Pingdom Check

Matur um borð

Við bjóðum upp á úrval máltíða og ýmislegt gott til að borða í fluginu, meðal annars vegan og grænmetisrétti. Athugaðu að úrval máltíða sem hægt er panta fyrirfram er breytilegt eftir lengd flugsins, og þær má panta allt að 24 klukkutímum fyrir brottför flugs.

Besta verðið á máltíðum fæst þegar þú pantar fyrirfram. Aukagjald leggst við ef máltíðum er bætt við í gegnum þjónustuverið okkar.

Nánari upplýsingar um máltíðir um borð:
Economy | Saga Premium | Hressing fyrir börn | Grænland og Færeyjar | Innanlandsflug

Economy matseðillinn okkar

Skoðaðu úrvalið okkar um borð með því að flakka á milli flipana. Þú finnur nánari upplýsingar um innihald og ofnæmisvalda þegar þú smellir á Lesa nánar á hverju spjaldi.

Vinsamlega athugið: Gosdrykkir og ávastasafar eru ókeypis í flugi milli Íslands og Norður-Ameríku (á ekki við smoothie og orkudrykk).

Um máltíðir um borð

Þú finnur nánari upplýsingar um máltíðir hér fyrir neðan.

Athugaðu að ekki er hægt að greiða með reiðufé um borð. Við tökum vel á móti debet- og kreditkortum og Saga Club félagar geta keypt mat og drykk um borð með Vildarpunktum.

Því miður er hvorki hægt að panta máltíðir fyrirfram með Vildarpunktum né safna punktum þegar máltíð er pöntuð fyrirfram.