Skilmálar um fyrirframgreiddar máltíðir
1.1. Hægt er að panta og greiða máltíðir fyrirfram allt að 24 klukkustundum fyrir áætlaða brottför með Icelandair.
1.2. Einungis er hægt að panta og greiða máltíðir fyrirfram ef flogið er með áætlunarflug Icelandair og flugnúmerið tilheyrir Icelandair (FIXXX).
1.3. Einungis er hægt að kaupa máltíð ef farseðill er gefinn út á Icelandair flugskjali þar sem númer farseðils hefst á „108“.
1.4. Ekki er mögulegt að greiða máltíðir fyrirfram ef flogið er með flugfélögum sem deila flugnúmeri eða eru samstarfsaðilar á flugleiðum (þ.e. code-share eða interline flug).
2.1. Hægt er að panta máltíðir á vefsíðu Icelandair innan þeirra tímamarka er skilgreind voru ofar. a) Einstaklingar geta gengið frá pöntun á máltíð þegar flug er bókað eða með því að skoða bókunina sína inni á vefsíðu Icelandair, undir „Bókunin mín”. b) Hópar geta pantað máltíðir allt að 30 dögum fyrir brottför á sérstakri undirsíðu á vefsíðu Icelandair.
2.2. Einnig er hægt að kaupa máltíðir hjá sölufólki Icelandair í þjónustuveri eða á söluskrifstofum. Sömu tímamörk gilda þar um.
2.3. Panta skal máltíð fyrir hvern einstakan farþega ef fleiri en einn farþegi er skráður á bókunina.
2.4. Fyrirframgreidd máltíð er ekki færanleg yfir á annan farþega, heldur er ávallt bundin þeim farþega og því flugi sem pöntunin á við. Nafnabreytingar eru ekki heimilar.
2.5. Þegar gengið er frá pöntun máltíða er það á ábyrgð farþega að tryggja að allar upplýsingar séu réttar og eigi við gildandi ferðaáætlun.
2.6. Þegar matur er borinn fram í flugi munu áhafnarmeðlimir biðja farþega um að sýna staðfestingu um greiðslu máltíða, annað hvort með því að sýna útprentaða kvittun eða staðfestingu í tölvupósti á snjallsíma. Sá sem gerir hóppöntun á máltíðum fyrir hóp sem ferðast saman ber ábyrgð á því að hafa með gögn sem kann að vera beðið um til sönnunar um kaup máltíða.
2.7. Í þeim tilfellum þegar farþegi breytir dagsetningum flugferða á þann brottfarar- eða áfangastað sem upphaflega átti að fljúga frá/til (voluntary change of date) eru fyrirframgreiddar máltíðir færðar á breytt flug án endurgjalds að því gefnu að breyting hafi átt sér stað 48 tímum fyrir upphaflega áætlaða brottför. Athugið að nauðsynlegt er að hafa samband við þjónustuver eða söluskrifstofu til að færa fyrirframgreidda máltíð á nýtt flug.
2.8. Í þeim tilfellum þegar farþegi breytir brottfarar- eða áfangastað sínum (voluntary change of route) er ekki mögulegt að færa fyrirframgreiddar máltíðir á nýtt flug og nauðsynlegt að ganga frá kaupum á nýrri máltíð.
2.9. Því miður getur Icelandair ekki tryggt að þær máltíðir sem í boði eru séu án ofnæmisvalda (þ.m.t. hnetur og vottur af hnetum), sé farþegi með fæðuóþol eða fæðuofnæmi.
2.10. Verð í öðrum gjaldmiðlum miðast við verð í íslenskum krónum. Verð geta því breyst vegna sveiflna í gengi. Af þeim sökum getur afsláttur sem veittur er af fyrirframgreiddum máltíðum breyst.
2.11. Ef matseðill hefur breyst frá því pöntun átti sér stað og máltíð sem farþegi pantaði er ekki lengur í boði mun sambærileg máltíð vera afhent.
2.12. Saga Club félagar safna ekki Vildarpunktum þegar keypt er fyrirframgreidd máltíð.
3.1. Fyrirframgreiddar máltíðir eru ekki endurgreiðanlegar. Þegar máltíð hefur verið bókuð er ekki unnt að fjarlægja hana úr bókuninni og greiðsla er því ekki endurgreidd. Ekki er heldur endurgreitt fyrir máltíðir sem farþegi hefur keypt en kýs að nýta sér ekki.
3.2. Þegar farþegar á Economy Flex afbóka flugið sitt fyrir brottför, fást greiðslur fyrir fyrirframgreiddar máltíðir endurgreiddar.
(I) Komi upp breytingar á ferðatilhögun af óviðráðanlegum orsökum og sem eru ekki gerðar af farþega getur Icelandair ekki tryggt að fyrirframgreiddar máltíðir sé hægt að afgreiða og því eru þær endurgreiddar.
(II) Hafir þú keypt forfallagjald af Icelandair þegar ferð var bókuð, vegna ferðar sem þú áætlar að fara með Icelandair, eru fyrirframgreiddar máltíðar innifaldar í forfallagjaldinu. Kynntu þér skilmála forfallagjalds á vefsíðu Icelandair.
(I) ef minna en 24 klukkutímar eru í áætlaða brottför með Icelandair
(II) sé flugferðin með öðru flugfélagi en Icelandair þó bókað hafi verið hjá Icelandair (þ.e. code-share eða interline flug).
(III) ef farþegi ferðast með leiguflugi sem flogið er af Icelandair (FI)
(IV) ef farþegi er á biðlista eða í bið
*Einstaklingar teljast sem 9 eða færri sem ferðast saman á sömu bókun
**Hópar eru skilgreindir sem 10 eða fleiri sem ferðast saman á sömu bókun.