Fyrirframgreiddur aukafarangur - skilmálar
Ef þú hafðir hugsað þér að ferðast með meira en farangursreglur fargjaldaflokksins bjóða upp á, getur þú alltaf keypt aukafarangursheimild.
Ef þú hafðir hugsað þér að ferðast með meira en farangursreglur fargjaldaflokksins bjóða upp á, getur þú alltaf keypt aukafarangursheimild.
1.1. Kjósir þú að taka með þér farangur umfram farangursheimild þína, er hægt að kaupa viðbótarfarangur við farangursheimild þína.
1.2. Fyrir áætlaða brottför getur þú greitt fyrir viðbótarfarangur ef farangur þinn fer umfram farangursheimild þína. Hægt er að greiða fyrir umfram farangur á söluskrifstofum og í þjónustuveri Icelandair.
1.3. Einungis er hægt að greiða fyrirfram fyrir farangur ef flugið er með Icelandair og er með Icelandair flugnúmeri (FI). Fyrir flug með öðrum flugfélögum (t.d. code-share og interline flug) er einungis hægt að greiða fyrir aukafarangur á flugvellinum.
Sjá nánar um farangursheimildina og yfirvigtina.
2.1. Fyrirframgreiddur aukafarangur er alltaf tengdur flugnúmerinu þínu og ekki er hægt að færa hann yfir á aðra farþega. Nafnabreytingar eru ekki heimilaðar.
2.2. Hámarksþyngd fyrirframgreidds aukafarangurs er 23 kg. Fyrir farangur sem vegur á bilinu 24 – 32 kg þarf að greiða á flugvellinum. Ekki er tekið á móti einstökum farangri sem vegur meira en 32 kg.
2.3. Hægt er að greiða fyrir að hámarki þrjú stykki fyrirfram.
2.4. Hægt er að greiða fyrirfram fyrir farangur á flestum komu- og brottfararstöðum á flugleiðum Icelandair.
2.5. Það er á þinni ábyrgð að veita réttar upplýsingar hvað varðar flugáætlun þína á flugmiðanum þínum þegar þú greiðir fyrirframgreiddan farangur. Vinsamlegast athugið að við innritun munu rangar upplýsingar geta valdið því að ekki er hægt að samþykkja fyrirframgreiddan farangur þinn .
2.6. Við innritun á flugvellinum verður ætlast til að þú hafir útprentað afrit af tölvupósti eða tölvupóststaðfestingu (t.d. í símanum þínum) sem sýnir að þú hafir greitt fyrir aukafarangur.
2.7. Ef þú ákveður að innrita fleiri töskur en farangursheimildin að viðbættum aukafarangri segir til um, þá þarftu að greiða hefðbundna yfirvigt á flugvellinum. Aukafarangur má ekki vera meiri en þrjú stykki.
2.8. Ef þú ákveður að breyta ferðaáætlun þinni þá færist fyrirframgreiddi aukafarangurinn á nýja flugið án viðbætts kostnaðar með þeim fyrirvara að flugleiðin hefur ekki færst í flokk með annarri farangursheimild eða breytt hefur verið um áfangastað. Ef flugleiðin hefur breyst er ekki hægt að færa fyrirframgreidda farangurheimild á nýja flugið og fæst hún ekki endurgreidd.
3.1. Fyrirframgreiddur aukafarangur fæst ekki endurgreiddur.
Undantekningar:
(I) Í þeim tilfellum þegar Icelandair breytir flugáætlun, er fyrirframgreiddur aukafarangur færður sjálfkrafa á nýja flugið ef það er á vegum Icelandair. Þegar nýja flugið er ekki á vegum Icelandair eða Icelandair getur ekki boðið upp á flug sem kemur til greina, verður fyrirframgreiddur aukafarangurinn endurgreiddur.
(II) Ef þú greiddir forfallagjald hjá Icelandair fyrir ferð þína þá gildir hún einnig um endurgreiðslu á fyrirframgreiddum aukafarangri þínum. Lestu um skilmála forfallagjalds.
(III) Ef fyrirframgreiddur aukafarangur týnist fyrir tilstilli Icelandair fæst hann endurgreiddur. Fyrir endurgreiðslu á týndum fyrirframgreiddum aukafarangri fyrir tilstilli Icelandair, vinsamlegast hafðu samband við þjónustuver Icelandair.
(IV) Þegar farþegar á Economy Flex afbóka flugið sitt fyrir brottför, fást greiðslur fyrir fyrirframgreiddan aukafarangur endurgreiddar.
Fyrirframgreiddur aukafarangur er ekki í boði:
(I) Þegar þú hefur nú þegar innritað þig í flug þitt, á flugvellinum, á netinu eða í snjallsímanum þínum.
(II) Fyrir flug sem eru starfrækt af öðru flugfélagi (þ.e. code-share eða interline flug og eru ekki með Icelandair (FI) flugnúmeri
(III) Þegar þú ert að fljúga með Icelandair (FI) leiguflugi
(IV) Fyrir handfarangur
(V) Fyrir farþega á biðlistum