Pingdom Check


05/11/2023 | 11:00 AM

Eyrarrósin 2023

Í byrjun maímánaðar lögðum við leið okkar norður á Hvammstanga til að vera viðstödd afhendingu Eyrarrósarinnar.

Þessi viðurkenning er veitt fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Eyrarrósin var fyrst veitt árið 2005, en hugmyndin skaut upp kollinum eftir að Reykjavík var valin menningarborg Evrópu árið 2000. Markmiðið er að hvetja til fjölbreytni og nýsköpunar á sviði lista og menningar.

Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair standa saman að viðburðinum og Eliza Reid forsetafrú er verndari verðlaunanna. Við erum stoltur stuðningaðili Eyrarrósarinnar og fögnum því að skapandi starfi um land allt sé gert hátt undir höfði.

Eyrarrósin er veitt annað hvert ár og sigurvegurunum gefst kostur á að taka þátt í Listahátíð Reykjavíkur, sem er næst á dagskrá árið 2024.

Árið 2023 bar Alþýðuhúsið á Siglufirði, undir forystu listakonunnar Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, sigur úr býtum. Aðalheiður festi kaup á húsinu árið 2011 með það að markmiði að skapa þar vinnurými, heimili og listasmiðju. Síðasta áratuginn hefur Alþýðuhúsið hýst um 200 viðburði. Markmið starfseminnar er að skapa rými fyrir listina í hversdagslífinu fyrir unga sem aldna.

Mynd: Eigandi Alþýðuhússins, listakonan Aðalheiður S Eysteinsdóttir (til vinstri), með dóttur sinni Brák Jónsdóttur (fyrir miðju), og verndara Eyrarrósarinnar, Elizu Reid (til hægri). Ljósmyndari: Hjalti Árnason.

Hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar falla í skaut verkefna sem hafa verið starfrækt í 3 ár eða skemur. Þrjú verkefni fengu verðlaunin árið 2023:

Nánar má fræðast um sigurvegara fyrri ára á vef Listahátíðar í Reykjavík.