d. hnetusmjör, en leifar af jarðhnetum má þó mögulega finna í mat um borð.

Aðrar hnetur, t.d. möndlur, má finna í mat um borð og auk þess eru fiskur og skelfiskur stundum í boði á Saga Class. Ekki er mögulegt að fjarlægja hnetur, fisk eða skelfisk frá borði hvort sem er úr farþega- eða farangursrými.

Við bjóðum farþegum með bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum upp á að farið sé með ávarp um borð þar sem aðrir farþegar eru beðnir um að neyta ekki matar sem inniheldur jarðhnetur. Farþegar sem þarfnast frekari aðstoðar vegna hnetuofnæmis eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna það með því að haka við reit merktan hnetuofnæmi þegar ferðin er bókuð eða undir Bókunin mín.

Það skal þó tekið fram að starfsfólk Icelandair getur ekki hindrað aðra farþega í að koma með eða neyta matar um borð sem gæti innihaldið ofnæmisvaldandi efni, t.d. jarðhnetur. Af því leiðir að mögulega má finna leifar af ofnæmisvaldandi efnum í sætum, á sætisörmum, borðum eða annarsstaðar um borð.

Einnig viljum við benda á að Icelandair getur hvorki staðfest né ábyrgst ofnæmisstefnu annarra flugfélaga þegar flogið er með tengiflugi. Við biðjum því farþega okkar um að hafa samband við þau flugfélög sem sjá um hina leggi flugsins til þess að kynna sér ofnæmisstefnu þeirra.

Icelandair getur ekki ábyrgst ofnæmisfrítt umhverfi um borð og við hvetjum því farþega með alvarleg ofnæmi sem geta valdið ofnæmislosti til að hafa neyðarpenna (EpiPen®) meðferðis, sem og önnur lyf sem þeir gætu þurft að nota.

Lyf

Ráðlagt er að hafa lyf meðferðis í handfarangri, svo lengi sem lyfjapakkningin er ekki stærri en leyfileg hámarksstærð á handfarangri gerir ráð fyrir.

Við mælum með því að farþegar hafi með sér læknisvottorð fyrir lyfjunum sem þeir ferðast með.

Vinsamlegast hafið í huga að engir ísskápar eru um borð en hægt er að fá klaka ef þörf er á því.