06/07/2016 | 12:00 AM
Icelandair flýgur með landsliðið til Frakklands
Icelandair er samstarfsaðili KSÍ til og flýgur í dag beint frá Keflavíkurflugvelli til Chambery flugvallar í Frakklandi með landsliðsmennina og aðra starfsmenn og stjórnendur í sérstöku leiguflugi vegna Evrópukeppninnar. Chambery flugvöllurinn er í rúmlega hálftíma akstursfjarlægð frá bænum Annecy, þar sem KSÍ mun hafa aðalstöðvar meðan á mótinu í Frakklandi stendur.
Við brottförina í morgun árituðu landsliðsmennirnir flugvélina og á myndinni er Gylfi Sigurðsson að setja nafn sitt á Boeing 757 vélina.
Á myndinni er landsliðið að kveðja um leið og gengið er um borð í vél Icelandair, Grábrók, sem er sérmerkt vegna EM.