Flug með Icelandair til London frá 22.955 kr.*
Flug til London á næstu þremur mánuðum
Reykjavík (KEF)-
London (LON)Reykjavík (KEF)-
London (LON)Reykjavík (KEF)-
London (LON)Reykjavík (KEF)-
London (LON)Reykjavík (KEF)-
London (LON)Reykjavík (KEF)-
London (LON)Reykjavík (KEF)-
London (LON)Reykjavík (KEF)-
London (LON)Reykjavík (KEF)-
London (LHR)Reykjavík (KEF)-
London (LHR)Reykjavík (KEF)-
London (LHR)Reykjavík (KEF)-
London (LHR)* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Planaðu ferðalag til London með góðum fyrirvara
Frá | Til | Fargjald | Dagsetningar | Verð |
---|---|---|---|---|
FráReykjavík (KEF) | TilLondon (LON) | Báðar leiðir / Economy | 04. maí 2025 - 09. maí 2025 | Frá 30.035 kr.* Síðast skoðað: 36 mínútur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilLondon (LON) | Báðar leiðir / Economy | 04. maí 2025 - 11. maí 2025 | Frá 30.035 kr.* Síðast skoðað: 36 mínútur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilLondon (LON) | Báðar leiðir / Economy | 11. maí 2025 - 18. maí 2025 | Frá 30.035 kr.* Síðast skoðað: 36 mínútur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilLondon (LON) | Báðar leiðir / Economy | 02. maí 2025 - 07. maí 2025 | Frá 30.035 kr.* Síðast skoðað: 36 mínútur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilLondon (LON) | Báðar leiðir / Economy | 02. maí 2025 - 08. maí 2025 | Frá 30.035 kr.* Síðast skoðað: 36 mínútur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilLondon (LON) | Báðar leiðir / Economy | 03. maí 2025 - 07. maí 2025 | Frá 30.035 kr.* Síðast skoðað: 36 mínútur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilLondon (LON) | Báðar leiðir / Economy | 03. maí 2025 - 08. maí 2025 | Frá 30.035 kr.* Síðast skoðað: 36 mínútur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilLondon (LON) | Báðar leiðir / Economy | 03. maí 2025 - 10. maí 2025 | Frá 30.035 kr.* Síðast skoðað: 36 mínútur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilLondon (LHR) | Báðar leiðir / Economy | 07. mar. 2025 - 10. mar. 2025 | Frá 34.795 kr.* Síðast skoðað: 21 klst. síðan |
* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Ferðalag til London
Hvenær er best að fljúga til London?
Vorið er sérlega góður tími til að heimsækja London (frá mars fram í maí). Veðurfarið er tiltölulega milt og stillt, það er lítill raki í lofti, og almenningsgarðar borgarinnar eru í fullum blóma.
Vorið og sumarið eru auðvitað vinsælar árstíðir meðal ferðamanna, því er hyggilegt að bóka flugið með góðum fyrirvara.
Viltu hitta á London utan háannatímans? Yfir haust- og vetrarmánuðina er kjörið að kanna söfn borgarinnar og það fjölbreytta úrval menningarviðburða sem hún býður upp á.
Sérstaklega er mikið um dýrðir þegar líða fer að jólum og kringum nýársdag. Í desember hefur mannlífið að mörgu leyti hugglegra og glaðlegra yfirbragð en yfir sumartímann.
Með Icelandair VITA er hægt að bóka pakkaferðir til London eða Brighton.
Samgöngur í London
Ef þú ætlar að dvelja í borginni í nokkra daga gæti verið þess virði að kaupa svokallað Oyster card, en með því er hægt að fá aðgang að mestöllu samgöngukerfi borgarinnar. London skiptist upp í 6 svæði og misjafnt er hvað greitt er fyrir samgöngur á hverju þeirra. Því er gott að hafa í huga hvaða leið er farin á áfangastað.
