Pingdom Check


Skilmálar: Valkvæðar breytingar á flugi í skiptum fyrir ferðainneignarnótu

1. Almennt

a. Með þjónustunni þar sem ferðainneignarnóta býðst í skiptum fyrir valkvæðar breytingar á flugi gefst farþegum Icelandair kostur á að fá send tilboð um breytingar á flugbókunum í tölvupósti. Þetta ferli gerir farþegum Icelandair kleift að breyta staðfestum flugbókunum sínum í skiptum fyrir ferðainneignarnótu sem hægt er að nota síðar til að greiða fyrir vörur og þjónustu Icelandair í samræmi við skilmála Icelandair um ferðainneignarnótur.

b. Þrátt fyrir það sem kann að koma fram annars staðar skal skaðabótaábyrgð Icelandair aldrei vera hærri en sem nemur heildarvirði ferðainneignarnótu/-nótna.

c. Valkvæðar breytingar á flugi í skiptum fyrir ferðainneignarnótu eru með fyrirvara um atvik sem teljast óviðráðanleg (force majeure).

2. Skilyrði fyrir tilboði og birting tilboðs

2.1 Skilyrði fyrir tilboði

a. Icelandair ákvarðar hvaða flugbókanir uppfylla skilyrði fyrir tilboði um ferðainneignarnótu.

b. Icelandair áskilur sér rétt til að greina ekki frá skilyrðunum fyrir gjaldgengi hverju sinni.

c. Icelandair áskilur sér rétt til að greina ekki frá því samkvæmt hvaða skilyrðum tiltekin bókun telst gjaldgeng eða ekki gjaldgeng fyrir tilboðið um ferðainneignarnótu.

d. Ekki er hægt að fara fram á að bókun sé metin gjaldgeng.

e. Icelandair áskilur sér rétt til að bæta við, fjarlægja eða breyta valviðmiðunum hvenær sem er.

f. Icelandair áskilur sér rétt til að afturkalla eða breyta gjaldgengi flugbókunar áður en tilboðið er samþykkt.

2.2 Birting tilboða

a. Tilboðið um að breyta flugbókuninni mun vera sent á netfangið sem er tengt við bókunina. Ef ekkert slíkt netfang er til staðar mun netfangið sem er tengt fyrsta farþega notað. Ef ekkert slíkt netfang er til staðar mun tilboðstölvupósturinn vera sendur á fyrsta tiltæka netfangið sem tengist farþega í flugbókuninni.

b. Icelandair áskilur sér rétt til að breyta ferlinu sem lýst er í grein 2.2 a) hvenær sem er.

c. Icelandair kann að nota aðrar aðferðir til að hafa samband við farþegann teljist það nauðsynlegt til að veita þjónustuna.

d. Móttakandi tölvupóstsins getur hvenær sem er afþakkað tlkynningar um valkvæðar breytingar á flugbókunum í skiptum fyrir ferðainneignarnótu með því að smella á tengilinn í tilboðstölvupóstinum.

3. Samþykkt á tilboði

a. Í tilboðstölvupóstinum er greint frá þeim breytingum á flugbókuninni sem standa til boða og fjárhæð hverrar ferðainneignarnótu sem farþeginn fengi í skiptum fyrir breytta flugbókun.

b. Ef notandinn samþykkir býðst honum flugferð eða hann getur valið á milli flugferða. Notandinn velur einn af þessum valkostum og breytir þá upprunalegri flugáætlun sinni í samræmi við það.

  • I. Icelandair áskilur sér rétt til að breyta flugferð eða úrvali flugferða hvenær sem er áður en tilboðið er samþykkt.
  • II. Icelandair áskilur sér rétt til að breyta fjárhæð eða skilmálum ferðainneignarnótu hvenær sem er áður en tilboðið er samþykkt.

c. Notandinn þarf að smella á tengilinn í tölvupóstinum til að samþykkja tilboðið. Ekki er hægt að samþykkja tilboðið með öðrum hætti, svo sem með því að hafa samband við þjónustumiðstöðina.

