Pingdom Check

Skilmálar Forfallaverndar

Við vitum að lífið býður stundum upp á óvæntar áskoranir. Forfallavernd gerir þér kleift að afbóka flugmiðann þinn og sækja um endurgreiðslu ef þú getur ekki ferðast vegna þess að þú eða náinn fjölskyldumeðlimur varðst fyrir skyndilegum veikindum eða slysi, óvæntu dauðsfalli eða verulegu eignartjóni á heimili eða rekstri.

  • Forfallavernd tryggir þér endurgreiðslu á þeim hluta fargjalds sem greiddur hefur verið til Icelandair og ekki fæst annars endurgreiddur ef þú getur ekki farið í fyrirhugaða ferð vegna þeirra ástæðna sem teknar eru fram í skilmálanum hér fyrir neðan.
  • Ef þú þarft að breyta ferðaáætlun, fyrir eða eftir upphaf ferðar, munum við endurgreiða viðkomandi hluta farseðils (þann hluta farseðils sem hefur ekki verið notaður) eða breytingagjald (en ekki fargjaldamismun) eins og tekið er fram í skilmálum hér fyrir neðan.
  • Skoðaðu skilmálana okkar hér að neðan til þess að fá ítarlegar upplýsingar um hvað er innifalið í Forfallavernd, hvaða skjölum þarf að framvísa og hvernig á að leggja fram kröfu.

Forfallavernd:

  • er aðeins hægt að kaupa annað hvort þegar þú greiðir fyrir miðann þinn eða innan 36 tíma frá kaupum á flugmiðanum.
  • fæst ekki endurgreitt, nema fluginu, sem gjaldið er greitt fyrir, sé aflýst af flugfélaginu sjálfu.
  • er viðbótarþjónusta sem greitt er fyrir, ekki trygging.

Að sækja um endurgreiðslu

  1. Láttu okkur vita: Um leið og þér er ljóst að þú munt ekki komast í flug skaltu hafa samband við okkur. Því fyrr því betra.
  2. Náðu í viðeigandi gögn: Þú munt þurfa að framvísa læknisvottorði ef forföllin koma til vegna slyss eða veikinda. Ef afbókunin er vegna eignartjóns á fyrirtæki eða heimili muntu þurfa að framvísa lögregluskýrslu eða vátryggingarkröfu.
  3. Sendu inn kröfu: Sendu beiðnina þína, ásamt öllum nauðsynlegum skjölum, til okkar. Þú berð kostnað af framleiðslu þessara skjala.

  4. Bíddu eftir staðfestingu: Við munum fara yfir beiðnina þína og ef ekkert vantar verður hún afgreidd innan 45 daga. Upphæð endurgreiðslu ræðst af skilmálum Forfallaverndarinnar.
  5. Athugaðu tryggingarnar: Ef þú færð greiddar bætur frá tryggingum eða öðrum aðilum vegna sömu beiðni munum við aðeins greiða hluta bótanna.

Vertu viss um að þú skiljir skilmálana áður en þú sendir inn beiðni.