Flug til Innsbruck með Icelandair, verð frá 54.815 kr.*

Flug til Innsbruck á næstu þremur mánuðum

kr.

Reykjavík (KEF)-

Innsbruck (INN)
11. jan. 2025 - 18. jan. 2025
Frá
54.815 kr.*
Síðast skoðað: 3 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Innsbruck (INN)
28. des. 2024 - 04. jan. 2025
Frá
61.835 kr.*
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Innsbruck (INN)
01. mar. 2025 - 08. mar. 2025
Frá
73.005 kr.*
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Innsbruck (INN)
01. feb. 2025 - 08. feb. 2025
Frá
74.805 kr.*
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Innsbruck (INN)
08. feb. 2025 - 15. feb. 2025
Frá
77.915 kr.*
Síðast skoðað: 2 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Innsbruck (INN)
15. feb. 2025 - 22. feb. 2025
Frá
84.915 kr.*
Síðast skoðað: 9 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Innsbruck (INN)
22. feb. 2025 - 01. mar. 2025
Frá
106.305 kr.*
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Innsbruck (INN)
21. des. 2024 - 28. des. 2024
Frá
143.775 kr.*
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (REK)-

Innsbruck (INN)
18. jan. 2025 - 25. jan. 2025
Frá
83.235 kr.*
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.

Planaðu ferðalag til Innsbruck með góðum fyrirvara

kr.
Vinsamlega notaðu leitarvélina efst á síðunni til að finna flug

* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.

Ferðalag til Innsbruck

Skíðafólk upp í fjallshlíð með skíðin á bakinu.

Áfangastaðurinn Innsbruck

Þessi töfrandi höfuðstaður Týrólahéraðs minnir á teikningu úr ævintýrabók. Yfir þessum sögulega bæ vakir snæviþakinn fjallgarðurinn.

Fyrir mörgum er saga borgarinnar þó ekki aðal aðdráttaraflið, heldur skíðasvæðin sem liggja í grennd við hana.

Innsbruck er kjörinn áfangastaður fyrir allt áhugafólk um vetraríþróttir og útivist. Brekkurnar eru þekktar á heimsvísu enda voru Vetrarólympíuleikarnir haldnir þar tvisvar sinnum, árin 1964 og 1976.

Icelandair flýgur til Innsbruck frá 27. janúar til 2. mars, 2024.

Með Icelandair VITA er hægt að bóka skíðaferð til Innsbruck.

Sögulegur höfuðstaður Týról

Ríkulegur söguarfur borgarinnar vekur bæði áhuga og undrun. Þau sem vilja ná áttum og öðlast ágætis yfirsýn ættu að byrja í borgarturninum Stadtturm, en þar er hægt að príla upp 133 tröppur og virða fyrir sér fjöllin í bláum vetrarbjarma og sögulegar byggingar.

Eitt frægasta kennileiti borgarinnar er Gullþakið, eða Goldenes Dachl, sem reist var árið 1500 fyrir brúðkaup Maximillians I, keisara Hins heilaga rómverska ríkis. Gullhúðaðar koparflísar prýða þakið en þær eru 2657 talsins og þaðan kemur nafnið.

Síðan er hægt að skoða Ambras kastalann frá 16. öld sem hýsir alls kyns listmuni, herbúnað og fjölmarga aðra forvitnilega gripi.

Næsta stopp í þessari skoðunarferð gæti verið Hofburg keisarahöllin, Horkirche kirkjan og tignarlegu hallargarðarnir þar í kring.

Sumardagur í Innsbruck, heiður himin og fjöll í bakgrunni.
Fjallgarðurinn yfir Innsbruck með litrík hús í forgrunni.

Fjallgarðurinn Nordkette

Fjallgarðurinn Nordkette er fyrir íbúum Innsbruck eitthvað í líkingu við það sem Akrafjall og Skarðsheiði eru fyrir Reykvíkinga. Hann tilheyrir friðlandinu Naturpark Karwendel og er kjörlendi skíða- og göngufólks.

Það er lítið mál að komast þangað: á 20 mínútum kemstu frá miðbæ Innsbruck upp að suðurenda fjallgarðsins. Fyrst tekurðu lest frá miðbænum upp að Hungerburg-stöðinni.

Þaðan ferðastu með kláfferju til Seegrube, þá verður þú 1905 metrum fyrir ofan sjávarmál. En ekki er allt búið enn. Næsta kláfferja færir þig upp á topp, til Hafelekar í 2256 metra hæð. Þaðan er útsýnið ekki amarlegt!

Á leiði lestarinnar upp í topp er líka nokkrar stoppistöðvar. Við sumar þeirra eru barir og veitingastaðir og sömuleiðis dýragarðurinn Alpenzoo, sem er tilvalið stopp fyrir barnafjölskyldur. Hér fá þau að sjá ýmis framandi dýr, t.d. birni, úlfa og erni.