  • I. Icelandair getur ekki ábyrgst að tilboðið standi til boða þegar tölvupósturinn er opnaður og reynt er að samþykkja tilboðið.

d. Með því að samþykkja tilboðið innan tímamarkanna sem tilgreind eru í tilboðstölvupóstinum og senda inn beiðni um að breyta flugbókuninni samþykkir notandinn jafnframt að Icelandair grípi tafarlaust til aðgerða til að breyta flugbókuninni til samræmis við tilboðið.

e. Með því að samþykkja tilboðið gerir notandinn sér ljóst að breytingin á flugbókun gildir um alla farþega í flugbókun ef bókun er fyrir fleiri en einn farþega. Í slíkum tilvikum er gert ráð fyrir að notandinn hafi rætt við alla farþega í flugbókuninni um fyrirhugaðar breytingar og fengið samþykki þeirra til að samþykkja tilboðið fyrir þeirra hönd. Í slíkum tilvikum er litið svo á að samþykkið sé bindandi fyrir alla í bókun. Icelandair ber ekki ábyrgð á því ef notandi samþykkir flugbókun fyrir hönd föruneytis án þess að hafa fengið samþykki föruneytisins fyrir því. Við slíkar aðstæður hefur Icelandair rétt til að aflýsa ekki eða breyta ekki samþykktu tilboði.

f. Skilmálar og upplýsingar um ferðainneignarnótuna verða aðgengileg notandanum í bæði tilboðstölvupóstinum og á síðunni til að velja flugferð.

g. Icelandair lítur svo á að við samþykkt á tilboðinu hafi notandinn kynnt sér og samþykkt skilmála ferðainneignarnótunnar. Í tilvikum þar sem fleiri en einn farþegi eru skráðir í flugbókunina lítur Icelandair svo á að notandinn sem samþykkir tilboðið, greini öðrum aðilum sem tilgreindir eru í bókun frá skilmálunum. Icelandair lítur svo á að allir farþegar í bókun séu bundnir af viðbótarskilmálum ferðainneignarnótunnar.

h. Icelandair lítur svo á að netfangið í flugbókuninni sé rétt. Icelandair ber ekki ábyrgð á aðstæðum eða tjóni sem er til komið vegna rangs netfangs í flugbókuninni. Slíkar aðstæður geta til dæmis verið að fá ekki ferðainneignarnótuna, óvænt breyting á flugbókun vegna misnotkunar eða fjárhagstap vegna misnotkunar.

i. Með því að samþykkja breytingar á flugbókun afsalar föruneytið sér öllum kröfurétti vegna upphaflegu flugferðarinnar í flugbókuninni.

4. Breyting á flugbókun

a. Breytingin á flugbókun tekur gildi fyrir alla farþega í flugbókuninni.

b. Ekkert breytingargjald eða verðmunur á fargjaldi er innheimtur vegna breytingar á flugbókun. Hvorki Icelandair né föruneytið hefur rétt á að krefjast greiðslu nokkurs mismunar, hvort sem er inneignar eða skuldar, af hálfu gagnaðilans.

c. Icelandair ber ekki ábyrgð á neinum viðbótarkostnaði föruneytisins eftir að föruneytið hefur samþykkt breytingu á flugi. Slíkur kostnaður gæti meðal annars verið hótel- eða bílaleigukostnaður.

d. Breyting á flugbókun skv. þessum skilmálum gildir aðeins um þann/þá áfanga flugsins sem getið er í tilboðstölvupóstinum. Aðrir áfangar flugsins verða óbreyttir.

e. Viðbótarþjónusta í tengslum við flug sem er breytt, meðal annars umframfarangur eða máltíðir en ekki gjaldfrjálsar eða gjaldskyldar sætisbeiðnir, bætist við nýtt flug að lokinni valkvæðri breytingu á flugbókun. Viðkomandi skilmálar gilda um alla viðbótarþjónustu.

f. Upprunalegir skilmálar fargjaldsins gilda um breytta flugleið.

g. Nýja flugbókunin er háð almennum flutningsskilmálum Icelandair.

5. Staðfesting

a. Farþegar í bókun fá ferðainneignarnótu(r) á sama netfang og var notað til að samþykkja breytinguna á flugbókun þegar gengið hefur verið frá breytingunum á flugbókun.

b. Icelandair sendir staðfestingu á nýju flugáætluninni á öll tiltæk netföng í flugbókuninni.

6. Ferðainneignarnóta

a. Um ferðainneignarnótuna sem getið er í þessum skilmálum gilda skilmálar Icelandair um ferðainneignarnótur.

b. Ein Ferðainneignarnóta er gefin út fyrir hvern farþega sem á sæti í flugbókuninni. Allar ferðainneignarnótur eru sendar á netfang samþykktaraðila.