Flug til Istanbúl með Icelandair, verð frá 71.230 kr.*
Flug til Istanbúl á næstu þremur mánuðum
Reykjavík (KEF)-
Istanbul (IST)Reykjavík (KEF)-
Istanbul (IST)Reykjavík (KEF)-
Istanbul (IST)Reykjavík (KEF)-
Istanbul (IST)Reykjavík (KEF)-
Istanbul (IST)Reykjavík (KEF)-
Istanbul (IST)Reykjavík (KEF)-
Istanbul (IST)Reykjavík (KEF)-
Istanbul (IST)* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Planaðu ferðalag til Istanbúl með góðum fyrirvara
Frá | Til | Fargjald | Dagsetningar | Verð |
---|---|---|---|---|
FráReykjavík (KEF) | TilIstanbul (IST) | Báðar leiðir / Economy | 09. nóv. 2025 - 15. nóv. 2025 | Frá 71.230 kr.* Síðast skoðað: 2 dagar síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilIstanbul (IST) | Báðar leiðir / Economy | 06. nóv. 2025 - 10. nóv. 2025 | Frá 71.560 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilIstanbul (IST) | Báðar leiðir / Economy | 14. nóv. 2025 - 21. nóv. 2025 | Frá 71.560 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilIstanbul (IST) | Báðar leiðir / Economy | 02. okt. 2025 - 09. okt. 2025 | Frá 71.550 kr.* Síðast skoðað: 8 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilIstanbul (IST) | Báðar leiðir / Economy | 07. sep. 2025 - 13. sep. 2025 | Frá 72.915 kr.* Síðast skoðað: 2 dagar síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilIstanbul (IST) | Báðar leiðir / Economy | 10. sep. 2025 - 13. sep. 2025 | Frá 72.915 kr.* Síðast skoðað: 2 dagar síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilIstanbul (IST) | Báðar leiðir / Economy | 12. sep. 2025 - 15. sep. 2025 | Frá 74.735 kr.* Síðast skoðað: 8 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilIstanbul (IST) | Báðar leiðir / Economy | 05. sep. 2025 - 09. sep. 2025 | Frá 81.015 kr.* Síðast skoðað: 2 dagar síðan |
* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Ferðalag til Istanbúl
Sögufræg borg
Velkomin til Istanbúl! Saga borgarinnar er sveipuð miklum töfraljóma enda liggur hún á mörkum Evrópu og Asíu. Hún er líka geysistór, hér búa um 16 milljónir manna, og af nógu að taka fyrir ferðamanninn.
Icelandair bætir Istanbúl inn í leiðakerfi sitt árið 2025 og flýgur þá 4 sinnum í viku frá 5. september og fram á 29. mars 2026. Bókaðu ferð á vit sögu og menningar í Miklagarði.
Samhliða beinu flugi til Istanbúl mun Icelandair efla enn frekar samstarf við flugfélagið Turkish Airlines. Turkish Airlines er það flugfélag í heiminum sem flýgur til flestra landa og býður beint flug Icelandair til Istanbúl upp á frábærar tengingar áfram til Asíu og Mið-Austurlanda þegar samstarfið hefur öðlast fullt gildi.
Istanbúl á dýptina
Istanbúl er bæði fjölmenn og víðfeðm, svo það er gott að kortleggja hvaða hverfi maður ætlar sér að heimsækja. Efst á lista er Sultanahmet, hinn sögulegi miðbær þar sem öll þekktustu kennileiti borgarinnar er að finna á afmörkuðu svæði, svo auðvelt er að skoða allt það helsta fótgangandi.
Þaðan er stutt að ferðast með lest yfir Galata-brúna inn í Beyoglu hverfið. Miðstöð hverfisin er Taksim-torg, þar er hægt að versla, fara út að borða og út á lífið. Sporvagnar sem hafa yfirbragð liðinnar tíðar ganga eftir aðalgöngugötunni, Istikal Caddesi. Gaman er að líta inn í hliðargöturnar, gera óvæntar uppgötvanir.
Ef þú vilt halda eilítið út fyrir helstu ferðamannastaðina, er Kadiyok-hverfið við Asísku ströndina prýðiskostur. Það hefur notið sívaxandi vinsælda á undanförnum árum og er orðið sérstaklega líflegt. Hér finnur þú hugguleg kaffihús, veitingahús, búðir og listagallerí. Sérstaklega er hægt að mæla með fiskimarkaðnum.
Áhugaverðir staðir í Istanbúl
Gott er að byrja á því sem enginn gestur ætti að láta fram hjá sér fara: hinum ótrúlegu fjársjóðum hverfisins Sultanahmet. Þar finnur þú m.a. hina goðsagnakenndu Bláu mosku sem reist var á tímum Tyrkjaveldis, með sína tilkomumiklu mínaret-turna. Þar við hliðina stendur stórmoskan heimsþekkta: Ægisif, Hagia Sophia. Þar rétt hjá má sjá hina ríkmannlega Topkapi-höll, sem eitt sinn var aðsetur súltana Tyrkjaveldis. Á þessu tiltölulega litla svæði má öðlast innsýn í sögu, byggingarlist og glæsileika borgarinnar gegnum aldirnar.
