Flug til Brussel með Icelandair, verð frá 37.055 kr.*
Flug til Brussel á næstu þremur mánuðum
Reykjavík (KEF)-
Brussel (BRU)Reykjavík (KEF)-
Brussel (BRU)Reykjavík (KEF)-
Brussel (BRU)Reykjavík (KEF)-
Brussel (BRU)Reykjavík (KEF)-
Brussel (BRU)Reykjavík (KEF)-
Brussel (BRU)Reykjavík (KEF)-
Brussel (BRU)Reykjavík (KEF)-
Brussel (BRU)Reykjavík (REK)-
Brussel (BRU)Reykjavík (REK)-
Brussel (BRU)Reykjavík (REK)-
Brussel (BRU)Reykjavík (REK)-
Brussel (BRU)* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Planaðu ferðalag til Brussel með góðum fyrirvara
Frá | Til | Fargjald | Dagsetningar | Verð |
---|---|---|---|---|
FráReykjavík (KEF) | TilBrussel (BRU) | Báðar leiðir / Economy | 01. okt. 2025 - 06. okt. 2025 | Frá 37.255 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilBrussel (BRU) | Báðar leiðir / Economy | 01. okt. 2025 - 08. okt. 2025 | Frá 37.255 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilBrussel (BRU) | Báðar leiðir / Economy | 02. okt. 2025 - 05. okt. 2025 | Frá 37.255 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilBrussel (BRU) | Báðar leiðir / Economy | 02. okt. 2025 - 09. okt. 2025 | Frá 37.255 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilBrussel (BRU) | Báðar leiðir / Economy | 03. okt. 2025 - 05. okt. 2025 | Frá 37.255 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilBrussel (BRU) | Báðar leiðir / Economy | 03. okt. 2025 - 08. okt. 2025 | Frá 37.255 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilBrussel (BRU) | Báðar leiðir / Economy | 03. okt. 2025 - 09. okt. 2025 | Frá 37.255 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilBrussel (BRU) | Báðar leiðir / Economy | 24. okt. 2025 - 31. okt. 2025 | Frá 37.255 kr.* Síðast skoðað: 2 dagar síðan |
FráReykjavík (REK) | TilBrussel (BRU) | Báðar leiðir / Economy | 17. júl. 2025 - 22. júl. 2025 | Frá 67.665 kr.* Síðast skoðað: 2 dagar síðan |
* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Ferðalag til Brussel
Hvað er við að vera í Brussel?
Brussel er í hringamiðju heimsmálanna, enda eru höfuðstöðvar Evrópusambandsins staðsettar í borginni. Arkitektúrinn, menningin og matseldin gefa svo út af fyrir sig fullt tilefni til að heimsækja borgina.
Enginn ferðalangur má láta hina stórkostlegu Grand Palace fram hjá sér fara. Ríkmannleg samkomuhúsin eru frá síðari hluta 17. aldar og ráðhúsið Hôtel de Villa, sem er frá 15. öld, er sannkallað augnakonfekt. Að kvöldi til umbreyta ljósin ásýnd húsanna og sveipa þau enn frekari dulúð.
Frá Grand Place er stutt ganga í gömul, falleg hverfi – Ilôt Sacré og Sablon. Ef þú hefur enn ekki fengið nóg af byggingarlist getur þú kannað Notre Dame du Sablon, mikilfenglega síðgotneska kirkju.
Fjölmörg áhugaverð söfn eru í borginni, en þar ber sérstaklega að nefna Musées Royaux des Beaux-Art. Hluti þess er tileinkaður verkum gömlu meistaranna, en þar er einnig deild til heiðurs verkum súrrealistans, art nouveau-listamannsins og heimamannsins Réne Magritte.
Með Icelandair VITA er hægt að bóka pakkaferð til Brussel.
Samgöngur í Brussel
Miðborgarsvæðið í Brussel er ekki ýkja stórt og flestir markverðustu staðirnir eru í göngufæri við hvern annan. Þó ber að hafa í huga að oft er rigningasamt í borginni og ýmislegt forvitnilegt liggur utan kjarnans.
Auðveldast er að komast leiðar sinnar með almannasamgöngukerfi borgarinnar. Hér eru strætisvagnar, sporvagnar og neðanjarðarlestir. Stærsti hluti kerfisins er rekinn af STIB, svo að þú getur auðveldlega skipt milli samgöngumáta á einum miða.
