Pingdom Check
03/02/2022 | 1:00 PM

Nýtt á matseðli

Það gleður okkur að kynna nýjan matseðil fyrir Economy farþegana okkar. Réttina á nýja matseðlinum er eingöngu hægt að kaupa fyrir flug, og matseðillinn er grænt skref í átt að minni matarsóun. Hann verður í boði frá 2. mars, og verður allur matur sendur til okkar um borð fyrir flug milli Ísland og Evrópu og Íslands og Norður-Ameríku.

Með nýja fyrirframgreidda matseðlinum bjóðum við upp á fjölbreyttari máltíðir, meðal annars þriggja rétta íslenska máltíð og Miðjarðarhafsplatta, danskt smørrebrød, chia ofurgraut sem og vegan og ketó-rétti. Og ekki má gleyma endurkomu okkar vinsælu baguette með skinku og osti (hægt að panta fyrirfram og um borð)!

Hér að neðan má sjá myndir af réttunum sem í boði eru: Smørrebrød með roastbeef eða reyktum laxi, þriggja rétta íslensk máltíð sem inniheldur skyr, flatbrauð með hangikjöti, hreindýrapaté, reykta bleikju, hjónabandssælu, og steikarloku með nautakjöti, steiktum lauk, sveppum og bearnaise sósu.

matur_ice0010_1-cropped.jpg

matur_ice0037-cropped.jpgmatur_ice0024-cropped.jpg

Að panta af nýja matseðlinum okkar

Þú getur fyrirframpantað máltíðir þegar þú bókar nýtt flug, eða bætt máltíð við ferðalagið þitt allt að sólarhring fyrir brottför, á síðunni Bókunin mín.

Við viljum einnig taka fram að ef hungrið sverfur að í flugi er enn hægt að kaupa léttar veitingar og snarl um borð, en úrvalið af réttum í boði er minna en ef pantað er fyrirfram.

Þú finnur nýja Saga Kitchen matseðilinn á vefnum okkar – til að sjá úrvalið sem í boði er geturðu smellt á Panta fyrirfram og Kaupa um borð.  

Sjálfbærari vegferð

Þessi breyting á matseðlinum er gerð til að auka það úrval rétta sem við getum boðið upp á um borð, ásamt því að fylgja eftir nýju markmiðunum okkar um sjálfbærni, með því að minnka matarsóun sem og farm um borð. Í samræmi við nýju umhverfisstefnuna okkar verða umhverfisvænar umbúðir kynntar til sögunnar og nýir staðlar við flokkun úrgangs um borð. 

Við hlökkum taka á móti þér um borð með bros á vör og ljúffengri máltíð.  

new-packaging-march22.png