Pingdom Check
01/01/2020 | 10:00 AM

Rafrænir reikningar - algengar spurningar

Þarf ég eitthvað sérstakt bókhaldskerfi til að geta sent rafræna reikninga?

Nei, það þarf ekki neina eina sérstaka tegund bókhaldskerfis en kerfið þarf að bjóða upp á möguleika á að senda reikninga rafrænt. Viðskiptamönnum okkar er bent á að hafa samband við þjónustuaðila viðkomandi bókhaldskerfis sem veitt geta upplýsingar um hvort viðkomandi kerfi styðji sending rafrænna reikninga

Ég er einyrki með einfaldan rekstur og held ekki rafrænt bókhald, hvernig get ég sent rafrænan reikning?

Þeim aðilum sem ekki eru með rafrænt bókhaldskerfi bendum við á eftirfarandi aðila sem bjóða seljendum vöru og þjónustu að senda reikninga á XML formi. 

Konto.is er reikningakerfi til að setja upp og senda rafræna reikninga.
Frítt upp að 10 reikningum á mánuði.
http://www.konto.is

InExchange er með „Söluvefur InExchange“, vefur til að stofna reikninga eða slá inn reikninga sem hafa verið gefnir út í öðru kerfi.
Frítt upp að 100 reikningum á ári, eftir það 990 kr. á mánuði.
https://inexchange.is/inexchange-vefur/

Sendill er með „Vefsendill“, vefur til að stofna reikninga og senda rafrænt.
Frítt upp að 10 reikningum á mánuði, 70-80 kr. pr. reikningur eftir það.
http://www.sendill.is/vorur-og-thjonusta/vefsendill

Advania er með „Skúffan“, vefur til að slá inn reikninga sem hafa verið gefnir út í öðru kerfi.
990 kr. á mánuði fyrir 30 reikninga.
https://skuffan.is/

Hver er ávinningur þess fyrir birgja að senda rafræna reikninga?

Það er bæði ódýrara og einfaldara að senda rafræna reikninga en reikning á öðru formi. Reikningar skila sér fyrr, misfarast síður og öll afgreiðsla verður öruggari og hraðari öllum til hagsbóta.

Geta allir sent rafræna reikninga til fyrirtækja innan Icelandair Group?

Allir sem senda frá sér rafræna reikninga eða kredit reikninga geta sent.

Er tekið á móti rafrænum reikningum frá öllum skeytamiðlurum?

Já við tökum á móti frá öllum miðlurum.

Hvað þarf ég að gera til að byrja senda rafræna reikninga til fyrirtækja innan Icelandair Group?

Ef rafrænt bókhaldskerfi er til staðar og tengt skeytamiðlara þá er hægt að byrja senda án þess að tilkynna okkur um það.

Ef rafrænt bókhaldskerfi er ekki til staðar þá er fyrsta skrefið að velja skeytamiðlara og senda reikninga í gegnum þann skeytamiðil sem er valinn. Neðangreint er listi yfir skeytamiðlara sem gerir þér kleift að senda reikning með rafrænum hætti.

Konto.is er reikningakerfi til að setja upp og senda rafræna reikninga.
Frítt upp að 10 reikningum á mánuði.
http://www.konto.is

InExchange er með „Söluvefur InExchange“, vefur til að stofna reikninga eða slá inn reikninga sem hafa verið gefnir út í öðru kerfi.
Frítt upp að 100 reikningum á ári, eftir það 990 kr. á mánuði.
https://inexchange.is/inexchange-vefur/

Sendill er með „Vefsendill“, vefur til að stofna reikninga og senda rafrænt.
Frítt upp að 10 reikningum á mánuði, 70-80 kr. pr. reikningur eftir það.
http://www.sendill.is/vorur-og-thjonusta/vefsendill

Advania er með „Skúffan“, vefur til að slá inn reikninga sem hafa verið gefnir út í öðru kerfi.
990 kr. á mánuði fyrir 30 reikninga.
https://skuffan.is/

Hvaða tegund af skeytum er tekið við?

Icelandari Group móttekur rafræna reikninga sem uppfylla staðlana BII Reikningur, BII Kredit reikningur, TS-236 Sölureikningur og TS-237 kredit reikningur og Nes reikninga.

Hvaða fyrirtæki eru innan Icelandair Group?

  • Icelandair ehf.,   kt: 461202-3490
  • Flugfélag Íslands ehf.,  kt: 530575-0209
  • Icelandair Cargo ehf., kt: 471299-2359
  • Loftleiðir- Icelandic ehf., kt: 571201-4960
  • Iceeignir ehf., kt: 630306-0350
  • Icelandair Group hf., kt: 631205-1780
  • Lindarvatn ehf., kt: 610593-2919
  • TRU Flight Training Iceland ehf., kt: 701007-1740
  • Vildarbörn-Ferðasjóður, kt: 541103-3250
  • Feria ehf (Vita), kt: 551105-0590
  • Amadeus Ísland ehf., kt: 481189-2769
  • Staff, Starfsmannafélag Icelandair, kt: 650679-0329
  • A320 ehf., kt: 620206-0670
  • Holidays-UK, kt: 630998-9059
  • IGS Fasteignir, kt: 480900-3670

Hvað þarf að koma fram á reikningi/kreditreikningi?

  • Nafn, kennitala, aðsetur, og vsk númer þess sem sendir reikninginn
  • Nafn, kennitala og aðsetur þess fyrirtæki sem á að móttaka reikninginn
  • Reikningsnúmer þarf að vera einkvæmt 
  • Koma þarf farm útgáfudagur reiknings
  • Gjaldmiðill reiknings 
  • Vara eða þjónusta sem verið að rukka fyrir, eininga verð, afsláttur (ef við á)
  • VSK flokkur, verð án vsk og verð með vsk
  • Samtals til greiðslu
  • Samantekt á vsk

Aðrar upplýsingar sem verða að koma fram til að auðvelda vinnslu reikningsins:

  • Hver pantar þjónustuna, fullt nafn eða netfang
  • Verknúmer, pöntunarnúmer, bókunarnúmer
  • Nafn eða nöfn farþega ef við á.
  • Númer ökutækis ef við á
  • Heiti deildar eða númer
  • Flug númer ef við á

Ef spurningu þinni var ekki svarað hér að ofan getur þú sent tölvupost á [email protected]