Ferðaskilmálar pakkaferða Icelandair VITA
Pakkaferðir Icelandair eru vinsæll kostur fyrir ferðalanga sem vilja þægilega og örugga ferð. Lestu þér nánar til um skilmála og skilyrði áður en lengra er haldið.
Pakkaferðir Icelandair eru vinsæll kostur fyrir ferðalanga sem vilja þægilega og örugga ferð. Lestu þér nánar til um skilmála og skilyrði áður en lengra er haldið.
Þau verðdæmi sem gefin eru upp á vef Icelandair eru byggð á skráðum fargjöldum. Athugið að uppgefið pakkaverð er “verð frá” miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni. Þegar lægsta fargjaldið er uppselt hækkar pakkinn sem nemur verðmismuni á milli fargjaldaflokka. Öll verðdæmi miðast við að þau séu bókuð gegnum vef Icelandair, icelandair.com/is/pakkaferdir.
Takmarkað sætaframboð.
Öll verðdæmi miðast við einstaklinga.
Fyrir hópa, 10 eða fleiri, þarf að leita sértilboða hjá hópadeild Icelandair.
Uppgefið verð getur breyst til samræmis við breytingar sem kunna að verða á eftirtöldum þáttum:
a) Flutningskostnaði, þar með talið eldsneytisverði.
b) Álögum, sköttum eða sérgreiðslum fyrir tiltekna þjónustu, t.d. lendingargjöld eða eldsneytisgjöld.
c) Gengisbreytingum.
d) Skilmálum og viðskiptareglum greiðslukorta.
Icelandair áskilja sér rétt til að leiðrétta villur sem kunna að leynast í bæklingum eða á vef Icelandair.
Þegar bókað er á söluskrifstofu Icelandair VITA leggst 3.600 kr. bókunargjald á hvern farþega sem er óendurkræft.
Staðfestingargjald Icelandair VITA í allar almennar ferðir er 40.000 kr. á mann og 80.000 kr. á mann í sérferðir, skemmtisiglingar og skíðaferðir.
Staðfestingargjald greiðist ávallt við bókun ferðar.
Fullnaðargreiðslu þarf að ganga frá minnst 6 vikum fyrir brottför í allar ferðir nema sérferðir, skemmtisiglingar og skíðaferðir sem þarf að fullgreiða minnst 8 vikum fyrir brottför. Ef greiðsluskilmálar samstarfsaðila ganga lengra en okkar þá gilda þeir. Ef ekki hefur verið gengið frá fullnaðargreiðslu fyrir tilsettan tíma áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að afbóka þá þjónustu sem bókuð er án nokkurrar endurgreiðslu á því sem greitt hefur verið inn á þjónustuna.
Boðið er upp á greiðsludreifingu með greiðslukortum.
Minnst er hægt að dreifa greiðslum á 3 mánuði og mest í 36 mánuði. Lántökukostnaður er mismunandi eftir fyrirtækjum.
Sum hótel áskilja sér rétt til til að innheimta ferðamannaskatt eða tryggingargjald við komu á hótel. Þetta er ekki hægt að greiða áður heldur þarf að greiða þessa upphæð aukalega beint til hótelsins við komu.
Icelandair VITA býður viðskiptavinum upp á að breyta ferðum sínum gegn greiðslu. Breytingar eru þó háðar framboði.
Breytingagjöld leggjast á eins og hér segir:
Breytingar á hótelbókun: 7.500 kr á mann.
Breytingar á flugi: 7.500 kr á mann ásamt fargjaldamuni ef einhver er.
Athugið að:
Breytingagjöld leggjast á í hvert skipti sem viðskiptavinur breytir bókun.
Ef reglur samstarfsaðila okkar ganga lengra en að ofan greinir, gildir sú regla er lengst gengur.
Ekki er hægt að breyta í lægra fargjald og fá mismun endurgreiddan. Ekki er unnt að breyta bókaðri ferð í tilboðsferð.
Ef viðskiptavinur afpantar ferð hjá Icelandair VITA er endurgreiðsla sem hér segir:
Afbókun þarf að berast skriflega.
Ferð afpöntuð 8 dögum eftir að bókun var staðfest, en þó 6 vikum fyrir brottför, fær viðskiptavinur endugreitt að fullu að undanskildu staðfestingargjaldi á mann.
Ferð afpöntuð 28-42 dögum fyrir brottför þá heldur IcelandairVITA eftir 50% af verði ferðar, þó aldrei lægra en staðfestingargjald á mann.
Ferð afpöntuð meira en 8-27 dögum fyrir brottför, heldur Icelandair VITA eftir 75% af verði ferðar, þó aldrei lægra en staðfestingargjald á mann.
Ferð afpöntuð minna en 7 dögum fyrir brottför, engin endurgreiðsla.
Ferð afpöntuð innan við 7 dögum frá pöntun en minna en 6 vikum fyrir brottför ræður regla um fjölda daga fram að brottför.
Athugið að:
Til að fá skemmtisiglingu endurgreidda þarf að afbóka með minnst 60 daga fyrirvara.
Sér afpöntunarskilmálar gilda fyrir hópa.
Endurgreitt er inná það kreditkort sem greitt var með nema um annað sé samið sérstaklega. Greiðsla með Vildarpunktum er bakfærð á Saga Club reikning.
Þátttakendur eiga þess kost að kaupa á sinn kostnað ferða-, slysa/sjúkra- og farangurstryggingu fyrir milligöngu ferðaaðila eða hjá tryggingafélögum. Einnig forfallatryggingu/gjald þar sem slík vernd er ekki innifalin í verði ferðar.
Ferðaskrifstofa áskilur sér jafnframt rétt til að takmarka skaðabætur í samræmi við takmarkanir sem kveðið er á um í landslögum eða alþjóðasamningum.
Vegna atburða og aðstæðna sem telja má ófyrirsjáanlega og þess eðlis að Icelandair getur á engan hátt haft áhrif á atburðarás, né afleiðingar tengdum þeim, ber Icelandair enga ábyrgð. Í slíkum tilvikum er Icelandair heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu, enda verði vanefnd á framkvæmd samningsins ekki rakin til vanrækslu Icelandair og verði farþegum tilkynnt tafarlaust þar um.
Geri Icelandair breytingar á ferð áður en hún hefst skal tilkynna það farþega svo fljótt sem unnt er. Sé um verulega breytingu að ræða ber farþega að tilkynna Icelandair eins fljótt og unnt er hvort hann óski eftir að rifta samningnum.
Ef breytingin er óveruleg mun Icelandair tryggja að farþegi fái tilkynningu. Dæmi um óverulega breytingu er breyting á flugtíma, innan 12 tíma marka, breyting á tegund flugvélar, breyting á gistimöguleika í sambærilega eða betri gistingu eða breyting á þjónustuaðilum.
Icelandair er heimilt að aflýsa ferð, ef í ljós kemur að þátttaka er ekki næg. Í sérferðum gildir að lágmarksþátttaka er 20 manns nema annað sé sérstaklega tilgreint í auglýsingum, sölubæklingum eða á vef Icelandair.
Það er alfarið á ábyrgð farþegans að afla sér upplýsinga um og tryggja sér þau ferðaskilríki og áritanir sem þarf að hafa meðferðis fyrir það land sem ferðast er til. Á vefsíðu utanríkisráðuneytisins er að finna upplýsingar um reglur fyrir Íslendinga.
Gætið vel að gildistíma vegabréfsins fyrir brottför. Ákveðin lönd krefjast þess að vegabréf sé gilt í allt að 6 mánuði frá þeim degi sem landið er yfirgefið. Alltaf skal ferðast með vegabréf, jafnvel þegar ferðast er innan Schengen svæðisins. Vegabréf er eina alþjóðlelga viðurkennda opinbera skilríkið til annarra landa.
