1. Almennar upplýsingar
1.1 Forfallaverndin gildir um þá flugmiða Icelandair sem koma fram á kvittuninni þinni.
1.2 Forfallaverndin gildir um afbókun á flugmiðum Icelandair sem búið er að greiða fyrir, fyrirframgreidd ferðafríðindi, þ.m.t. aukafarangur, sæti, forpantaðar máltíðir og önnur fríðindi tengd flugi (að frátalinni forfallavernd) sem Icelandair býður upp á og gilda innan dagsetninga ferðarinnar. Verndin gildir ekki um annan ferðatengdan kostnað, s.s. gistingu, bílaleigu eða afþreyingu sem þú hefur bókað.
1.3 Staðfestingar í formi læknisvottorðs er krafist þar sem fram kemur hvers kyns veikindi eða slys er um að ræða með tilliti til viðeigandi ferðadagsetninga. Flugmiðar fást ekki endurgreiddir gegn því að sýna fram á læknisvottorð ef forfallavernd var ekki keypt fyrirfram.
Gilt læknisvottorð sem staðfestir skyndileg veikindi eða slys verður að vera gefið út af hæfum heilbrigðisstarfsmanni fyrir þig, maka þinn eða annan náinn fjölskyldumeðlim (sjá skilgreiningu í 2.1. a) og uppfylla eftirfarandi skilyrði:
1.3.1 Gefið út af viðurkenndri heilsugæslustöð (með viðurkenndum stimpli/bréfshaus/undirskrift)
1.3.2 Tilgreinir að ástæða afbókunar sé bein afleiðing skyndilegra, alvarlegra veikinda eða slyss
1.3.3 Tilgreinir tímabil sem viðkomandi er ráðlagt að ferðast ekki og verða þær dagsetningar að skarast á við dagsetningar flugmiða.
1.3.4 Dagsett eftir kaup á flugmiðum.
1.4 Forfallavernd Icelandair er viðbótarþjónusta sem greitt er fyrir, ekki trygging. Forfallavernd Icelandair fellur ekki undir lög og reglugerðir um vátryggingar.
1.5 Tilvísanir í „þú“ eða „þitt“ eiga við um farþegann sem keypti flugmiðann og forfallaverndina.
1.6 Skilgreining á nánum fjölskyldumeðlim: maki, samvistarmaki (hvort sem um er að ræða maka í hjúskap eða staðfestri sambúð), börn eða stjúpbörn, barnabörn, foreldrar eða tengdaforeldrar, systkini, ömmur og afar
2. Endurgreiðsla
2.1 Forfallavernd tryggir endurgreiðslu á flugmiða og tengdum ferðakostnaði (líkt og fram kemur í lið 1.2) ef þú getur ekki ferðast vegna:
a) andláts, skyndilegra veikinda eða slyss sem hægt er að staðfesta með læknisvottorði (líkt og fram kemur í lið 1.3) þar sem þér eða öðrum aðila í sömu bókun er ráðlagt að ferðast ekki vegna umræddra veikinda eða slyss eða andláts náins fjölskyldumeðlims (í samræmi við skilgreiningu hugtaksins í lið 1.6)
b) verulegt eignatjón á heimili þínu eða fyrirtæki sem þú ert meirihlutaeigandi að, sem krefst þess að þú sért á staðnum (lögregluskýrsla um atvikið skal vera tiltæk).
c) Þú smitast af COVID-19 (eða öðrum sjúkdómi sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur flokkað sem heimsfaraldur) fyrir ferðina eða meðan á henni stendur, sem kemur í veg fyrir að þú getir hafið ferðina eða haldið henni áfram. Í því tilfelli er nauðsynlegt að sýna fram skjal sem sannar jákvæða niðurstöðu úr læknisfræðilega samþykktu prófi.
c. 1) Skjalið þarf að vera gefið út af stofnun sem hefur leyfi til að gefa út slík skjöl, læknisfræðilegri rannsóknarstofu eða undirritað af skráðum lækni. Heimapróf eru ekki tekin gild.
c. 2) Niðurstaða prófsins verður að sýna jákvæða svörun við COVID-19.
c. 3) Jákvæð niðurstaða verður að vera skráð innan 10 daga fyrir áætlaðan brottfarardag. Ef þér er enn ómögulegt að ferðast 10 dögum eftir jákvæða niðurstöðu sökum yfirstandandi einkenna þarftu að framvísa læknisvottorði sem uppfyllir ofangreind skilyrði.
c. 4) Reglur um endurgreiðslu gilda ekki fyrir farþega í sóttkví nema jákvæð niðurstaða liggi fyrir sem skjalfest er í samræmi við liði c.1), c.2), c.3) hér að ofan.
