Pingdom Check


06/25/2019 | 4:36 PM

Við kynnum niðurbrjótanleg hnífapör um borð

Í leit sinni að umhverfisvænum vörum um borð hefur Icelandair hafið samstarf við Kaelis við þróun hins fullkomna hnífaparasetts fyrir máltíðir um borð. Bæði nýja hnífaparasettið og umbúðir þess eru niðurbrjótanleg.

Við erum eitt af fyrstu flugfélögum til að innleiða umhverfisvæn hnífapör áður en bann ESB við einnota plastvörum tekur gildi árið 2021. Nýja hnífaparasettið mætir um borð í flugvélar Icelandair á næstu mánuðum.

Nýju hnífapörin eru endingargóð og henta vel bæði fyrir heitan og kaldan mat. Stærsti kosturinn er að þau brotna niður og safnast því ekki fyrir á urðunarstöðum eða í náttúrunni. Hnífapörin, tannstönglarnir og umbúðirnar eru úr maíssterkju.

Í samanburði við hefðbundnar plastvörur yfir líftíma þeirra er losun gróðurhúsalofttegunda frá vörum úr maíssterkju mun minni. Koltvísýringur eykst ekki þegar slíkar vörur brotna niður þar sem plönturnar, sem notaðar eru í framleiðslunni, taka til sín sama magn af koltvísýringi þegar þær vaxa. Að auki myndast ekki eiturgufur þegar vörur úr maíssterkju eru brenndar.

Þessi nýjung er í takt við umhverfisstefnu sem er í framkvæmd hjá Icelandair um borð í flugvélum, í rekstri fyrirtækisins og á starfsstöðvum þess.

Niðurbrjótanleg hnífapör um borð í vél Icelandair - gaffall, skeið, hnífur og tannstöngull, við gráan bakgrunn.