Neðanjarðarlestakerfið London Underground, sem heimamenn kalla í daglegu tali the Tube, er eitt elsta lestakerfi heimsins. Það er líka ein þægilegasta og ódýrasta leiðin til að ferðast um borgina.
Svo er ákveðin upplifun að stökkva um borð í einn af hinum heimskunnu rauðu tveggja hæða strætisvögnum og þræða þannig fjölbreytileg hverfi borgarinnar.
Svartir leigubílar eru annað einkennismerki London, en sértu í leit að leigubíl er líka hægt að nota öppin Uber og Bolt.
Borg fjölbreytileikans
Kóngafólk, kastalar og merkilegir minnisvarðar í bland við tísku, tónlist og sviðslistir. Í London er fjölbreytileikinn við völd og hún verður seint fullkönnuð.
London veldur heldur ekki vonbrigðum þegar kemur að verslunarmöguleikum, þar má t.d. nefna Harrods og Selfridges.
Nóg er af verslunargötum en meðal þeirra þekktustu eru Bond Street, Oxford Street og Portobello Road.
Menning og saga í London
Nóg er af áþreifanlegum minnisvörðum um söguna í London. Í þessu samhengi mætti nefna breska þingið í Westminster, Tower of London við Tower Bridge og Buckinghamhöll.
Í London er urmull af söfnum og listagalleríum og þau stærstu bjóða ókeypis aðgang. Skoðaðu sögulega plaggið Magna Carta með eigin augum í British Library, sjáðu úrval frægs klæðnaðar sem spannar söguna í V&A og risaeðlur á Natural History Museum, allt án þess að greiða túkall!
Lundúnaleikhúsið er heimsþekkt og býður upp á bæði gamalt og nýtt, fyrir unga sem aldna. Hér má sjá íbuðarmikla söngleiki í West End, uppsetningar á verkum Shakespeare í endurgerð leikhússins þar sem hann starfaði á 17. öld, The Globe Theater, og fjölmargt fleira.
Matur og drykkur í London
Oft er talað um London nú á dögum sem eina helstu matreiðsluborg heimsins enda úrval matsölustaða lygilegt.
Líttu við á næsta pöbb og fáðu þér eina pint ásamt einhverju klassísku ensku kráarfæði, t.d. fisk og frönskum.
Í London eru líka markir matarmarkaðir þar sem finna má góða matsölustaði. Stærstir og þekktastir þeirra á meðal eru Borough og Spitalfields, þar er úrvalið líka einna mest.
Verslað í London
Margir þeirra 30 milljón túrista sem heimsækja London ár hvert, velja hana sem áfangastað vegna þess ríkulega úrvals verslana sem borgin hefur upp á að bjóða.
Öll stærstu alþjóðlegu merkin eru til húsa á hinni heimsfrægu götu Oxford Street. Þó er engin ástæða til að einskorða sig við hana, því borgin býður upp á ótal fleiri spennandi verslunarstaði.
Á Bond street finnur þú frábært úrval listagallería og hvers kyns munaðarvörur. Leggðu leið þína inn á Brick Lane ef þú ert í leit að vintage-fatnaði, kósi bókabúðum og hipsterastemningu.
Og ekki má gleyma Camden Market, þar sem fatnaður, list, innanstokksmunir og ótalmargt fleira stendur til boða.
Algengar spurningar um ferðalög til London
Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðmenn
Í hvaða mánuði er ódýrast að fljúga til London?
Yfirleitt er ódýrast að fljúga til London í janúar og febrúar. Þetta eru að öllu jöfnu köldustu mánuðir ársins á Bretlandi og liggja utan hins hefðbundna tímabils ferðamennskunnar.
Almennt er minna um viðburði á sviði menningar og lista á þessu tímabili, en engu að síður er nóg við að vera fyrir þá sem vilja kynnast borginni.
En besta leiðin til að ná í ódýra miða til London er einfaldlega að bóka með góðum fyrirvara.
Hversu langt er flugið frá Íslandi til London?
Að öllu jöfnu tekur flugið frá Keflavík til London um 3 klst.