Fljúgðu með Icelandair til Kanada, verð frá 68.355 kr.*
Flug á næstu þremur mánuðum
Reykjavík (KEF)-
Toronto (YYZ)Reykjavík (KEF)-
Toronto (YYZ)Reykjavík (KEF)-
Toronto (YYZ)Reykjavík (KEF)-
Toronto (YYZ)Reykjavík (KEF)-
Toronto (YYZ)Reykjavík (KEF)-
Toronto (YYZ)Reykjavík (KEF)-
Toronto (YYZ)Reykjavík (KEF)-
Toronto (YYZ)Reykjavík (KEF)-
Vancouver (YVR)Reykjavík (KEF)-
Vancouver (YVR)Reykjavík (KEF)-
Vancouver (YVR)Reykjavík (KEF)-
Vancouver (YVR)* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Planaðu fram í tímann! Bókaðu flug til Kanada með Icelandair
Frá | Til | Fargjald | Dagsetningar | Verð |
---|---|---|---|---|
FráReykjavík (KEF) | TilToronto (YYZ) | Báðar leiðir / Economy | 28. jún. 2025 - 03. júl. 2025 | Frá 68.355 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilToronto (YYZ) | Báðar leiðir / Economy | 09. júl. 2025 - 11. júl. 2025 | Frá 68.355 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilToronto (YYZ) | Báðar leiðir / Economy | 26. apr. 2025 - 29. apr. 2025 | Frá 68.355 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilToronto (YYZ) | Báðar leiðir / Economy | 10. apr. 2025 - 16. apr. 2025 | Frá 68.355 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilToronto (YYZ) | Báðar leiðir / Economy | 18. júl. 2025 - 19. júl. 2025 | Frá 68.355 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilToronto (YYZ) | Báðar leiðir / Economy | 24. jún. 2025 - 26. jún. 2025 | Frá 68.355 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilToronto (YYZ) | Báðar leiðir / Economy | 30. apr. 2025 - 04. maí 2025 | Frá 68.355 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilToronto (YYZ) | Báðar leiðir / Economy | 03. maí 2025 - 09. maí 2025 | Frá 68.355 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilVancouver (YVR) | Báðar leiðir / Economy | 08. okt. 2025 - 15. okt. 2025 | Frá 82.085 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Ferðalög til Kanada
Vor og sumar í Kanada
Kanada er vinsæll áfangastaður allt árið um kring, en árstíðirnar hafa hver sinn karakter svo að það skiptir máli hvenær þú tímasetur ferðalagið.
Sumartíminn er vinsælastur, enda langir sólríkir dagar kjörnir til þess að fara í útilegu, fjallgöngur og ástunda hvers kyns íþróttir undir berum himni. Margir leita í Banff-þjóðgarðinn og Klettafjöllin.
Ef þú sækist eftir blíðviðri sumarsins, en vilt komast hjá mestu ferðamannaösinni, kann vorið að vera heppilegri tími fyrir ferðalagið.
Veðráttan er almennt góð á þessum árstíma, en færri ferðamenn á svæðinu. Vorið er líka heppilegur tími til að heimsækja borgirnar, rölta um strætin, kanna söfn og líta við á kaffihúsi.
Vetur og haust í Kanada
Kanada að vetri til er kjörlendi ævintýramannsins. Þetta er tíminn til að fara á skíði, snjóbretti og skauta.
Landið býr yfir frábærum útivistarsvæðum á borð við Whistler, Lake Louise og Banff-þjóðgarðinn. Svo er janúar ódýrasti mánuðurinn til að ferðast til Kanada.
Haustlitadýrðin er mikil í Kanada og menningarlífið er ekki síðra þegar að sumri fer að halla. Haustið er tími bæjar- og hverfishátíða af ýmsu tagi.
Hvort sem þér líður best í fjallasal eða mannþröng stórborganna, hefur Kanada eitthvað fyrir þig.
Vesturhluti Kanada
Kanada er gríðarstórt land og menningin afar fjölbreytileg. Hér eru nokkrir vænlegir áfangastaðir:
Whistler: Hér eru vetrarævintýrin aldrei langt undan. Hvort sem þú sækist eftir ævintýri á skíðum eða snjóbretti eða fjallgöngum. Að lokum má hvíla lúin bein í einhverju gullfallegu Alpafjallaþorpi.
Vancouver: Í Vancouver mætast borgar- og útivistarlífið. Kannaðu miðbæinn fótgangandi og líttu við á Granville Island.
Brunaðu niður brekkurnar í Whistler, sem er í nágrenni borgarinnar, ferðastu inn til skóga og yfir hina frægu Capilano-hengibrú.
