Flug til Gautaborgar með Icelandair, verð frá 36.005 kr.*
Flug til Gautaborgar á næstu þremur mánuðum
Reykjavík (KEF)-
Gautaborg (GOT)Reykjavík (KEF)-
Gautaborg (GOT)Reykjavík (KEF)-
Gautaborg (GOT)Reykjavík (KEF)-
Gautaborg (GOT)Reykjavík (KEF)-
Gautaborg (GOT)Reykjavík (KEF)-
Gautaborg (GOT)Reykjavík (KEF)-
Gautaborg (GOT)Reykjavík (REK)-
Gautaborg (GOT)Akureyri (AEY)-
Gautaborg (GOT)* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Planaðu ferðalag til Gautaborgar með góðum fyrirvara
Frá | Til | Fargjald | Dagsetningar | Verð |
---|---|---|---|---|
FráReykjavík (KEF) | TilGautaborg (GOT) | Báðar leiðir / Economy | 19. jún. 2025 - 26. jún. 2025 | Frá 39.685 kr.* Síðast skoðað: 7 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilGautaborg (GOT) | Báðar leiðir / Economy | 03. sep. 2025 - 10. sep. 2025 | Frá 66.065 kr.* Síðast skoðað: 13 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilGautaborg (GOT) | Báðar leiðir / Economy | 31. maí 2025 - 03. jún. 2025 | Frá 68.305 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilGautaborg (GOT) | Báðar leiðir / Economy | 13. júl. 2025 - 20. júl. 2025 | Frá 70.205 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilGautaborg (GOT) | Báðar leiðir / Economy | 12. apr. 2025 - 16. apr. 2025 | Frá 70.895 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilGautaborg (GOT) | Báðar leiðir / Economy | 12. júl. 2025 - 19. júl. 2025 | Frá 71.945 kr.* Síðast skoðað: 2 dagar síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilGautaborg (GOT) | Báðar leiðir / Economy | 29. jún. 2025 - 29. jún. 2025 | Frá 72.565 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilGautaborg (GOT) | Báðar leiðir / Economy | 27. maí 2025 - 01. jún. 2025 | Frá 72.685 kr.* Síðast skoðað: 23 klst. síðan |
FráReykjavík (REK) | TilGautaborg (GOT) | Báðar leiðir / Economy | 31. júl. 2025 - 03. ágú. 2025 | Frá 36.005 kr.* Síðast skoðað: 13 klst. síðan |
* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Ferðalag til Gautaborgar
Gautaborg í hnotskurn
Velkomin til Gautaborgar!
Önnur stærsta borg Svíþjóðar er fyrsta flokks áfangastaður sem býður upp á ljúffengt sjávarfang, fjörlegar hátíðir og fagurgrænt og barnvænt umhverfi.
Gautaborg gengur aftur í hóp áfangastaða Icelandair sumarið 2025, flogið verður tvisvar í viku frá 19. júní til 31. ágúst. Bókaðu flug inn í sænska sumarið.
Margur er knár þó hann sé smár
Höfuðborgin Stokkhólmur skyggir stundum á litlu systkini sín, en þau hafa sinn eigin sjarma og búa yfir afslappaðra, og að sumu leyti vinalegra, andrúmslofti.
Í Gautaborg búa um 600.000 manns. Borgin er staðsett á vesturströnd Svíþjóðar og þaðan er stutt í íðilfagrar eyjar skerjagarðsins.
Gautaborg hefur verið valin vistvænasta borg veraldar ár eftir ár á listanum Global Destination Sustainability Index (GDSI), en þar er litið á sjálfbærni út frá náttúrufræðilegu, félagslegu og efnahagslegu sjónarhorni. Listinn var fyrst gefinn út árið 2016 og Gautaborg hefur trónað á toppnum öll árin.
Merkilegir og spennandi staðir
Byrjaðu á gönguferð niður aðalbreiðstræti borgarinnar – Kungsportsavenyn (oft kallað Avenyn). Þar eru óteljandi kaffihús, barir, verslanir og hliðargöturnar leiða þig að úrvals söfnum og galleríum. Við suðurhluta Avenyn stendur mikilfengleg stytta af Poseidon sem er prýðisupptaktur að heimsókn á helsta listasafn borgarinnar: Göteborgs konstmuseum.
Skammt undan finnur þú svo Universeum, þar sem þér gefst kostur að kanna undur og óravíddir alheimsins í 10 hæða sýningarkjarna. Gestir fræðast um dýraríkið, náttúruna, tækni og tilraunir, ferðast inn í regnskóga og ofan í undirdjúpin.
Menningarlegar gersemar má einnig finna við síki og vatnsbakka Gautaborgar. Fortíð borgarinnar sem siglingaveldi fer varla fram hjá neinum. Í þessu samhengi ber að nefna fljótandi safnið Maritiman, sem státar meðal annars af kafbáti, herskipum og dráttarbátum. Fleiri merkisverða fararskjóta má svo finna á nýju sýningarstöðinni World of Volvo.
