Þægindi og hágæða þjónusta í 40 ár
Um þetta leyti fyrir 40 árum síðan hófum við að bjóða farþegum okkar þægilegri leið til að ferðast – Saga Class, nú Saga Premium.
Þó margt vatn hafi runnið til sjávar síðan þá og þjónustan, sætin og tæknin tekið stakkaskiptum, hefur hágæðaþjónusta og þægindi ávallt verið í fyrirrúmi á Saga Premium.
Upphafið
Heimurinn tók að minnka á þessum tíma með aðgengilegri og algengari flugferðum. Því fylgdi aukinn hversdagsleiki og mörgum þótti viss glans farinn af ferðalaginu. Við fundum fyrir vaxandi eftirspurn eftir einhverju meira en bara sæti í flugvél. Farþegar vildu persónulegri og þægilegri ferðaupplifun og úr varð Saga Class.
Allt frá upphafi höfum við boðið farþegum okkar fyrsta flokks þjónustu og mat um borð. Í tímans rás hafa tækninýjungar gert okkur kleift að bjóða mýkri og breiðari sæti, aukið fótapláss og afþreyingarmöguleika sem engan hefði órað fyrir árið 1984.
Frá Saga Class í Saga Premium
Í því skyni að undirstrika gæði Saga Class, sérstaklega fyrir breiðari hóp erlendra ferðalanga, breyttum við nafninu árið 2018 í Saga Premium.
Við leitum sífellt leiða til að bæta þjónustu okkar og þar er Saga Premium alls engin undantekning. Í fyrstu lögðum við ríka áherslu á að skapa rými í flugvélinni þar sem næði og þægindi voru í fyrirrúmi.
Í dag geta farþegar valið úr breiðu úrvali skemmtiefnis í afþreyingarkerfinu okkar, gætt sér á ljúffengum mat og drykk og notað þráðlaust net um borð. Oft eru það litlu hlutirnir sem skipta máli en farþegar okkar á lengri flugum fá litla snyrtitösku með nauðsynjunum og öll fá afnot af heyrnartólum sem útiloka flugvélarniðinn. Þau sem þurfa aðeins meira en litlu hlutina geta svo nýtt sér rúma farangursheimildina, bæði fyrir innritaðan og handfarangur til að koma öllu sínu vel fyrir.
Farþegar okkar hafa um árabil haft aðgang að auknum þægindum á betri stofum víða um heim. Af þeim þykir okkur að sjálfsögðu vænst um Saga Lounge sem var fyrst opnað árið 1988 en fékk nýtt og betra útlit árið 2017. Þar geta farþegar tekið því rólega meðan þau bíða eftir fluginu, gætt sín á veitingum og spjallað við samferðafólkið í næði.
Þjónustan er hjarta Saga Premium
Þungamiðja Saga Premium og ástæða þess að þjónustan hefur staðist tímans tönn er án alls efa þjónustan. Starfsfólkið okkar um borð, sem mörg hver hafa starfað hjá okkur um áratuga skeið, geisla af sér hlýju og þjónustulund sem hefur orðið eitt okkar helsta aðalsmerki.
Þeirra á meðal er Erna Sigurðardóttir. Hún hefur starfað um borð hjá okkur í 45 ár, allt frá árinu 1979. Hún deildi með okkur sýnu sjónarhorni:
„Allt frá því að farþegar okkar stíga um borð leitum við að tækifærum til að lauma örlitlum töfrum í ferðalagið þeirra. Sum ferðast vegna vinnu og þurfa að einbeita sér meðan þau fljúga á meðan önnur vilja njóta flugsins sjálfs og slappa af. Okkar verkefni er að tryggja að allir farþegar njóti fyrsta flokks þjónustu þegar þeir ferðast á Saga Premium. Í gegnum árin hef ég upplifað á eigin skinni hvernig litlu hlutirnir, hlýlegt viðmót og natni geta gjörbreytt upplifuninni um borð. Þetta snýst um að mynda tengsl við farþegana okkar og láta þeim líða vel“.
Fagnaðu með okkur
Við erum öllu því starfsfólki, farþegum okkar og öðrum sem hafa lagt sitt af mörkum til að gera Saga Premium að því sem það er í dag eilíflega þakklát.
Það er áhugavert að hugsa til þess hvernig þjónustan verður að öðrum 40 árum liðnum. En það er víst að sama hvernig tæknin og umhverfið breytist þá verður þjónustan og alúðin alltaf í fyrirrúmi.