Notendaskilmálar
Öll viðskipti um vefsíðu Icelandair eru háð notenda- og samningsskilmálum (hér eftir "skilmálar") sem hér koma fram.
Vefsíða í skilningi þessara skilmála skal teljast vera upplýsingar sem dreift er á heimsvísu með Hyper Text Transfer Protocol (HTTP staðli) um Transmission Control Protocol/Internet Protocol (TCP/IP) netið, sem jafnframt er nefnt Internetið.
EFTIRFARANDI SKILMÁLAR GILDA UM HEIMSÓKN ÞÍNA Á VEFSÍÐUNA OG ÖLL VIÐSKIPTI SEM ÞÚ KANNT AÐ GERA UM VEFSÍÐUNA, NÚ EÐA SÍÐAR.
Icelandair halda úti þessari vefsíðu og öðrum vefsíðum sem eru tengdar þessari vefsíðu og bera þess merki að vera eign Icelandair (hér eftir sameiginlega "vefsíða") og öllum upplýsingum, hugbúnaði, myndum, texta, tónlist, hljóðum, öllu öðru efni og þjónustu sem veitt er á þessari vefsíðu (hér eftir sameiginlega "efni") til afnota og aðgangs fyrir allan almenning, en einungis í þeim lögmæta tilgangi sem lýst er hér að neðan. Vakin er athygli á því að undir ofangreint fellur ekki sú þjónusta sem veitt er af Amadeus Global Distribution System S.A. (hér eftir "Amadeus") á vefsíðum Amadeus, eða annað sem þar kemur fram.