Borgin er alræmd fyrir umferðarteppur, því eru bílar ekki æskilegasti samgöngumátinn.
Ef þú ert að skipuleggja ferðalög út á landsbyggðina, er ráðlegast að ferðast með SNCB-lestunum sem bjóða upp á ferðir milli borga. Vinsælt er að fara í dagsferðir frá Brussel til Ghent og Brugge, sem báðar eru innan klukkutíma lestarfæris frá Brussel.
Ferðast til Brussel að sumri eða vetri
Árstíðirnar hafa hver sinn karakter í Brussel.
Sumarið er vitanlega háannatíminn. Það er ekki bara hitastigið, heldur líka fjöldi menningarviðburða og hátíða sem laða ferðamenn að borginni yfir sumarmánuðina.
Endurreisnarhátíðin Ommegang fer fram snemma í júlí ár hvert. Blómateppið á Grand Place og Sumarhátíðin í Brussel eru það sem helst trekkir að í ágúst. Mikið líf er í borginni yfir sumartímann en þá er líka mannmergðin mest og verðið hæst.
Þrátt fyrir að belgískir vetur hafi orð á sér fyrir að vera nokkuð dimmir og kaldir er veturinn engu að síður vinsæll tími til að heimsækja Brussel, þökk sé stemningunni sem skapast kringum hátíðirnar.
Í borginni má finna reiðinnar býsn af jólamörkuðum og gríðarstórt jólatré lýsir upp Grand Place torgið. Gott er að hafa í huga að verð á flugi og hótelgistingu hækkar þónokkuð í aðdraganda jóla.
Ferðast til Brussel að vori eða hausti
Kannski vilt þú heldur sleppa við vetrarkuldann og ferðast til borgarinnar þegar fer að vora, með tilheyrandi hækkun á hitastigi.
Á vorin má heimsækja fjölda menningarviðburða og almenningsgarðar borgarinnar standa í blóma.
Ef þú ert á höttunum eftir tiltölulega mildu veðurfari, en vilt líka forðast mikinn fjölda ferðamanna, er haustið ákjósanlegur tími.
Hvenær sem þú ákveður að ferðast til Brussel, er skynsamlegt að bóka flug og hótel með góðum fyrirvara.
Markaðirnir í Brussel
Í Brussel blómstrar fjölbreytilegt markaðslíf á götunni.
Ef þig langar á götumarkaði þá er heppnin með þér! Í Brussel er mikið úrval af mörkuðum, allt frá blómasölum sem koma sér fyrir nokkrum sinnum í viku á Grand Place til stórra sunnudagsmarkaða við Gare du Midi-lestarstöðina.
Sablon-hverfið er tilvalið fyrir afslappað búðarráp - hér er nóg af antíkverslunum og fínum fataverslunum.
Um helgar er markaður á Place du Grande Sablon-torginu þar sem antíkvörur og bækur standa til boða.
Galeries Royales Saint-Hubert er frá 19. öld og þar eru margar fínar og glæsilegar verslanir enda húsnæðið sérstakt: yfirbyggð súlnagöng með glerþaki.
Matarmenning í Belgíu
Belgía er ekki stórt land en er engu að síður stórveldi í augum matgæðinga og bjórunnenda út um allan heim.
Belgískur bjór er hafður í hávegum meðal þeirra sem þekkja til (sérstaklega Trappist-bjórar sem bruggaðir eru í munkaklaustrum) og sú frægð sem fer af borginni fyrir óviðjafnanlega gott súkkulaði, er rækilega verðskulduð.
Frægasti réttur Belga er vafalaust kræklingur og franskar eða moules-frites. Á svæðinu við fiskmarkaðinn á Ste-Catherine eru margir frábærir staðir þar sem hægt er að smakka þennan rétt sem og annað sjávarfang.
Hér finnur þú einnig bístró sem framreiða klassíska evrópska rétti á gömlum, viðarklæddum matsölustöðum í bland við háklassa veitingastaði prýdda Michelin-stjörnum. Nýjum kaffihúsum fjölgar ört í Brussel þar sem matur frá öllum heimshornum er á boðstólnum.
Fyrir þá sem vilja gæða sér á belgískum götumat er tilvalið að koma við á friterie eða frietkot og fá sér einn skammt af frites, belgískum frönskum.