Skilmálar Hópadeildar Icelandair innanlands
Til að teljast hópur verða 10 farþegar eða fleiri að ferðast saman.
Uppgefið verð miðast við að laust sé á því fargjaldi þegar bókað er en er þó háð breytingu á:
- Erlendum gjaldmiðli vegna landþjónustu, framhaldsflugs eða annarrar þjónustu sem keypt er og skal gengi dagsins þegar greitt er gilda.
- Fargjöldum,flugvallarsköttum, þjónustugjöldum og öðrum gjöldum.
Skila þarf endanlegum nafnalista með kennitölum ásamt lokagreiðslu eigi síðar en 6 vikum fyrir brottför. Sé bókun gerð innan þess tíma skal fullnaðargreiðsla fara fram við bókun.
Öll hópafargjöld eru bundin við að hópurinn ferðist saman á útleið. Heimilt er þó að breyta heimleið áður en farseðill er útgefinn, gegn kr. 3.000 breytingargjaldi og mögulegum fargjaldamun. Heimilt er að gera breytingar eftir útgáfu farseðils gegn kr. 5.000 gjaldi og mögulegum fargjaldamun. Ekki er leyfilegt að breyta hópabókun í nýjan áfangastað eftir útgáfu farseðla. Ef erlend flugfélög eru með í bókun er ekki alltaf hægt að gera breytingar á ferðatilhögun hópsins.
Engar endurgreiðslur eru leyfðar nema greitt hafi verið forfallagjald og skilmálum þess fullnægt.
Staðfestingargjald kr. 5.000 á mann skal greiða við bókun.
Staðfestingargjald er óendurkræft.
Félagar í Vildarklúbbi Icelandair fá Vildarpunkta fyrir flug sín í hópferð.
Mæting er 45 mínútum fyrir brottför og verða farþegar að hafa með sér skilríki.
Leyfilegur innritaður farangur er ein 23 kg. taska og 6 kg. í handfarangur.
Skilmálar þessir eru viðbót við flutningsskilmála Icelandair og eiga við í viðskiptum hópadeildar Icelandair og viðskiptavina þeirra, þar sem aðeins er keypt flug nema um annað sé samið sérstaklega og skal vera um það skriflegt samkomulag.
Icelandair áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum án fyrirvara.
Farskráning telst staðfest við móttöku lokagreiðslu og útgáfu farseðla.