Austurhluti Kanada
Toronto: Toronto hefur allt sem hugurinn girnist. Farðu í göngutúr um hugguleg hverfi, fáðu þér sæti í stúkunni á hinum goðsagnakennda Rogers Centre-leikvangi og virtu fyrir þér útsýnið frá toppi CN Tower. Upplifðu líflega menningu þessarar margbreytilegu heimsborgar.
Banff-þjóðgarðurinn: Þjóðgarðurinn er staðsettur mitt í kanadísku Klettafjöllunum og er sannkölluð paradís fyrir náttúruunnendur. Hér finnur þú vötn prýdd ísjökum, háa tinda og heillandi gönguleiðir. Og svo má ekki gleyma fjölbreytileika dýralífsins. Banff er heillandi staður að heimsækja sumar sem vetur.
Montreal: Fáðu þér spássitúr um Old Montreal og drekktu í þig anda sögunnar. Hér má finna mörg helstu kennileiti borgarinnar, þar á meðal Notre-Dame basílíkuna, Jacques Cartier-brúna og bænahús heilags Jósefs við Mount Royal. Hér er líka líflegt lista- og menningarlíf og mikið af góðum veitingastöðum.
Niagara-fossarnir: Þessir tilkomumiklu fossar eru kannski þekktasta kennileiti Kanada og enginn verður fyrir vonbrigðum með heimsókn þangað. Sjáðu með eigin augum hið ógnarlega fall fossins niður í svarblátt djúpið.
Íþróttir í Kanada
Það dylst engum að ímynd Kanada er nátengd ákveðnum íþróttum.
Íshokkí er þjóðaríþrótt Kanadamanna og þeir almennt álitnir konungar á þessu sviði. Íshokkíáhorf er vinsæl afþreying meðal heimamanna og margir bestu spilararnir eru dáðir innan sem utan Kanada. Það má með sanni segja að þessi íþrótt eigi hug og hjörtu þjóðarinnar.
Kanadíski fótboltinn, Canadian Football League (CFL), er önnur uppáhaldsiðja Kanadamanna. Stúkurnar eru þéttsetnar á leikjunum og aðdáendur andstæðra liða svarnir óvinir. Í Kanada má líka finna margar snúnustu golfbrautir heimisins, en þær trekkja að bestu golfarana hvaðanæva að í heiminum.
Hvort sem þú dýrkar íþróttir eða langar bara til að sjúga í þig svolítið af stemningunni, er enginn hörgull á spennandi íþróttaviðburðum í Kanada.
Dýralíf í Kanada
Allt frá skógunum út til strandanna, býr Kanada yfir ótrúlega fjölbreyttu náttúrulífi.
Í Klettafjöllunum og inn til skóga geturðu átt von á því að rekast á heittelskuðustu veru Kanadamanna, bjórinn, auk vina hans elgsins, hreindýrsins og kanadísku gaupunnar. Að ógleymdum hinum heimsfræga grábirni og svartbirni.
Kanadísku vötnin eru heimkynni háhyrninga, hnúfubaka og mjaldra. Þessar glæsilegu skepnur deila sviðinu með öðrum minni en engu síður mikilfenglegum dýrum, t.d. sæljónum, selum og sæotrum.
Í norðurhluta Kanada má svo finna má finna annars konar dýralíf, t.d. ísbirni, heimskautarefi og hreindýr og fugla á borð við skallaörninn og gjóðinn.
Samgöngur innan borga í Kanada
Oftast er þægilegast að ferðast með almenningssamgöngum innan borga í Kanada. Stærstu borgirnar bjóða upp á strætisvagna, lestir, sporvagna og neðanjarðarlest.
Leigubílar og samflotsþjónustur á borð við Uber er líka að finna víðast hvar, þó þær geti verið dýrari.
Stærstu borgir Kanada, t.d. Toronto og Vancouver, er best að kanna fótgangandi eða á hjóli.
Uppbygging borganna tekur gjarnan mið af gangandi vegfarendum og hjólreiðafólki. Borgirnar eru öruggar, þægilegar og umhverfisvænar.
Ferðast innan Kanada
Nokkrir kostir standa til boða fyrir ferðalanginn. Almenningssamgöngukerfi Kanada er öflugt, sem og gatna- og þjóðvegakerfið. Svo eru innanlandsflugvellir í öllum stærri þéttbýliskjörnum.
Þeir ferðalangar sem vilja fara vítt og breitt um þetta gríðarstóra landi geta tekið bíl á leigu.
Fyrir ferðalög milli stórra borga er lestin góður kostur. Ferðalagið er þægilegt og farþegar geta virt fyrir sér útsýnið á leið milli staða.
Rútuferðir eru svo ódýrari kostur til að ferðast milli borga.