Skilmálar um sætisval á Economy farrými Icelandair
Skilmálar um almennt sætisval og sæti með Meira fótarými á Economy farrými Icelandair.
Skilmálar um almennt sætisval og sæti með Meira fótarými á Economy farrými Icelandair.
1.1. Skilmálar sætisvals í flugi hjá Icelandair miðast við tegund fargjalds.
1.1.1. Miðar á Economy Flex innhalda gjaldfrjálst sætisval í fremsta hluta, miðhluta og aftari hluta Economy farrýmisins, eftir því sem sætaframboð við bókun leyfir.
1.1.2 Miðar á Economy Standard innihalda gjaldfrjálst sætisval í aftari hluta Economy farrýmisins, eftir því sem sætaframboð við bókun leyfir. Sæti í fremsta og mið hluta farþegarýmisins þarf að greiða fyrir.
1.1.3. Miðar á Economy Light innihalda ekki sætisval, en hægt er að velja sæti hvar sem er í Economy farrýminu gegn gjaldi.
1.2 Sæti með meira fótarými
1.2.1. Sæti með meira fótarými hafa til að bera aukarými fyrir fætur (86 cm eða meira) og eru staðsett við neyðarútganga og á völdum stöðum á Economy farrými.
1.2.2. Allir farþegar með miða á Economy farrými, þurfa að greiða fyrir val á sæti með meira fótarými.
1.2.3. Sæti með meira fótarými eru eingöngu í boði á flugleiðum Icelandair og háð framboði.
1.3. Framboð á sætum
1.3.1. Sætisval er í boði fyrir alla farþega á Economy fargjaldi, eftir því sem sætaframboð við bókun leyfir, þar til klukkustund fyrir brottför.
1.3.2. Sæti með meira fótarými er einnig hægt að kaupa um borð, eftir því sem framboð leyfir. Vildarpunktar eru eingöngu veittir þegar meira fótarými er keypt um borð, ekki þegar kaupin eru gerð fyrir flugið.
1.3.3. Sætisval er innifalið í flugi á vegum Icelandair, á tilteknum fargjöldum. Ef ferðaáætlunin inniheldur flug á vegum fleiri en eins flugfélags, gætu ólíkar reglur um sætisval átt við og aðrir skilmálar gætu átt við.
2.1. Sætisval stendur til boða öllum farþegum sem ferðast með Icelandair á Economy Flex, Economy Standard og Economy Light (gegn gjaldi á síðastnefnda fargjaldinu).
2.2. Sætisval er innifalið á Economy Standard og Economy Flex og er ávallt háð framboði. Sætisval í fremsta hluta, miðhluta og aftari hluta farþegarýmisins er ávallt háð framboði, óháð tegund fargjalds. Þess vegna getum við ekki ábyrgst sætisval sem er innifalið í fargjaldi eða greitt er fyrir.
2.3. Ef ekkert sæti er valið áður en farþegi innritar sig í flug, mun Icelandair velja sæti fyrir farþegann. Icelandair mun reyna að hafa alla farþega í tiltekinni bókun saman, eftir því sem sætaframboð leyfir.
2.4. Ekki er hægt að velja sæti nema að flugbókun hafi verið staðfest og miði gefinn út.
2.5. Greitt er fyrir sætisval á hverri flugferð fyrir sig.
2.6. Greiðsla fyrir sætisval þarf að eiga sér stað á sama tíma og það er valið.
2.7. Sætisval er gjaldfrjálst fyrir börn (2-11 ára) og ungbörn (yngri en 2 ára). Greiða þarf fyrir sæti með meira fótarými handa börnum og ungbörnum. Sum sæti með meira fótarými standa ekki til boða fyrir börn og ungbörn, vegna tiltekinna verkferla og öryggisreglugerða.
2.8. Icelandair áskilur sér rétt til þess að breyta gjaldi og/eða skilmálum allra kaupa á sætisvali hvenær sem er áður en kaup fara fram, án sérstakrar tilkynningar.
2.9. Sætisval sem greitt er fyrir er alltaf tengt við ákveðinn útgefinn miða og er ekki hægt að færa yfir á annan farþega.
3.1. Icelandair áskilur sér rétt til þess að breyta sætaskipan hvenær sem er vegna tiltekinna verkferla eða af öryggisástæðum. Þegar breyting verður á sætaskipan, reynir Icelandair að koma farþega fyrir í sams konar eða sambærilegu sæti og hann hafði valið.
3.2. Sætisvalinu sem er innifalið á Economy Flex og Economy Standard er hægt að breyta þar til klukkustund fyrir brottför, eftir því sem sætaframboð við bókun leyfir og án þess að greitt sé gjald fyrir.
