Viltu hafa það huggulegt á ferðalaginu? Náðu þér í sæti með Meira fótarými og teygðu úr þér þegar þér sýnist svo.
Icelandair býður nú farþegum sínum þann kost að geta látið fara virkilega vel um í sig í rúmgóðum sætum með Meira fótarými.
Bilið á milli sæta í vélum Icelandair er meira en tíðkast hjá öðrum flugfélögum (að lágmarki 79 cm og allt að 81 cm) en með Meira fótarými gefst þér kostur að teygja enn betur úr fótunum.
Stundum eru það litlu hlutirnir sem skipta sköpum. Ef þægindi og rými er það sem þú ert helst á höttunum eftir, þá getur þú valið sæti með að lágmarki 86 cm sætabili, eða yfir 102 cm, í einhverjum tilvikum.
Vinsamlegast athugið að sæti með Meira fótarými eru ekki í boði í þeim flugvélum okkar sem notaðar eru í innanlandsflugi og flugi til Grænlands.
Þrjár tegundir sæta með Meira fótarými eru í boði, fremst í farrýminu og við neyðarútganga.
Athugið að ákveðnar reglur gilda um farþega sem sitja í sætaröðum við neyðarútgang: þeir þurfa að hafa náð 12 ára aldri og hafa vilja, líkamlega og andlega burði til að aðstoða áhöfnin í neyð.
Farþegum sem ferðast með ungbarn eða þurfa á hjálpartæki að halda (s.s. súrefnisþjöppu eða CPAP tæki) er ekki heimilt að sitja í sætaröð við neyðarútgang, eða í sætaröðum fyrir framan eða aftan neyðarútgang.
Verð sæta með Meira fótarými miðast við staðsetningu sætisins og þá flugleið sem flogin er. Greitt er fyrir hvern fluglegg.
Áttu eftir að bóka flugið? Verð fyrir sæti með Meira fótarými má finna í bókunarferlinu.
Áttu bókun hjá okkur? Þú finnur verð fyrir sæti með meira fótarými með því að skrá þig inn á síðuna Bókunin mín.
Sæti með Meira fótarými fást ekki endurgreidd og eru óbreytanleg.
Við eftirfarandi aðstæður er endurgreiðsla þó í boði:
Farþegar sem keypt hafa sæti við neyðarútgang en uppfylla ekki skilyrði þess að sitja þar verða færðir án möguleika á endurgreiðslu.
Vinsamlega athugið að kaup á sæti með auknu fótarými tryggir ekki eða gefur skilyrðislausan rétt á ákveðnu sæti (til dæmis 7A eða 7B) né heldur tryggja kaupin sæti við glugga, í miðju eða við gang, þó við gerum okkar besta til að koma til móts við óskir í þá átt. Kaupin fela aðeins í sér sæti með meira fótarými í ákveðnum verðflokki.
Ekki er hægt að færa sæti með Meira fótarými á milli farþega. Hafi farþegi keypt sæti fyrirfram en hættir við ferðina, tapast sætið án möguleika á endurgreiðslu.
Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum fyrir Meira fótarými.