Flug með Icelandair til Lissabon frá 34.845 kr.*
Flug til Lissabon á næstu þremur mánuðum
Reykjavík (KEF)-
Lissabon (LIS)Reykjavík (KEF)-
Lissabon (LIS)Reykjavík (KEF)-
Lissabon (LIS)Reykjavík (KEF)-
Lissabon (LIS)Reykjavík (KEF)-
Lissabon (LIS)Reykjavík (KEF)-
Lissabon (LIS)Reykjavík (KEF)-
Lissabon (LIS)Reykjavík (KEF)-
Lissabon (LIS)Akureyri (AEY)-
Lissabon (LIS)Ísafjörður (IFJ)-
Lissabon (LIS)* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Planaðu ferðalag til Lissabon með góðum fyrirvara
Frá | Til | Fargjald | Dagsetningar | Verð |
---|---|---|---|---|
FráReykjavík (KEF) | TilLissabon (LIS) | Báðar leiðir / Economy | 21. feb. 2025 - 24. feb. 2025 | Frá 50.085 kr.* Síðast skoðað: 13 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilLissabon (LIS) | Báðar leiðir / Economy | 10. mar. 2025 - 14. mar. 2025 | Frá 50.365 kr.* Síðast skoðað: 16 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilLissabon (LIS) | Báðar leiðir / Economy | 03. mar. 2025 - 07. mar. 2025 | Frá 50.365 kr.* Síðast skoðað: 21 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilLissabon (LIS) | Báðar leiðir / Economy | 21. feb. 2025 - 28. feb. 2025 | Frá 50.365 kr.* Síðast skoðað: 23 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilLissabon (LIS) | Báðar leiðir / Economy | 24. mar. 2025 - 28. mar. 2025 | Frá 53.185 kr.* Síðast skoðað: 2 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilLissabon (LIS) | Báðar leiðir / Economy | 17. mar. 2025 - 21. mar. 2025 | Frá 54.965 kr.* Síðast skoðað: 16 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilLissabon (LIS) | Báðar leiðir / Economy | 14. mar. 2025 - 21. mar. 2025 | Frá 55.685 kr.* Síðast skoðað: 8 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilLissabon (LIS) | Báðar leiðir / Economy | 03. mar. 2025 - 10. mar. 2025 | Frá 58.465 kr.* Síðast skoðað: 22 klst. síðan |
FráAkureyri (AEY) | TilLissabon (LIS) | Báðar leiðir / Economy | 03. mar. 2025 - 07. mar. 2025 | Frá 81.200 kr.* Síðast skoðað: 20 klst. síðan |
* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Ferðalag til Lissabon
Lissabon í hnotskurn
Höfuðborg Portúgals, Lissabon, hefur notið mikilla vinsælda á undanförnum árum. Og er ekki að furða! Borgin býður upp á heilu aldirnar af fegurð til að kanna, bættu við 290 dögum af sólskini á ári og hagstæðu verðlagi og þú ert með uppskrift að fullkomnum áfangastað!
Við höfum nú bætt Lissabon við leiðakerfið okkar og fljúgum þangað tvisvar í viku frá 11. október 2024 til 28. mars 2025. Bókaðu núna til að kynnast þessari sólríku, spennandi borg.
Ferðalag um Lissabon
Lissabon hefur að geyma heillandi blöndu af gömlu og nýju. Svo gömlu raunar að borgin er fjórum öldum eldri en Róm og gögn benda til að aðeins Aþena sé eldri.
Pakkaðu gönguskónnum, borgin er byggð á sjö hæðum og býður upp á stórkostleg útsýni yfir Atlantshafið og ánna Tangus. Það er nóg af stöðum til að stoppa og ná hinni fullkomnu Instagram mynd af steinlögðum götum, aldagömlum rústum og skjanna hvítum kirkjuhvelfingum.
Ef gönguskórnir gleymast má alltaf taka sporvagn 28 sem fer með þig í gegnum sögulegan miðbæ borgarinnar og veitir ódýra skoðunarferð sem kemur öllu því helsta að.
Hlutir að sjá í Lissabon
Í hjarta borgarinnar finnurðu Mouraria og Alfama hverfin sem eru þau elstu í Lissabon. Þar er eitthvað áhugavert að sjá við hvert götuhorn, við mælum sérstaklega með dómkirkjunni Sé de Lisboa sem var reist árið 1150. Engu síðri eru virkin á hæðinni Castelo de São Jorge og hvelfing minnisvarðans Panteão Nacional. En töfrana finnur þú á göngu um hverfi borgarinnar þegar þú vafrar inn þröng strætin og andar að þér sögunni og fegurðinni.
Ef þú ert eitthvað fyrir minnisvarða þá máttu eiginlega ekki missa af Torre de Belém eða Belem turninum sem var byggður árið 1515 til að heiðra sjómenn Portúgals. Borgin mótast að stórum hluta til af sjómennsku og uppgötvun "nýrra" heima. Svo sakar ekki að Pastéis de Belém bakaríið er rétt handan við hornið.
