Pingdom Check


Stopover tímaritið

Icelandair er hætt að gefa út sérstakt tímarit fyrir flugið, en hægt er að skoða fyrri útgáfur á netinu.

Við hættum útgáfu Stopover tímaritsins vorið 2020, vegna afleiðinga COVID-19 faraldursins fyrir flug.

Við erum hætt að bjóða upp á prentað tímarit um borð, til að takmarka eldsneytisnotkun, en við erum að leggja drög að nettímariti sem mun innihalda greinar af svipuðum meiði, bæði um Ísland og áfangastaði Icelandair í Evrópu og Norður-Ameríku.

Sem stendur er bloggið okkar vettvangurinn fyrir þetta efni.

Þeim sem vilja auglýsa í efni Icelandair, er bent á að hafa samband gegnum netfangið [email protected] eða í síma 699-3799.

Skoðaðu eldra efni í Stopover tímaritinu

Við höfum gert Stopover tímaritið aðgengilegt á netinu. Í tímaritinu finnur þú ferðasögur frá Íslandi og áfangastöðum Icelandair sem og fréttir af fyrirtækinu.

Á sama vefsvæði finnur þú líka eldra efni úr My North, tímariti sem Air Iceland Connect hélt úti.

Í My North má finna greinar um áfangastaði á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Starfsemi Icelandair og Air Iceland Connect var samþætt í mars árið 2021.