Hér mætti líka nefna fleiri markverða staði: Gulhane-garðinn til að kasta mæðinni, Galata-turninn við sólarlag, hinn litríka Grand Bazaar til að finna minjagripi og Cisterna Basilica til að dást að hugviti Tyrkja á 6. öld.
Afþreying í Istanbúl
Eitt af því ánægjulegasta sem ferðalangar geta gert í Istanbúl er að fara í siglingu um Bospórussund, sem greinir milli evrópska og asíska hluta borgarinnar. Hægt er að sigla á öllum tímum dags, þar á meðal við sólsetur, og allar merkustu byggingar borgarinnar eru sjáanlegar frá bátnum.
Annar snar þáttur í menningu borgarinnar eru baðhúsin, sem kallast hammam á máli heimamanna. Heimsókn í baðhúsið felur yfirleitt í sér margar stöðvar, t.d. sánur, gufuböð, skrúbbherbergi, saltherbergi og laugar. Ekki spillir fyrir ef böðunin fer fram í einni af þeim glæsibyggingum frá 17. öld sem Tyrkjaveldi hefur skilið eftir sig.
Bestu bitarnir
Þú finnur gómsætan bita nánast á hverju götuhorni. Simit, lahmacun og döner kebab eru réttir sem gott er að grípa með sér. Simit er sesambeygla í tyrkneskum stíl, lahmacun er eins konar tyrkneskt afbrigði af pítsu. Prófaðu líka balik ekmek, fiskisamloku sem auðvelt er að nálgast út við sjávarsíðuna.
Nóg er af meze réttum sem gerðir eru til þess að deila. Þar má meðal annars nefna ólífur, steikt grænmeti, ídýfur og osta – líttu við á hefðbundnum meyhane til að bragða á þessu góðgæti. Raki er þjóðardrykkurinn og alsiða að drekka hann með meze.
Syndsamleg sætindi af ýmsu tagi standa þér tilboða í Istanbúl. Þekktasta sætabrauðið heitir baklava, þetta er bakkelsi fyllt með hnetum og hunangi. Sælgætið sem heimamenn kalla lokum kalla margir aðrir Turkish Delight, en það fæst með hinum ýmsu brögðum, þarf á meðal pistasíu- og granateplabragði.
Verslað í Istanbúl
Ef þú stefnir á búðarferðir í Istanbúl, er Grand Bazaar fyrsti áfangastaðurinn. Þetta er einn stærsti og elsti yfirbyggði markaður í heimi, en saga hans nær aftur til 15. aldar. Á ferð um ranghala þessa gríðarstóra markaðar finnur þú allt milli himins og jarðar: teppi, glerluktir, kaffikönnur og keramik. Gefðu þér góðan tíma til þess að taka út stemninguna. Gott er að vera með reiðufé og þér er óhætt að prútta. Bazarinn lokar á sunnudögum.
Þó Grand Bazaar sé elsti markaður borgarinnar, býður Egypski bazarinn upp á lykta- og litahaf sem mótar honum sérstöðu. Egypski markaðurinn er í um 10 mínútna göngufjarlægð frá Grand Bazaar.
Innan borgarmarkanna
Flugvöllurinn í Istanbúl (IST) gengur undir nafninu Istanbul Havalimani á tyrknesku, og er sá stærri af tveimur alþjóðaflugvöllum borgarinnar. Hann er staðsettur um 38 km norðaustan af Taksim-torgi (í miðbæ Istanbúl) í evrópska hlutanum. Strætisivagnar sem kallast Havaist ganga eftir 11 leiðum milli flugvallarins og miðbæjarins. Neðanjarðarlestin M11 gengur líka til flugvallarins.
Istanbúl er sannkölluð stórborg, en margar samgönguleiðir standa til boða, þar á meðal metrókerfið sem stækkar ört þessi misserin, sporvagnar (lína T1 er hentug til að skoða gamla miðbæinn), strætisvagnar og ferjur yfir Bospórussundið sem greinir að evrópska og asíska hluta borgarinnar.
Ferðast í nágrenni Istanbúl
Þó Istanbúl sé efni í ferðalag út af fyrir sig, gætu sumir viljað taka sér frí frá skarkala stórborgarinnar. Vinsælt er að fara í dagsferð til hinna svonefndu Prinsaeyja í Marmarahafi, um 20 km vestan af Istanbúl. Eyjarnar bjóða upp á strandlíf, fagra náttúru og tækifæri til að kanna sögulegar byggingar. Stærst eyjanna er Buyukada. Auðvelt er að ferðast til eyjarinnar á ferju, en ferðalagið tekur um eina og hálfa klukkustund.
Og auðvitað mætti nefna ótal margt fleira: stórbrotnar klettamyndanir í Cappadocia, rústir forngrísku borgarinnar Ephesus, fagrar strandir við Eyjahafið.