Hlutir að gera í Lissabon
Ódýrasta og þægilegasta leiðin til að kanna Lissabon er sporvagninn. Þá sérstaklega hinn fræga, gula, vagn nr. 28, sem fer með þig gullfallega leið um borgina á um klukkutíma. Nældu þér í gluggasæti og njóttu!
Þar á eftir er ganga milli miradouros (útsýnispunkta) ein besta leiðin til að njóta borgarinnar. Eftir klifur upp brekkurnar getur þú hvílt þig við glæsileg útsýni yfir rauð þök og kirkjuspírur. Endaðu daginn á vinsæla Bairro Alto svæðinu, sem er fullt af börnum og veitingastöðum, eða Alfama hverfinu þar sem þú finnur hefðbundin fado hús (litla veitingastaði) þar sem þú getur notið ylhýrrar tónlistar og ljúffengrar matseldar heimamanna.
Matur í Lissabon
Lissabon hefur unnið sér inn frábæran orðstýr fyrir framúrskarandi matseld. Ef hefðbundnir réttir heilla leitaðu þá að sopa de caldo verde, léttri, rjómakenndri súpu gerðri úr grænkáli og pylsu.
Bachalau, þekktur hér heima sem saltfiskur, hefur verið fastur liður í portúgalskri matarhefð síðan víkingarnir silgdu með hann yfir til að selja. Á sjávarréttamatseðlinum er einnig að finna sardinhas (sardínur) og arroz de marisco sem er svar Portúgala við spænskri paella. Polvo á lagareiro (bakaður kolkrabbi og kartöflur) er svo ómissandi hefðbundinn réttur fyrir sjávarréttaunnendur.
Portúgal býður einnig upp á framúrskarandi götumat og er bifana (rúnstykki með sneiðum af safaríku svínakjöti og sinnepi) þar fremst á meðal jafningja og alls ekki gleyma að grípa með þér pastés de nata, lostæti fyllt með krembúðing.
Verslun í Lissabon
Það er nóg að versla (og það á hagstæðu verði) í Lissabon. Nýjasta tíska, faldar gersemar flóamarkaða og minjagripir til að fylla heilu ferðatöskurnar. Keramikvörur, azulejos flísar, púrtvín og gómsætt ginjinha kirsuberja líkjör.
Helstu lúxusverslanir borgarinnar er að finna í Avenida da Liberdade, glæsilegu stræti sem ætlað er að líta út eins og Chaps-Élysées í París. Á hinum enda spektrúmsins er LxFactory að finna í fyrrum iðnaðarhverfi sem hefur verið umbreytt í skapandi svæði fullu af einstökum handgerðum vörum.
Tvisvar í viku má gleyma sér í gramsinu á flóa- og antíkmarkaðnum Feira da Ladra í Alfama hverfinu. Matgæðingar njóta sín í Mercado de Ribeira sem fléttar saman hefðbundinn matarmarkað og nútíma matarhöll. Paradís lestrarhestsins er svo Livraira Bertrand, einn elsti bókamarkaður heims, sem opnaði árið 1732.
Ferðamátar um borgina
Þrátt fyrir steinlagðar götur og urmul hæða er frekar auðvelt að komast um Lissabon. Í sögufrægu hverfunum eins og Alfama, Baiza og Chiado er fljótlegast að ganga. Hægt er að reiða sig á táknræna ferðamáta borgarinnar, togbrautir og lyftur.
Það er fljótlegt og ódýrt að ferðast með neðarlestakerfinu og áhugavert er að sjá allar lestarstöðvarnar sem hver hefur sitt eigið þema og skreytingar. Það eru fjórar línur sem eru þægilega litakóðaðar blá, rauð, gul og græn. Rauða Aeroporto - Saldanha línan flytur þig frá flugvellinum og niður í bæ á 20 mínútum. Almannasamgöngur borgarinnar eru almennt góðar með strætó, sporvögnum og lestum í úthverfin, svo auðvelt er að komast á alla helstu staðina.
Ferðalag út fyrir Lissabon
Lissabon er frábær staður fyrir bækistöðvar í ferðalagi um Portúgal þar sem gott úrval áhugaverðra áfangastaða er að finna í 2 tíma fjarlægð.
Sintra, við rætur Sintra fjalla, er frábær áfangastaður fyrir dagsferð frá borginni í aðeins 30 km fjarlægð. Þar laða pastelleitar villur og áhugaverður arkitektúr helst að. Sunnan við Sintra er Cascais vinsæll sólaráfangastaður sem býður frábærar strendur.
Norðaustan við Lissabon er að finna Peniche sem dregur brimbrettakappa að hvaðanæva, hún er frábær sumar strandáfangastaður og brimbrettaáfangastaður allt árið um kring. Steinsnar frá Peniche er að finna miðaldabæinn Obidos, falinn á bakvið borgarmúra. Obidos er Unesco vottuð bókaborg og heillar með steinlögðum strætum og fallegum byggingum.