Flugverndargjald farþega (e. Air Travellers Security Charge): Kanadíska þingið lögfesti flugverndargjaldið til þess að fjármagna aukin umsvif öryggisgæslu í flugsamgöngum í Kanada í kjölfarið á atburðunum sem áttu sér stað 11. september 2001. Í millilandaflugi er flugverndargjaldið $25.91 CAD / USD á öllum flugvöllum í Kanada.
Viðhaldsgjald flugvallar (e. Air Improvement Fees): Margir flugvellir í Kanada og víða annarsstaðar um heiminn innheimta gjöld vegna viðhalds flugvalla. Í sumum tilfellum innheimta flugvellirnir þessi gjöld við brottför á flugvellinum; í öðrum tilfellum eru gjöldin innheimt þegar miðinn er gefinn út og koma fram í yfirliti á flugfargjaldi.
Skattlagning og opinber gjöld erlendis: Ríkisstjórnir erlendra ríkja innheimta af flugfélögum ýmis konar skatta og gjöld. Slík gjöld eru yfirleitt innheimt á hvern farþega fyrir sig og ólíkar ástæður liggja að baki álagningunum. Gjöldin snúa þó fyrst og fremst að öryggismálum, tollgæslu og innflytjendaeftirliti, innviðum í flutningsstarfsemi og viðhaldi flugvalla, umsjón flugumferðarkerfisins, umhverfismálum og aðlögunargjöld ríkisstofnana.