Pingdom Check

Matur um borð

Við bjóðum upp á úrval máltíða og ýmislegt gott til að borða í fluginu. Einnig eru vegan og grænmetisréttir í boði. Þegar þú smellir á Lesa nánar um hverja máltíð, færðu upplýsingar um ofnæmisvalda og innihald.

Athugið að ekki er hægt að greiða með reiðufé um borð. Við tökum vel á móti debet- og kreditkortum og einnig má nota Vildarpunkta.

Forpanta máltíð

Economy matseðillinn okkar

Hér sérðu úrvalið af máltíðum sem eru í boði um borð hjá okkur. Þú getur bætt við máltíð þegar þú bókar flugið eða inn á Bókunin mín í síðasta lagi 24 klukkustundum fyrir flugið. Athugaðu að úrvalið af máltíðum sem hægt er að panta fyrirfram er breytilegt eftir lengd flugsins.

Farþegar geta keypt mat og drykk um borð með Vildarpunktum. Því miður er ekki hægt að panta mat fyrirfram með Vildarpunktum. Athugið að Saga Club félagar safna ekki Vildarpunktum þegar veitingar eru pantaðar fyrirfram.