Pingdom Check
09/26/2024 | 10:42 AM

Samstarf Icelandair við Bríet og Birnir

Bríet og Birnir hafa tekið höndum saman í nýju verkefni sem ber titilinn 1000 orð. Þar fara þau út fyrir þægindarammann og kanna nýjan hljóðheim, ólíkan þeim sem þau eru þekkt fyrir. Platan fjallar um ást, togstreytu, rómantík, vonbrigði og uppgjör. Hún er hvorki popp né hip hop en hljómar þeirra Bríetar og Birnis samtvinnast þó þannig að það mætti halda að þau hafi aldrei gert annað. Platan fer yfir allar þær tilfinningar sem vakna við lok sambands - ást, togstreytu, rómantík, vonbrigði og uppgjör.

1000 orð

Plötunni fylgir stuttmynd sem var framleidd í samstarfi við Icelandair og tekin upp í einni af vélum Icelandair Cargo. Myndin ber sama titil og platan, 1000 orð.

Bríet og Birnir fara með aðalhlutverkin í myndinni sem gerist úti í geim. Við fylgjumst með aðgerð þar sem par er að reyna að eyða minningum af sambandinu sínu og hvoru öðru yfirleitt. Hún er einskonar ferðalag um mynd- og hljóðheim plötunnar 1000 orð. Í lokin sitjum við eftir með spurninguna um hvort aðgerðin hafi tekist. Myndina er að finna hér að neðan.

Lögðu hjarta sitt í verkið

Erlendur Sveinsson leikstjóri stuttmyndarinnar segir það hafa verið alger unun að vinna þetta verkefni og segist stoltur af afrakstrinum. Bríet og Birnir séu listamenn sem hann líti mikið upp til.

„Þetta var samvinnuverkefni margra listamanna og allir lögðu sitt hjarta í verkefnið. Ég nýt þess mikið að vinna með tónlistarfólki við skapa myndheim í kringum tónlistina þeirra. Tónlistin stækkar alltaf þegar þú hefur sterkan myndheim tengdan henni og þetta form er svo ótrúlega frjálst. Icelandair hefur ávallt verið dyggur stuðningsaðilli íslensks tónlistarfólks og kvikmyndagerðarmanna. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir traustið og stuðninginn.“

Bakvið tjöldin

Flugvél frá Icelandair Cargo hlaut nýtt hlutverk í myndinni. Hún var tæmd og færð í búning geimskutlu sem hýsir Bríet og Birni í ferðalaginu um tilfinningar sínar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vél okkar er tæmd en vanalega gerist það áður en þær eru settar sérstaklega upp til að ferja dýr landanna á milli í samstarfi við aðila sérhæfða í flutning dýra. Í myndbandinu hér að neðan færðu tækifæri til að gægjast á bakvið tjöldin og fylgjast með framleiðsluferlinu frá upphafi til enda.