3.3. Sætisvali sem greitt er fyrir, er hægt að breyta á Economy Standard og Economy Flex miðum, eftir því sem framboð við bókun leyfir. Þegar gerðar eru breytingar á miða eða dagsetningu er breytt, mun Icelandair reyna að koma farþega fyrir í sams konar eða sambærilegu sæti í nýja fluginu, eftir því sem sætaframboð leyfir. Ef þú þarft á aðstoð að halda, vinsamlegast hafðu samband við Icelandair.
4.1 Aðstæður þar sem greiðsla fyrir sætisval, fæst endurgreidd;
4.1.1. Í þeim tilfellum þar sem viðskiptavinur fær ekki sætisval sem greitt var fyrir vegna óvæntra breytinga, þegar flogið er með annarri vél en áætlað var, eða þegar breytingar eru gerðar á sætaskipan vegna tiltekinna verkferla eða af öryggisástæðum. Þetta á aðeins við ef ákvæði 4.2. 4. á ekki við.
4.1.2. Ef greitt er fyrir uppfærslu á Saga Premium, fást greiðslur fyrir sætaval endurgreiddar.
4.1.3. Þegar farþegar á Economy Flex afbóka flugið sitt fyrir brottför, fást greiðslur fyrir sætaval endurgreiddar.
4.1.4. Forfallagjald Icelandair, sem greitt hefur verið fyrir tiltekið flug, nær yfir greiðslu fyrir sætisval, í tilfelli afbókunar.
4.2. Aðstæður þar sem greiðsla fyrir sætisval, fæst ekki endurgreidd;
4.2.1. Þegar viðskiptavinur með farmiða á Economy Standard eða Economy Light afbóka flug eða sætisval að eigin frumkvæði.
4.2.2. Þegar farþegar eru færðir upp á fargjald með meiri þjónustu, án þess að hafa beðið um það.
4.2.3. Þegar farþegar uppfylla ekki skilyrði fyrir því að sitja í tiltekinni gerð sætis sem þeir hafa óskað eftir.
4.2.4. Greiðsla fyrir sætisval fæst ekki endurgreidd þegar farþegi er færður á annað sæti sem kostar það sama eða meira en sætið sem farþegi valdi.
5.1. Skilyrði sem farþegi verður að uppfylla til að mega sitja í sæti við neyðarútgang;
5.1.1. Farþegi verður að vera 12 ára eða eldri.
5.1.2. Farþegi verður að hafa líkamlega og andlega burði til að aðstoða í neyðartilvikum.
5.1.3. Farþegi verður að geta lesið og skilið munnleg fyrirmæli sem gefin eru á ensku.
5.2. Af öryggisástæðum, má farþegi ekki sitja í sæti við neyðarútgang ef;
5.2.1. Farþegi er þunguð kona.
5.2.2. Farþegi ferðast með ungbörn. Ungbörn geta ekki verið í sætisröðunum fyrir framan og aftan neyðarútgang.
5.2.3. Farþegi þarf á framlengingu fyrir sætisbelti að halda.
5.2.4. Farþegi ferðast með gæludýr í farþegarýminu.
5.3. Farþegi þarf að vera við góða heilsu við innritun, þegar gengið er um borð og á meðan á flugi stendur og má ekki vera undir áhrifum neins konar vímugjafa.
5.4. Icelandair áskilur sér rétt til þess að ákvarða, hvort farþegi uppfylli skilyrði fyrir því að fá að sitja í sæti við neyðarútgang. Ef Icelandair ákvarðar að farþegi uppfylli ekki þessi skilyrði, verður farþega úthlutað annað sæti, og gjaldið fyrir sætisvalið verður ekki endurgreitt.
5.4.1. Hægt er að gera undantekningu ef farþegi verður fyrir óvæntum atburði sem á sér stað eftir að sæti við neyðarútgang var valið, og farþegi uppfyllir því ekki lengur skilyrði fyrir því að sitja í sæti við neyðarútgang. Vinsamlegast hafið samband við Icelandair til að fá aðstoð við mál af þessu tagi fyrir brottför.
6.1. Dæmi um farþega sem geta fengið séraðstoð:
6.1.1. Farþegar sem ferðast með súrefnisþjöppur (Portable Oxygen Concentrator (POC)).
6.1.2. Farþegar sem eru blindir eða heyrnarskertir farþegar.
6.1.3. Farþegar sem eiga við geðraskanir að stríða eða eru með þroskaskerðingu.
6.1.4. Farþegar sem þurfa hjólastól eða eru með hreyfihamlanir.
6.1.5. Farþegar sem þurfa læknisvottorð til að geta ferðast með flugvél.
6.1.6. Farþegar með leiðsöguhunda eða hjáparhunda.
6.2 Icelandair býður upp á fylgdarþjónustu fyrir börn sem ferðast ein. Börnum sem ferðast ein verður úthlutað sæti endurgjaldslaust.
6.3. Vinsamlegast hafið beint samband við Icelandair ef þörf er á sérþjónustu í ferðalagi á vegum félagsins.