Nýtt samstarf: Icelandair og TAP
Við hjá Icelandair erum ávallt að leita leiða til auka úrvalið okkar af ferðamöguleikum.
Að þessu sinni kynnum við nýjan samstarfssamning um sammerkt flug með TAP Air Portugal sem opnar fyrir nýjar tengingar og betra aðgengi að spennandi áfangastöðum.
Icelandair og portúgalska flugfélagið TAP undirrita samstarfssamning um sammerkt flug
Icelandair og portúgalska flugfélagið TAP undirrituðu samstarfssamning um sammerkt flug á skrifstofum TAP á Lissabon flugvelli fyrr í dag. Flugfélögin hafa unnið saman um árabil en með sammerktu flugi er samstarfið aukið enn frekar. Þannig munu viðskiptavinir geta nýtt þægilegar tengingar á milli leiðakerfa flugfélaganna og úrval tengimöguleika eykst.
TAP flýgur til nær 90 áfangastaða í Evrópu, Afríku og Suður-Ameríku.
Leiðakerfi Icelandair spannar um 60 áfangastaði í Evrópu og Norður-Ameríku.
Bæði flugfélög er þekkt fyrir að bjóða upp á svokallað Stopover sem gerir farþegum kleift að hafa viðdvöl í heimalöndum félaganna þegar ferðast er á milli áfangastaða.
Gert er ráð fyrir að tvíhliða samningur TAP og Icelandair um sammerkt flug taki gildi á næstu vikum og þá munu viðskiptavinir geta tengt á milli leiðakerfa flugfélaganna í einum miða með farangurinn innritaðan alla leið á lokaáfangastað.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
„Það er mjög spennandi að bæta TAP við öflugan hóp samstarfsflugfélaga okkar. Við hófum nýverið flug til Lissabon og með því að bjóða einnig upp á sammerkt flug með TAP getum við stóraukið við úrval áfangastaða í tengiflugi. Þannig munu farþegar sem hefja flugið á Íslandi geta haft viðdvöl í Lissabon á leið sinni til spennandi áfangastaða í leiðakerfi TAP. Viðskiptavinir TAP geta sömuleiðis nýtt sér að fljúga frá fjölda áfangastaða TAP, í gegnum Lissabon til Íslands og jafnvel áfram til fjölda áfangastaða í okkar öfluga leiðakerfi.“
Luís Rodrigues, forstjóri TAP:
„Samstarfið við Icelandair mun auka úrval ferðamöguleika og áfangastaða sem viðskiptavinir okkar geta valið úr. Þannig munu opnast þægilegar tengingar til Íslands, sem er einn af mest spennandi áfangastöðunum í dag, og fjölmargar tengingar fyrir viðskiptavini Icelandair um öflugt leiðakerfi okkar frá Lissabon. Við hlökkum til að starfa með Icelandair að því að auðvelda fólki að ferðast um heiminn.
---
Við hlökkum til að sjá þig um borð, og kynnast nýjum áfangastöðum sem þetta samstarfsflugfélag býður upp á.
Endilega skoðaðu vefsíðuna okkar og kynntu þér önnur samstarfsflugfélög og samstarfssamninga okkar.