Skíðafjör í Austurrísku Ölpunum

Gleðin í brekkunum er aldrei langt undan enda tiltölulega stutt í 13 spennandi skíðasvæði þegar flogið er til Innsbruck.

Þau eru af öllum stærðum og gerðum með háklassa lyftum og skíðabrautum en fært er í brekkunum frá nóvember og út miðjan apríl.

Brekkurnar í Nordketten eru alls konar og henta bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komin. Þú velur hvort þú viljir taka því rólega með fjölskyldunni í Mutteralmen eða á Rangger Köpfl í Oberperfuss eða bruna niður brekkur fyrri Ólympíuleika í Patscherkofel og Azamer Lizum.

Sumir vilja skoða hæstu brekkurnar á Kühtai svæðinu en aðrir vilja dóla sér á stærsta jökulsvæði Austurríkis, Stubai.

Skíðakappi á fullri ferð niður brekkuna.
Aðalagata í miðborg Innsbruck á fallegum degi.

Matur í Innsbruck

Matarhefðir Týról voru sérhannaðar til að næra útivistarfólk svæðisins.

Kjöt- og mjólkurvörur héraðsins eru sannkallað lostæti en þar vex einnig hágæða grænmeti á grænu akurlendi í fersku fjallalofti. Marendt forréttaplattinn, stútfullur af ostum, pylsum og brauðmeti, er sýnishorn af því besta sem Týról hefur upp á að bjóða.

Sælkerar fá að njóta í botn því víða eru staðir sem bjóða upp á afurðir svæðisins beint frá býli, hvort sem er á hefðbundnu sveitakrá, í fjallaskála eða á fínustu verðlaunastöðunum.

Dumplings með beikoni eða osti eru vinsælir í Týról en þeir eru yfirleitt bornir fram ofan í súpu eða með súrkáli og salati. Enginn ætti að sleppa því að smakka kiachl sem er djúpsteikt deigbolla iðulega borin fram með súrkáli, en stundum matreidd á sætan hátt með sultu og flórsykri.

Verslað í Innsbruck

Í Innsbruck getur þú verslað nýjasta nýtt frá þekktustu hönnuðunum og hverdagslegra þarfaþing jöfnum höndum.

Auðvelt er fyrir ferðalanga að verða sér úti um matarbita til að færa vinum og vandamönnum heima (t.d. saltað kjöt, hunang eða schnapps). Og svo er auðvitað geysilegt úrval af hvers kyns skíðabúnaði.

Í gamla bænum í Innsbruck fæst mikið úrval minjagripa og sælkervara af ýmsu tagi.

Líttu við á Maria-Theresien-Strasse og sömuleiðis nágrannagötunum Herzog-Friedrich-Strasse og Museumstrasse. Í bænum eru líka verslunarmiðstöðvar, þar má nefna Rathausgalerien og Kaufhaus Tyrol.

Yfirlitsmynd af Innsbruck og fjallendinu í kring á björtum degi.
Glæsilegt hlið skreytt styttum og lágmyndum, snævi þakin fjöll í bakgrunni.

Samgöngur í Innsbruck

Gaman er að ferðast um Innsbruck fótgangandi, gefa sér góðan tíma til þess að njóta fegurðar gömlu miðborgarinnar.

Almenningssamgöngur eru með besta móti í Innsbruck. Félagið Innsbrucker Verkehrsbetriebe, eða IVB, rekur bæði strætis- og sporvagna sem ganga allan sólarhringinn.

Ef þig langar út á lífið einhvert kvöldið, geturðu reitt þig á næturvagnana sem ganga undir nafninu “Nightliner”.

Einnig standa til boða þægilegar samgöngur til borga og bæja í nágrenninu.

Nágrenni Innsbruck

Þægilegt er að ferðast frá Innsbruck til ýmissa áhugaverðra staða í nágrenninu með bíl eða lest: í austur til Salzburg eða Vínar, eða yfir landamærin til Þýskalands, Sviss eða Ítalíu.

Lestarsamgöngur eru til fyrirmyndar. Þar má nefna WESTbahn sem býður upp á ferðir alla daga vikunnar til München, Salzburg og Vínar, í tvílyftum vagni sem býður upp á frábært útsýni á ferðalaginu.

Ef þú ert á höttunum eftir fegurstu leið sem völ er á, má mæla með ferð með Arlbergbahn lestinni gegnum Arlberg fjallendið.

Innsbruck-flugvöllur (INN), sem einnig gengur undir nafninu Kranebitten, er stærsti alþjóðaflugvöllurinn í Týról. Flugvöllurinn er í um 4 km fjarlægð frá miðborg Innsbruck. Öll flug Icelandair til Innsbruck lenda á þessum velli.

Ef þú vilt kanna betur landslagið þegar kemur að skíðaferðum, mælum við með að skoða hin skíðasvæðin sem Icelandair flýgur til í Salzburg, Zürich og Verona.

Yfirlitsmynd af Innsbruck í Austurríki á sumardegi.