2.2 Ofangreindum aðstæðum skal vera þannig háttað að óhjákvæmilegt er að hætta við bókaða ferð.
3. Gjaldgengisskilyrði
3.1 Til að eiga rétt á endurgreiðslu er skilyrði að:
a) Þú hafir greitt fyrir forfallavernd,
b) þú vitir hvorki af né hafir grun um væntanlegt tjón, tap eða vangetu til að ferðast sem veitir þér rétt á endurgreiðslu, þegar eða áður en greitt er fyrir forfallavernd.
4. Undanþegin áhætta
4.1 Þú átt ekki rétt á endurgreiðslu í eftirfarandi tilvikum tjóns, taps eða vangetu til að ferðast.
a) vangeta til að ferðast kemur til sökum sjálfsáverka af ásettu ráði,
b) vangeta til að ferðast kemur til vegna veikinda sem hugsanlega tengjast notkun áfengis- og vímuefna, annarra en lyfja sem tekin eru samkvæmt læknisráði, að undanskildum lyfjum sem notuð eru við læknismeðferð í kjölfar notkunar á ólöglegum fíkniefnum,
c) vangeta til að ferðast, tap eða tjón kemur til vegna beinna eða óbeinna áhrifa af kjarnahvörfum, jónandi geislun, mengun af völdum geislavirkra efna, kjarnorkueldsneyti eða kjarnorkuúrgangi, eða sökum stríðs, hernaðarinnrásar, uppþots, uppreisnar, óeirða eða svipaðra aðgerða. Það sama á við um vangetu til að ferðast, tap eða tjón sem kemur til vegna beinna eða óbeinna áhrifa af jarðskjálftum, eldgosum, flóðum, snjóflóðum eða öðrum náttúruhamförum,
d) tjón eða tap sem stafar af niðurfellingu eða seinkun á áætluðum samgöngum,
e) vangeta til að ferðast, tap eða tjón kemur til vegna veikinda sem þú þjáðist af áður eða á þeim tíma sem þú greiddir fyrir forfallavernd, eða vegna meðferðar við slíkum veikindum: sjá lið 3.1.b hér að ofan,
e. 1) Ef þú veitir sviksamlegar eða rangar lýsingar eða upplýsingar, eða leynir atburðum eða aðstæðum sem varða skyldu Icelandair til að endurgreiða þér, afsalarðu þér rétti á endurgreiðslu í samræmi við forfallaverndina sem þú greiddir fyrir.
5. Verklagsreglur þegar krafa lögð er fram - endurgreiðsla
5.1 Ef um er að ræða tap skal tafarlaust leggja fram kröfu ásamt kvittun fyrir flugmiða, læknisvottorði (líkt og tekið er fram í málsgrein 1.3 hér að ofan) og opinberri staðfestingu á læknismeðferð eða lögregluskýrslu með upplýsingum um verulegt eignatjón á heimili þínu eða einkafyrirtæki (ef við á).
5.2 Endurgreiðsla skal berast eigi síðar en 45 dögum frá því að fullnægjandi gögnum hefur verið framvísað sem staðfesta skyldu Icelandair til endurgreiðslu í samræmi við þessa skilmála og frá þeim tíma sem unnt er að ákvarða upphæð endurgreiðslu. Kostnaður við framvísun vottorða og annarra gagna sem styðja kröfu þína um tap, og sem Icelandair kann að krefjast til að geta metið skyldu sína til að endurgreiða þér, er á þína ábyrgð.
5.3 Ef þú átt einnig rétt á bótum frá tryggingarfélagi eða öðrum skaðabótum vegna sama taps greiðir Icelandair aðeins sinn hluta af bótunum.
6. Svik - rangar upplýsingar
Ef þú veitir sviksamlegar eða rangar lýsingar eða upplýsingar, eða leynir atburðum eða aðstæðum sem varða skyldu Icelandair til að endurgreiða þér, afsalarðu þér rétti á endurgreiðslu í samræmi við forfallaverndina sem þú greiddir fyrir.
7. Heimilisfang og skráð skrifstofa
Heimilisfang og skráð skrifstofa: Heimilisfang og skrifstofa Icelandair er skráð á Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík, Íslandi. Ágreiningsmálum sem kunna að koma upp varðandi endurgreiðslu í samræmi við þessa skilmála skal vísað til Héraðsdóms Reykjavíkur.