Allir sem ferðast til Bandaríkjanna, Kanada eða Bretlands þurfa að veita upplýsingar um sig fyrir komuna til landsins. Í ferðum til Rússlands þarf vegabréfsáritun. Leitið ykkur nánari upplýsinga. Öll börn þurfa nú sitt eigið vegabréf.
Ástæða er til að hvetja farþega til að huga vel að tryggingamálum sínum áður en lagt er upp í langferð. Sé ferð greidd með greiðslukorti fylgir oftast með ókeypis ferðatrygging frá greiðslukortafyrirtækjunum. Athugið að þessar tryggingar eru mjög mismunandi eftir tegund greiðslukorts. Kynnið ykkur vel skilmála hjá ykkar greiðslukortafyrirtæki. Einnig er hægt er að sækja um sjúkratryggingakort hjá Sjúkratryggingum Íslands.
Upplýsingar um brottfarar- og komutíma Icelandair er að finna á vef okkar, á heimasíðu Keflavíkurflugvallar eða á textavarpi bls. 420-421. Brottfarartímar og flugtímar eru áætlaðir og háðir breytingum vegna veðurs og af tæknilegum orsökum.
Brottför frá Íslandi: Mæting í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli er í síðasta lagi 2,5 klst. fyrir áætlaðan brottfarartíma, hvort sem um er að ræða almenna innritun eða flýtiinnritun. Farþegar sem eingöngu eru með handfarangur, geta farið beint í vegabréfaskoðun og innritað sig síðan á þjónustuborði í brottfararsal í síðasta lagi 1 klst. fyrir áætlaðan brottfarartíma.
Í tengslum við allar flugferðir bjóðast rútuferðir til Keflavíkur frá BSÍ.
Upplýsingar um brottfarar- og komutíma Icelandair innanlands.
Brottfarartímar og flugtímar eru áætlaðir og háðir breytingum vegna veðurs og af tæknilegum orsökum.
Mæting í flug er 45 mínútum fyrir brottför.
Icelandair VITA getur ekki ábyrgst úthlutun á tilteknum sætum og/eða öðrum þjónustum sem óskað er eftir sérstaklega hjá Icelandair og/eða öðrum flugfélögum. Allra slíkar þjónustur, þar með talið endurgreiðsluréttur, breytinga- og afhendingaskilmálar, eru háðar viðeigandi skilmálum hvers flugfélags.
Allar pakkaferðir eru bókaðar á Economy Standard nema annað sér tekið fram og gildir því farangursheimildin sem fylgir því fargjaldi.
Hámarksfarangur fullorðinna og barna eldri en 2ja ára til og frá Íslandi er 23 kg á farþega á almennu farrými ásamt einni hámark 10 kg. tösku í handfarangri.
Hámarksfarangur fullorðinna og barna eldri en 2ja ára innanlands er 23 kg á farþega ásamt einni 6 kg. tösku í handfarangri.
Allar nánari upplýsingar um farangursheimild Icelandair, hvort sem um ræðir farangursheimild, takmarkanir á farangri eða týndan, seinan eða skemmdan farangur.
Við mælum með því að farþegar beri fjármuni, skartgripi, mikilvæg skjöl, lyf og ferðatölvur í handfarangri. Um sérstakan farangur eins og hjól, golfsett og skíði gilda ákveðnar reglur sem áríðandi er að kynna sér vel. Börn undir 2ja ára aldri fá ekki úthlutað sæti um borð í vélunum og skulu þau sitja hjá foreldrum eða umsjónarmanni.
Icelandair ber ekki ábyrgð á yfirbókunum hótela, vanefndum eða því sem úrskeiðis fer hjá gististöðum erlendis en aðstoða farþegar eftir föngum.
Samkvæmt starfsreglum gististaða hafa hótel leyfi til að yfirbóka gistirými til að mæta eðlilegum afföllum í pöntunum. Sú staða getur komið upp að gististaðir hafa ekki pláss fyrir alla þá viðskiptavini sem eiga staðfestar pantanir. Gististaðirnir eru þá skyldugir til að útvega viðskiptavinum, sem ekki fá inni, sambærilegt eða betra hótel. Icelandair ber ekki ábyrgð á yfirbókunum hótela.
