Pingdom Check
12/13/2023 | 3:00 PM

Icelandair appið er með þér allt ferðalagið

Icelandair appið er fyrir viðskiptavini okkar og auðveldar þeim að fóta sig á ferðalaginu. Farþegar geta meðal annars bókað flug í appinu á einfaldan máta, innritað sig í flugið, bætt við máltíð eða tösku, valið staðsetningu sætis, og haldið utan um Saga Club reikninginn sinn. Appið er framhald af þeirri þjónustu sem er í boði á vef okkar en líka þægileg viðbót við ferðalagið, þar sem þú ert með allar upplýsingar um flugið þitt alltaf við höndina.

Hafðu brottfararspjaldið í símanum

Appið er hannað og unnið með þægindi farþega og gagnsemi í huga. Það gefur farþegum upplýsingar um flugið á þeim tíma sem þeirra er þörf, eins og tilkynningar um hvenær innritun í flug hefst, hvenær búið er að opna út í vél og ef breytingar hafa orðið á flugáætlun. Farþegar geta líka sett brottfararspjaldið í veski símans og verið með upplýsingar um ferðina ávallt til staðar, án þess að þurfa að prenta neitt út.

Við þróun appsins er tekið mið af því sem notendur leita eftir, þannig að appið geti leyst úr þeim vandamálum sem þeir glíma raunverulega við á ferðum sínum. Markmiðið er að appið sé góður ferðafélagi sem fylgir farþegum í gegnum allt ferðalagið.

onboard_sagablue.png

Fullkomið tvíeyki: Icelandair appið og Saga Club

Félagar í Saga Club ættu sérstaklega að fagna nýrri útgáfu, þar sem auðveldara er að hafa umsjón með punktum og fríðindum sem félagar hafa safnað. Notendur geta líka glaðst yfir því að nú er hægt að skrá sig inn með Rafrænum skilríkjum, skrá Vildarpunkta fyrir liðin flug og fylgjast betur með punktastöðu.

Með appinu er auðvelt að sjá þau fríðindi sem fylgja Saga Club aðildinni. Hægt er nota Saga Club kortið til að greiða fyrir vörur um borð með Vildarpunktum, bæði í appinu sjálfu eða með því að geyma Saga Club kortið í veski símans.

Topp-App-page-test_3.jpg

Ný útgáfa

Appið tekur sífelldum breytingum þar sem við leitumst eftir því að bæta upplifun viðskiptavina og gera appið gagnlegra. Hluti að yfirhalningunni telur meðal annars:

  • Öll umgjörð appsins hefur verið tekin í gegn og nýjum heimaskjá bætt við til að einfalda aðgengi að helstu aðgerðum og upplýsingum.
  • Það er auðvelt að panta mat fyrir fram og betra yfirlit er yfir þær fyrirframgreiddu máltíðir sem eru í boði í fluginu.
  • Hægt er að bæta Saga Club númerinu við bókunina á auðveldan og fljótlegan hátt.
  • Notendur appsins geta nýtt sér kort af Keflavíkurflugvelli og fundið auðveldlega þá þjónustu sem þeir leita að þegar komið er út á völl, brottfararhlið og annað.
  • Hægt er að hafa samband við Sögu, stafrænan þjónustufulltrúa Icelandair, og fengið aðstoð gegnum appið þegar á þarf að halda.
  • Saga Club félagar geta skráð sig inn í appið með margvíslegum hætti og bætt Saga Club kortinu sínu í veski farsímans.
  • Farþegar sem eiga bókað flug fyrir fleiri en einn geta áframsent brottfararspjöldin beint til viðkomandi með appinu sjálfu.

Góður ferðafélagi

Appið er bæði á íslensku og ensku, en í framtíðinni er stefnt að því að bjóða upp á sömu tungumál og eru á vef Icelandair. Einnig er hægt að senda ábendingar og athugasemdir beint í gegnum appið, en appið er í stöðugri þróun þar sem reynt er að koma til móts við notendur og farþega okkar eftir bestu getu.

Viðskiptavinir Icelandair geta sótt appið á Apple App Store eða Google Play Store fyrir næsta ferðalag: