Flug til Kaupmannahafnar með Icelandair, verð frá 36.715 kr.*
Flug til Kaupmannahafnar á næstu þremur mánuðum
Reykjavík (KEF)-
Kaupmannahöfn (CPH)Reykjavík (KEF)-
Kaupmannahöfn (CPH)Reykjavík (KEF)-
Kaupmannahöfn (CPH)Reykjavík (KEF)-
Kaupmannahöfn (CPH)Reykjavík (KEF)-
Kaupmannahöfn (CPH)Reykjavík (KEF)-
Kaupmannahöfn (CPH)Reykjavík (KEF)-
Kaupmannahöfn (CPH)Reykjavík (KEF)-
Kaupmannahöfn (CPH)Reykjavík (REK)-
Kaupmannahöfn (CPH)Reykjavík (REK)-
Kaupmannahöfn (CPH)Reykjavík (REK)-
Kaupmannahöfn (CPH)Reykjavík (REK)-
Kaupmannahöfn (CPH)* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Planaðu ferðalag til Kaupmannahafnar með góðum fyrirvara
Frá | Til | Fargjald | Dagsetningar | Verð |
---|---|---|---|---|
FráReykjavík (KEF) | TilKaupmannahöfn (CPH) | Báðar leiðir / Economy | 29. apr. 2025 - 02. maí 2025 | Frá 38.115 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilKaupmannahöfn (CPH) | Báðar leiðir / Economy | 29. apr. 2025 - 06. maí 2025 | Frá 38.115 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilKaupmannahöfn (CPH) | Báðar leiðir / Economy | 27. apr. 2025 - 30. apr. 2025 | Frá 38.115 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilKaupmannahöfn (CPH) | Báðar leiðir / Economy | 27. apr. 2025 - 02. maí 2025 | Frá 38.115 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilKaupmannahöfn (CPH) | Báðar leiðir / Economy | 27. apr. 2025 - 03. maí 2025 | Frá 38.115 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilKaupmannahöfn (CPH) | Báðar leiðir / Economy | 28. apr. 2025 - 01. maí 2025 | Frá 38.115 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilKaupmannahöfn (CPH) | Báðar leiðir / Economy | 27. apr. 2025 - 01. maí 2025 | Frá 38.115 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilKaupmannahöfn (CPH) | Báðar leiðir / Economy | 28. apr. 2025 - 02. maí 2025 | Frá 38.115 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (REK) | TilKaupmannahöfn (CPH) | Báðar leiðir / Economy | 04. okt. 2025 - 11. okt. 2025 | Frá 38.345 kr.* Síðast skoðað: 2 dagar síðan |
* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Ferðalag til Kaupmannahafnar
Kaupmannahöfn á ólíkum árstíðum
Fyrirbærið hygge er orðið hluti af orðaforða Íslendinga, notalegheit og góðar stundir á danskan máta. Og það er leitun að hugglegri borg en kóngsins Köben!
Upplifunin á borginni er auðvitað ólík milli árstíða. Flestir velja tímabilið frá júní fram í ágúst, enda nóg af sætum löngum sumardögum á þessum árstíma.
Vetrarheimsókn er þó að mörgu leyti góður kostur. Þá er tilvalið að kveðja íslenska skammdegið og njóta höfuðborgar danaveldis í afslappaðri búningi, lausri við túristafargan sumarmánaðanna.
Hvenær sem þú ákveður að ferðast til Kaupmannahafnar, gætu ráðleggingarnar hér að neðan komið að góðum notum til að skipuleggja ferðalagið.
Með Icelandair VITA er hægt að bóka pakkaferð til Kaupmannahafnar.
Hvað er við að vera í Kaupmannahöfn?
Í heimsókn til Kaupmannahafnar eru vissir fastir póstar: Strikið, Rådhuspladsen, Kongens Nytorv, Nyhavn. Allir eru þessir staðir í kjarna miðbæjarins og í göngufæri hver frá öðrum.
Ekki má heldur gleyma Tívolí. Ungviðið nýtur sín auðvitað sérstaklega þar, en andrúmsloft þessa sögufræga skemmtigarðs hæfir öllum aldurshópum.
Í konungsveldinu Danmörku er svo auðvitað að finna glæsilega kastala, til að mynda Rosenbergslot í Kongens Have. Útsýnisferð upp í Sívaliturn, eða Rundetårn, er svo tilvalin á björtum sumardegi.
Einnig má mæla með Sønder Boulevard, einu huggulegasta breiðstræti borgarinnar. Þar ríkir afslappaður hversdagsandi, börnin leika sér, ungmenni stunda íþróttir og íbúar hverfisins njóta lífisins á notalegu kaffihúsi.
Torvehallerne og Kødbyen
Á markaðnum Torvehallerne er lagt upp með vörurnar sjálfar eins og þær koma af kúnni, ekki umbúðir og markaðssetningu stórmarkaðanna.
Eins og víða annarsstaðar hafa stórmarkaðir og verslunarmiðstöðvar sópað til sín viðskiptum í Danmörku síðustu áratugina og ýtt minni og hefðbundnari mörkuðum til hliðar, mörkuðum þar sem minni framleiðendur og bændur seldu vörur sínar beint til kúnnanna.
Torvehallerne er eins konar mótvægisaðgerð, hér vilja kaupmenn halda anda matarmarkaða með hefðbundnu sniði á lofti.
Sömuleiðis er óhætt að mæla með Kødbyen. Þetta fyrrum kjötiðnaðarsvæði í hjarta Kaupmannahafnar iðar nú af mannlífi og býður upp á alls kyns veitingar og stundum líka lifandi tónlist!
Matarmarkaður í Reffen
Enginn matgæðingur má láta matarmarkaðinn í Reffen fram hjá sér fara. Hér má gæða sér á kræsingum hvaðanæva að úr heiminum, í þægilegu og líflegu umhverfi.
Nepölsk, mexíkósk, dönsk og grísk matargerð þrífast hér hver í sínum bás, á einum ilmandi reit.
Fyrir utan veitingabása og bari, er öflugt menningarlíf í Reffen. Þar eru reglulega haldnar skapandi vinnustofur, auk þess sem fólk sækir hér tónlistarviðburði, spilakvöld og fyrirlestra af ýmsu tagi.
Reffen leggur sérstaka áherslu á endurnýtingu. Matarbásarnir eru gerðir úr gömlum vöruflutningagámum og kapp er lagt á að lágmarka plast- og matarsóun.
Verslað í Köben
Það er ótrúlega gaman að versla í Kaupmannahöfn og sterk hönnunarhefð er gegnumgangandi í verslunum borgarinnar.
Engan þarf að kynna fyrir Strikinu, einni lengstu verslunargötu Evrópu og þeim fjölmörgu stórverslunum, hönnunarverslunum og alþjóðlegu vörumerkjum sem þar er að finna.
Tíska og heimilisbúnaður mun ákalla kreditkortið og töskuplássið, sérstaklega í verslunum eins og Illums Bolighus.
Það eru mikið um heimagert glingur sem hægt er að taka með sem minjagripi. Hver getur ekki gleymt sér í Legokaupum í upprunalandi leikfangsins! Gaman er að kaupa fallega danska muni, eins og postulín frá Royal Copenhagen eða silfurslegið djásn frá Georg Jensen.
Dagsferð út úr bænum
Þó í Köben sé nóg við að vera, er ekki vitlaust að brjóta upp ferðalagið með skreppitúr út fyrir bæinn.
Óhætt er að mæla með heimsókn í nýlistasafnið í Louisiana, en þangað tekur aðeins rétt rúman hálftíma að ferðast í lest frá miðborg Kaupmannahafnar.
Í sömu ferð er kjörið að heimsækja líka Helsingør, Helsingjaeyri, skoða hina glæsilegu Krúnuborgarhöll þar sem Shakespeare bjó Hamlet heimili, horfa út á Eyrarsundið yfir til Svíþjóðar og upplifa afslappaðri hlið á Danmörku.
Það má líka mæla með ferð til kastalans í Frederiskborg, sem nú hýsir safn um sögu Danmerkur. Kristján sjötti lét reisa kastalann á 17. öld og kastalagarðurinn og byggingarnar í honum bera enn svipmót tímabilsins.
Ferðast innan bæjarins
Auðvelt er að komast fótgangandi um miðsvæði Kaupmannahafnar. Þó er viðbúið að fæturnir verði nokkuð ferðalúnir eftir heils dags skoðunarferð.
Almenningssamgöngur eru með besta móti, þú getur yfirleitt komist leiðar þinnar með lestar- og strætisvagnakerfinu.
Það er auðvelt að finna leigubíla, en Uber-þjónusta stendur ekki til boða.
Svo má ferðast um að hætti heimamanna og taka hjól á leigu.
Borgin þar sem allir hjóla
Sennilega skáka fáar borgir Kaupmannahöfn þegar kemur að hjólreiðum. Í Köben hefur hjólið sömu virðingarstöðu og bílar og strætisvagnar.
Umfangsmikil mannvirki eru reist til þess að greiða fyrir umferð hjólreiðafólks og hjólreiðar og allt sem þeim fylgir eru snar þáttur í menningu borgarinnar.
Í borginni eru starfræktar nokkrar hjólaleigur (t.d. Donkey Republic og Lime), sem eru með stöðvar til að ná í að skila hjólum á víð og dreif um borgina.
Svo er góður hjólreiðatúr kannski besta leiðin til að kynnast borgarlífinu í öllum sínum fjölbreytileika. Þéttriðið net hjólreiðastíga gerir þér kleift að þeysa í gegnum hvert hverfið á fætur öðru og sjá hvernig landið liggur!
Algengar spurningar varðandi ferðalög til Kaupmannahafnar
Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn
Hvað tekur flugið til Kaupmannahafnar langan tíma?
Flugið frá Keflavík til Kaupmannahafnar tekur um 3 klst. og tíu mínútur.
Hvenær er ódýrast að fljúga til Kaupmannhafnar?
Flugverðið er lægra yfir vetrarmánuðina, þegar eftirspurnin er minni. Það er þó alls ekki gefið að þú finnir lægsta verðið á þessum tíma.
Öruggasta leiðin til að fá flug á góðu verði er að bóka með góðum fyrirvara.
Hvernig ferðast ég frá flugvellinum inn í miðbæ Kaupmannahfnar?
Nokkrar leiðir eru færar milli Kastrup-flugvallar og miðborgarinnar. Ferð með leigubíl tekur um 20-30 mínútur.
Flestum ferðalöngum hentar best að fara með lest út á völl. Lestir ganga til og frá flugvellinum allan sólarhringinn.
Einnig er hægt að fara með strætisvagni. Ferðin tekur um 35 mínútur, en þetta er ódýrasti ferðamátinn frá miðbænum út á flugvöll.
Er hægt að bóka pakkaferðir til Kaupmannahafnar?
Já, Icelandair býður upp á pakkaferð til Kaupmannahafnar sem inniheldur flug og gistingu.