Pingdom Check


06/09/2016 | 12:00 AM

Ísland tryggir sig á EM2016 í Frakklandi

Ísland kemst á EM í Frakklandi 2016

Í fyrsta sinn í knattspyrnusögunni hefur íslenskt karlalandslið tryggt sig á Evrópumeistaramótið - sem að þessu sinni mun fara fram í Frakklandi sumarið 2016. 

Icelandair er einn af aðalstyrktaraðilum íslenska landsliðsins í knattspyrnu og hefur verið það síðan 1946. Það ár var flogið með karlalandsliðið til Skotlands þar sem þeir tóku þátt í leikjaröð sem jafnan er talin til fyrstu eiginlegu landsleikja liðsins á erlendri grund. Það er okkur mikill heiður að hafa verið íslenska landsliðinu samferða á þessari för þess inn í sögubækurnar. Áfram Ísland!