Hótel í Florida áskilja sér rétt til til að innheimta við komu á hótel viðbótargjald (resort fee) frá usd 2 til usd 10 á dag. Þetta er ekki hægt að greiða áður heldur þarf að greiða þessa upphæð aukalega beint til hótelsins við komu.
Aðbúnaður/þjónusta: Icelandair ber ekki ábyrgð á ef aðbúnaður og þjónusta gististaðanna er tímabundið ekki fyrir hendi, t.d. sökum bilana, lokunar á veitingastöðum eða viðgerða, t.d. ef sundlaug er lokuð vegna hreinsunar eða vegna endurnýjunar. Þótt misjafnlega sé staðið að þrifum á gististöðum ná þau oft á tíðum ekki að standa undir kröfum Íslendinga. Komi upp óánægja með þrif á vistarverum skal tafarlaust hafa samband við stjórnendur viðkomandi gististaðar. Í stúdíóum og íbúðum miðast eldhúsbúnaður við hámarks fjölda gesta. Gestir bera ábyrgð á eldhúsbúnaði ásamt öðrum húsbúnaði meðan þeir dvelja í íbúðum. Afföll og skemmdir skal gera upp við gististaðinn fyrir brottför.
Herbergi/íbúðir: Í sérsamningum Icelandair er miðað við ákveðna gerð herbergja/íbúða á hóteli en ekki allar gerðir herbergja sem í boði eru á hótelinu. Ef viðskiptavinur er óánægður með herbergi/íbúð við komu á hótel, getur hann kannað í gestamóttöku hvort möguleiki sé á betra herbergi gegn aukagjaldi sem hann greiðir beint til hótelsins á staðnum.
Tveggja manna herbergi er ýmist með tveimur einstaklingsrúmum eða hjónarúmi. Sum hótel bjóða eingöngu aðra hvora gerð tvíbýlisherbergja. Ef viðskiptavinur óskar sérstaklega eftir annarri hvorri gerð þarf að taka það fram við bókun og mun reynt að uppfylla þá ósk.
Þriggja manna herbergi er í öllum tilfellum tveggja manna herbergi (ýmist með hjónarúmi og auka rúmi fyrir þriðja aðila. Aukarúmið getur verið einstaklingsrúm, svefnsófi eða færanlegt rúm (“roll away"). Þegar þriðja rúmið er komið inn, má gera ráð fyrir að fremur þröngt sé orðið í herberginu.
Á gististöðum í Bandaríkjunum eru þriggja og fjögurra manna herbergi með tveimur hjónarúmum. Sum hótel bjóða upp á aukarúm gegn gjaldi sem greiðist á staðnum.
Geymsla verðmæta: Við mælum eindregið með að viðskiptavinir geymi alls ekki peninga né önnur verðmæti á herbergjum heldur nýti sér þau öryggishólf sem hótelin bjóða upp á. Hvorki hótelin né Icelandair eru ábyrg ef verðmæti tapast.
Séróskir: Icelandair er umboðsaðili gististaða og hafa ekki yfirráð yfir gistirými. Yfirmenn gististaðanna sjá um niðurröðun gesta í herbergi/íbúðir og starfsfólk Icelandair getur ekki ábyrgst að séróskum farþega sé fullnægt umfram það sem getið er um í gistilýsingum og verðlista. Séróskum farþega verður þó að sjálfsögðu komið á framfæri við gististaði.
Innritun á gististað: Hin almenna starfsregla gististaða er að herbergi/ íbúð eru laus fyrir gesti á bilinu 12:00 - 17:00. Séu herbergi/íbúðir ekki tilbúin, þegar gestir koma á gististað, er hægt í flestum tilfellum að fá farangur geymdan hjá burðarmönnum ("porters desk") hótelsins. (Verður stundum að greiða þóknun fyrir). Ef viðskiptavinur ætlar að innrita sig á hótel eftir kl. 18:00, verður hann að láta vita við bókun eða hringja á hótelið, því að skv. almennum starfsreglum gististaða ber þeim ekki að halda herbergi/íbúð eftir kl. 18:00.
Yfirbókun hótela/íbúða: Samkvæmt starfsreglum gististaða hafa hótel og íbúðahótel leyfi til að yfirbóka gistirými til að mæta eðlilegum afföllum í pöntunum. Stundum kemur upp sú staða að gististaðir hafa ekki pláss fyrir alla þá viðskiptavini sem eiga staðfestar pantanir. Gististaðirnir eru þá skyldugir til að útvega viðskiptavinum, sem ekki fá inni, sambærilegt eða betra hótel.
Icelandair ber ekki ábyrgð á yfirbókunum hótela, en aðstoða farþega eftir föngum.
Afskráning á gististað: Almenna starfsreglan er sú að rýma þarf herbergi/íbúð milli kl.10:00 -12:00 á brottfarardegi. Ef óskað er eftir að halda herbergi/íbúð lengur er það stundum hægt gegn gjaldi sem greiðist á staðnum. Ef viðskiptavinur fer með kvöldflugi er hægt að fá farangur geymdan hjá burðarmönnum hótelsins ("porters desk") og verður stundum að greiða þóknun fyrir.
Bílaleigur: Icelandair er umboðsaðili fyrir bílaleigur, en ber ekki ábyrgð á vanefndum eða mistökum slíkra fyrirtækja sem ekki hafa orðið vegna mistaka hjá Icelandair. Fáið upplýsingar hjá sölumönnum um lágmarksaldur ökumanns og hvaða takmarkanir eru á akstri milli landa. Athugið að leigutaki verður að hafa meðferðis kreditkort, skráð á sitt nafn og gilt ökuskírteini. Ekki er hægt að staðfesta ákveðna bílategund heldur er staðfestur flokkur. Tegundir bíla sem eru til innan hvers flokks geta breyst með litlum fyrirvara. Icelandair bera ekki ábyrgð ef bíll í staðfestum bílaflokki er ekki til, það er á ábyrgð bílaleigu að leysa slíkt með því að láta leigutaka í té bíl í öðrum flokki án þess að hann beri aukakostnað.
Áríðandi er að kynna sér vel hvað er innifalið í fyrirframgreiddu gjaldi fyrir bíl og hvernig tryggingamálum er háttað. Í sumum tilfellum eru í boði viðbótartryggingar sem leigutaki semur um kaup á beint við bílaleiguna og greiðir á staðnum. Áríðandi er að leigutaki viti að víða er ekki hægt að kaupa af sér alla sjálfsábyrgð, hann ber ábyrgð upp að vissri upphæð ef óhapp verður. Nauðsynlegt er því að leigutaki skoði bílinn vel þegar hann tekur við honum og láti skrá t.d. ef einhverjar rispur sjást.
Við mælum eindregið með að einhver frá bílaleigunni sé fenginn til að skoða bílinn þegar honum er skilað. Góð regla er að skila bíl fullum af bensíni (geymið kvittun fyrir bensíninu) þar sem það er oft töluvert dýrara að kaupa það hjá bílaleigunum ef ekki hefur verið valið að kaupa fullan tank fyrirfram. Leigudagur miðast við 24 tíma, ef farið er 59 mín fram yfir umsaminn leigutíma greiðist aukadagur á fullu verði. Þarna hefst nýtt leigutímabil sem leigutaki semur um beint við bílaleiguna á viðkomandi leigustað. Aðgætið vel hvað þið skrifið undir á leigusamningnum.
Ef af einhverjum ástæðum koma upp vandamál í ferðinni skal tafarlaust hafa samband við fararstjóra þar sem þeir eru, eða við söluaðila á Íslandi. Þeir munu reyna að greiða úr hvers manns vanda og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa málið á staðnum.
Sjá nánar hjá Duty Free Iceland.
Icelandair virðir friðhelgi einkalífs og tekur verndun persónuupplýsinga þinna alvarlega.