Pingdom Check
07/24/2024 | 2:00 PM

Töf á greiðslukortafærslum vegna kaupa á þjónustu um borð

Því miður hefur komið í ljós að töf varð á því að sumar færslur, vegna sölu á vörum og þjónustu um borð í flugvélum Icelandair, fóru til færsluhirðis og birtast þær því seint á kortayfirliti viðskiptavina.

Nú hafa allar færslur verið sendar til færsluhirðis og því gætu viðskiptavinir sem flogið hafa með Icelandair undanfarna mánuði séð eldri færslur sem fóru ekki í gegn á sínum tíma á kortayfirliti sínu með lýsingunni „Icelandair onboard sales“. Vegna tæknilegra annmarka er dagsetning færslunnar dagurinn sem hún var send til færsluhirðis en ekki dagsetning flugsins.

Um er að ræða vandamál við uppsetningu á hluta af sölutölvum sem teknar voru í notkun á síðasta ári. Því geta umræddar færslur náð nokkra mánuði aftur í tímann en meirihluti átti sér þó stað í apríl-júní á þessu ári. Þessi töf á einungis við um greiðslur fyrir veitingar og aðra þjónustu sem keypt var um borð í flugvélum Icelandair.

Við biðjum viðskiptavini okkar velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið og vinnum að umbótum með þjónustuaðila okkar til að tryggja að þetta endurtaki sig ekki.

Gengið hefur verið úr skugga um að einungis er um að ræða færslur sem viðskiptavinir hafa ekki verið rukkaðir fyrir áður. Ef spurningar vakna eða ef þú óskar eftir nánari skýringu getur þú haft samband við okkur – smelltu hér.