Útivera í Gautaborg
Liseberg er einn ástsælasti áfangastaðurinn í Gautaborg. Þetta er stærsti skemmtigarðurinn í Skandinavíu og býður upp á alls kyns leiktæki, auk þess sem tónleikaröð sumarsins, ísbílar og hugguleg græn svæði trekkja að fólk á öllum aldri.
Gautaborga er kjörin til útivistar. Göteborgs Botaniska Trädgård er einn af stærstu skrúðgörðum Norður-Evrópu og Slottskogen býður upp á fallegar gönguleiðir og vötn og meira að segja dýragarð. Svo má bregða sér í skoðunarferðir um síkin eða í bátsferð. Í skerjagarðinum við Gautaborg eru fleiri en 20 eyjar. Sumar eru örsmáar og án íbúa, í öðrum er búið allt árið um kring. Auðvelt er að komast út í eyjarnar með almenningssamgöngum.Út að borða í Gautaborg
Gautaborg er kjörlendi sælkerans, hún státar af heilum fimm veitingastöðum með Michelin-stjörnu. Ekki má heldur láta hjá líða að heimsækja matarmarkaðina og kaffihúsin. Borgin er jafnframt í framvarðasveitinni þegar kemur að kraftbjór í Evrópu.
Kannaðu aðalmatarmarkaðinn, Stora Saluhallen. Unnendur sjávarfangs ættu ekki að láta „fiskikirkjuna“ (Feskekörka) framhjá sér fara.
Veitingahúsin og krárnar í Avenyn iða af lífi, en Haga-hverfið býður upp á jarðbundnari stemningu og fallegt umhverfi. Inn á milli timburhúsanna eru notaleg kaffihús þar sem tilvalið er að setjast niður og fika – taka kaffipásu að sænskum hætti, t.d. gæða sér á kanelbulla.
Verslað í Gautaborg
Í Svíþjóð má eiga von á flottri hönnun. Í því samhengi má nefna Nordstan, stóra verslunarmiðstöð í grennd við aðallestarstöðina, og NK – Nordiska Kompaniet, stórverslun sem hýsir allt það nýjasta í sænskri og norrænni hönnun. Röhsska-safnið sérhæfir sig í hönnun og handverki, þar fæst allt það helst af framleiðslu heimamanna.
Svæðið í kringum Magasinsgatan er kjörið fyrir verslunarferðir og það sama má segja um Majorna-hverfið vestur af miðbænum. Þar finnur þú sænska hönnun, vintage-fatnað og notuð föt. Í Haga-hverfinu má finna hefðbundið sænskt handverk, hönnunarvörur og minjagripi af ýmsu tagi.
Samgöngur
Landvetter-flugvöllurinn í Gautaborg er staðsettur í um 25 km fjarlægð frá miðbænum. Strætisvagnar ganga með reglulegu millibili frá flugvellinum inn í miðbæ, ferðalagið tekur um 20-25 mínútur. Í miðbænum er hér um bil allt það helsta í göngufæri, en borgin hefur líka yfir að ráða fyrirtaks samgöngukerfi: sporvögnum, strætisvögnum og ferjum. Bláu sporvagnarnir eru eitt af einkennismerkjum borgarinnar og þeir eru líka þægilegur samgöngumáti.
Á góðviðrisdögum er kjörið að vera vistvænn og leigja hjól. Gautaborg og nærumhverfi hennar hentar vel fyrir hjólaferðir. Gaman er að ferðast á fjallahjólum um skóglendið og kringum vötnin. Og svo er strandlengjan og byggðin í kringum hana ekki síðri til útivistar.
Ferðast út fyrir Gautaborg
Halland-strandlengjan liggur sunnan af Gautaborg. Hún státar af sandströndum og tjaldsvæðum sem eru vinsæl meðal Svía í sumarleyfi. Í hina áttina liggur Bohuslän-strandlengjan. Grýttar smáeyjur Bohuslän eru prýddar rauðum smáhúsum, sjávarþorpum og smábátahöfnum. Heimsókn þangað er eins og að stíga inn í sænskt póstkort. Og það er nóg af fersku sjávarafangi á matseðlinum.
Þú getur nálgast það besta sem Bohuslän hefur upp á að bjóða á Marstrand, en eyjan er í klukkustundarfjarlægð frá Gautaborg. Hún er líka sumarleyfisstaður fyrir snekkjueigendur og sænsku konungsfjölskylduna.
Ef þú sækir fyrst og fremst í kyrrð og fegurð náttúrunnar, skaltu halda inn í landið til Dalsland-héraðsins og bregða þér á ferð í kanóa, á hjóli eða tveimur jafnfljótum.