Flug til Genfar með Icelandair, verð frá 44.535 kr.*
Flug til Genfar á næstu þremur mánuðum
Reykjavík (KEF)-
Genf (GVA)Reykjavík (KEF)-
Genf (GVA)Reykjavík (KEF)-
Genf (GVA)Reykjavík (KEF)-
Genf (GVA)Reykjavík (KEF)-
Genf (GVA)Reykjavík (KEF)-
Genf (GVA)Reykjavík (KEF)-
Genf (GVA)Reykjavík (KEF)-
Genf (GVA)Akureyri (AEY)-
Genf (GVA)Akureyri (AEY)-
Genf (GVA)Akureyri (AEY)-
Genf (GVA)Akureyri (AEY)-
Genf (GVA)* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Planaðu ferðalag til Genfar með góðum fyrirvara
Frá | Til | Fargjald | Dagsetningar | Verð |
---|---|---|---|---|
FráReykjavík (KEF) | TilGenf (GVA) | Báðar leiðir / Economy | 01. jún. 2025 - 05. jún. 2025 | Frá 44.535 kr.* Síðast skoðað: 5 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilGenf (GVA) | Báðar leiðir / Economy | 03. jún. 2025 - 08. jún. 2025 | Frá 44.535 kr.* Síðast skoðað: 5 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilGenf (GVA) | Báðar leiðir / Economy | 19. jún. 2025 - 26. jún. 2025 | Frá 44.535 kr.* Síðast skoðað: 5 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilGenf (GVA) | Báðar leiðir / Economy | 21. jún. 2025 - 25. jún. 2025 | Frá 44.535 kr.* Síðast skoðað: 5 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilGenf (GVA) | Báðar leiðir / Economy | 26. jún. 2025 - 03. júl. 2025 | Frá 44.535 kr.* Síðast skoðað: 5 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilGenf (GVA) | Báðar leiðir / Economy | 18. jún. 2025 - 24. jún. 2025 | Frá 44.535 kr.* Síðast skoðað: 5 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilGenf (GVA) | Báðar leiðir / Economy | 01. jún. 2025 - 08. jún. 2025 | Frá 44.535 kr.* Síðast skoðað: 5 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilGenf (GVA) | Báðar leiðir / Economy | 05. jún. 2025 - 08. jún. 2025 | Frá 44.535 kr.* Síðast skoðað: 5 klst. síðan |
FráAkureyri (AEY) | TilGenf (GVA) | Báðar leiðir / Economy | 25. mar. 2025 - 31. mar. 2025 | Frá 91.360 kr.* Síðast skoðað: 13 klst. síðan |
* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Ferðalag til Genfar
Besti tíminn í Genf
Sumarið er tíminn í Genf. Þá flykkjast bæði heimamenn og aðkomumenn að bökkum vatnanna fögru. Veður er heitt og bjart en rakastigið jafnframt lágt, þökk sé mikilli hæð yfir sjávarmáli.
Genf er líka vinsæll áfangastaður yfir vetrarmánuðina, frá desember og út mars. Skíðasvæðin í grenndinni trekkja.
Yfirleitt eru rólegustu mánuðir ársins nóvember og maí, þeir liggja milli hápunkta sumarsins og kjörtíma skíðasvæðanna.
Ráðlegt er að bóka flugið til Genfar með góðum fyrirvara til að fá flugmiða og gistingu á sem bestum kjörum.
Samgöngur í Genf
Almenningssamgöngur í Genf eru fyrsta flokks. Einn miði dugir í öll helstu samgöngukerfin: strætisvagna, sporvagna, lestir og mouetees (gula báta).
Það er ekki auðvelt að ná í leigubíl öðruvísi en að hringja í leigubílastöð eða panta fyrirfram.
Auðvelt er að komast milli flugvallarins og bæjarins. Lestarferðalagið frá flugvellinum inn í miðbæinn tekur 6 mínútur og lestirnar koma á 12 mínútna fresti á mesta háannatíma.
Þú getur líka ferðast frá Genf til Frakklands með lest, beint frá flugvellinum.
Hvað er við að vera í Genf?
Ímynd Genf hverfist um þann fjölda alþjóðastofnana sem hafa aðsetur í borginni og hina ægifögru fjallgarða og vötn umhverfis hana. Hér ganga glæsileiki og fágun hönd í hönd.
Borgin hefur yfir að ráða fjölda safna sem sannarlega teljast á heimsmælikvarða. Hér má fræðast um söguna og listir og menningu Sviss, þar á meðal um hina heimskunnu úrsmíði Svisslendinga.
Meðal helstu alþjóðastofnana sem hægt er að heimsækja má nefna Palais des Nations (aðsetur Sameinuðu þjóðanna), CERN (Evrópsku rannsóknamiðstöðina í öreindafræði) og Batiment des Forces Motrices (menningarmiðstöð í sögufrægri byggingu).
Það eru auðvitað fjölmargar flottar verslanir í Genf. Fínasta verslunarsvæðið liggur meðfram strætunum Rue du Rhône og Rue de Marché. Ef þú ert í leit að einhverju jarðbundnara, er hægt að kíkja á Plaine de Plainpalais. Þar er stór flóamarkaður haldinn tvisvar í viku utandyra og bændamarkaðir eru þrisvar í viku.
Ekta svissneskir minjagripir geta verið allt frá dýrindis skartgripum og hágæða úrum yfir í fallega innpakkað súkkulaði.
Bestu bitarnir í Genf
Meðal þess sem borgin nýtur góðs af er fallegt fjalllendi, garðar við vötnin og göngusvæði. Genfarvatn (sem á frönsku kallast Lac Léman) er stærsta vatn Sviss og á sumrin synda heimamenn í vatninu.
Ein besta (og ódýrasta) máltíðin gæti verið lautarferð með nesti í einum af hinum gullfallegu görðum borgarinnar.
Smakkaðu eitthvað hefðbundið í gamla bænum á Place du Bourg-de-Four, elsta torgi Genfar. Klassísk og flott kaffihús og bístró eru fjölmörg í hinu huggulega Carouge-hverfi (þekkt sem Greenwich Village Genfar) og í Pâquis er góður möguleiki á að smakka alþjóðlega matargerð og barir eru opnir langt frameftir.
Ef þú ert í leit að svæðisbundnum sérréttum máttu ekki missa af ostafondú, eða reyktri pylsu sem þekkt er undir heitinu saucisson vaudois eða pönnusteiktum fiski úr vatninu. Að ógleymdu hinu heimsfræga svissneska súkkulaði.